Endurmenntun endurræður Kristján og harmar óþægindin Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. júní 2023 15:54 Kristján Hreinsson. Í tölvupósti frá Endurmenntun kemur fram að að þátttakendum bjóðist nú til að ljúka námskeiðinu. Áður greidd þátttökugjöld verða endurgreidd óháð þátttöku. Aðsend Gert hefur verið samkomulag við Kristján Hreinsson um að hann ljúki kennslu ritlistarnámskeiðsins Skáldsagnaskrif, sem hófst í maí og lýkur í september næstkomandi hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Endurmenntun Háskóla Íslands sendi fyrr í dag á þátttakendur í námskeiðinu Skáldsagnaskrif. Líkt og Vísir greindi frá þann 5.júní síðastliðinn var Kristjáni sagt upp störfum við Háskólann og námskeið hans, Skáldsagnaskrif, lögð niður. Uppsögnin var vegna pistils sem hann birti á Facebook-síðu sinni og rataði þaðan á Mannlífsvefinn. Í pistlinum segir meðal annars: „Ég segist hafa fæðst í röngum líkama. Ef mér finnst ég vera unglingsstúlka á ég þá að fá samþykki samfélagsins – án tillits til aðstæðna? Ef ég segist vera blindur, á ég þá að fá að vera blindur? Ef ég segist vera svertingi, eiga þá allir að virða mig sem slíkan? Ef ég segist vera lamaður á ég þá að fá hjólastól?“ „Yfirmaður minn tjáði mér að vegna ummæla minna þar væri Endurmenntun ekki stætt á að hafa mig áfram sem námskeiðshaldara og yfirstandandi námskeið, Skáldsagnaskrif, hafi verið hætt vegna ummæla minna,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Kristján er búsettur í Mílanó á Ítalíu og barst honum uppsögnin símleiðis. Fram kom í frétt Vísis að Kristján væri að ráðfæra sig við lögmenn vegna uppsagnarinnar. Kristján fór yfir málið á Facebook-síðu sinni þar og ljóst að hann telur ómaklega að sér vegið. Mikil reiði hefur brotist út í athugasemdum þar sem Kristján er hvattur til að leita réttar síns. Vona að ró muni skapast Í fyrrnefndum tölvupósti frá Endurmenntun kemur fram að að þátttakendum bjóðist nú til að ljúka námskeiðinu. Áður greidd þátttökugjöld verða endurgreidd óháð þátttöku. „Endurmenntun harmar þau óþægindi sem atburðarás undanfarinna daga kann að hafa valdið þátttakendum námskeiðsins og það er von okkar að með þessum málalyktum skapist nauðsynleg ró til að þeir sem vilja geti nýtt sér námskeiðið til gagns og ánægju eins og ávallt er lagt upp með hjá bæði Endurmenntun og Kristjáni.“ Háskólar Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Skóla - og menntamál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Þetta kemur fram í tölvupósti sem Endurmenntun Háskóla Íslands sendi fyrr í dag á þátttakendur í námskeiðinu Skáldsagnaskrif. Líkt og Vísir greindi frá þann 5.júní síðastliðinn var Kristjáni sagt upp störfum við Háskólann og námskeið hans, Skáldsagnaskrif, lögð niður. Uppsögnin var vegna pistils sem hann birti á Facebook-síðu sinni og rataði þaðan á Mannlífsvefinn. Í pistlinum segir meðal annars: „Ég segist hafa fæðst í röngum líkama. Ef mér finnst ég vera unglingsstúlka á ég þá að fá samþykki samfélagsins – án tillits til aðstæðna? Ef ég segist vera blindur, á ég þá að fá að vera blindur? Ef ég segist vera svertingi, eiga þá allir að virða mig sem slíkan? Ef ég segist vera lamaður á ég þá að fá hjólastól?“ „Yfirmaður minn tjáði mér að vegna ummæla minna þar væri Endurmenntun ekki stætt á að hafa mig áfram sem námskeiðshaldara og yfirstandandi námskeið, Skáldsagnaskrif, hafi verið hætt vegna ummæla minna,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Kristján er búsettur í Mílanó á Ítalíu og barst honum uppsögnin símleiðis. Fram kom í frétt Vísis að Kristján væri að ráðfæra sig við lögmenn vegna uppsagnarinnar. Kristján fór yfir málið á Facebook-síðu sinni þar og ljóst að hann telur ómaklega að sér vegið. Mikil reiði hefur brotist út í athugasemdum þar sem Kristján er hvattur til að leita réttar síns. Vona að ró muni skapast Í fyrrnefndum tölvupósti frá Endurmenntun kemur fram að að þátttakendum bjóðist nú til að ljúka námskeiðinu. Áður greidd þátttökugjöld verða endurgreidd óháð þátttöku. „Endurmenntun harmar þau óþægindi sem atburðarás undanfarinna daga kann að hafa valdið þátttakendum námskeiðsins og það er von okkar að með þessum málalyktum skapist nauðsynleg ró til að þeir sem vilja geti nýtt sér námskeiðið til gagns og ánægju eins og ávallt er lagt upp með hjá bæði Endurmenntun og Kristjáni.“
Háskólar Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Skóla - og menntamál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira