Rísum upp Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 10. júní 2023 17:01 Ég veit ekki í hvaða samfélagi ég bý en í mínum heimi er staða örorkulífeyristaka á húsnæðismarkaði hörmuleg, afkomuöryggi þeirra ekkert, heilbrigðisþjónusta of dýr, matarkarfan tóm og skerðingar óhóflegar. Enn bíður fatlað fólk, veikt fólk, fólk sem fæðist fatlað og fólk sem hefur slasast á lífsleiðinni - eftir réttlætinu. Það er óréttlátt samfélag þar sem fjöldi fólks býr við skort, tugir þúsunda eða um 13% af þjóðinni, 48.000 manns eru undir lágtekjumörkum þrátt fyrir að sum hafi húsnæðisstuðning og barnabætur. Í mörg, mörg ár höfum við vakið athygli stjórnvalda á því að fátækt skapi sífellt tvandamál og því verði að breyta. Ekki gangi að þau sem aðeins eiga skjól sitt hjá stjórnvöldum og hafi framfærslu frá almannatryggingum sé haldið í svo mikilli fátækt að þau geti vart lifað. Nú loksins fyrir tilstuðlan þingmanns var unnin skýrsla um fátækt, enn ein skýrslan er á borð borin og stjórnvöld tala um einhverjar aðgerðir til næstu tveggja ára, um leið og þau friða samviskuna með því að henda í tekjulægsta hóp samfélagsins 2,5%, nokkrum krónum, í hækkun á lífeyri sem enn er langt undir lágmarkstekjum. Nú loks er viðurkennt að hér á landi búa tugþúsundir við fátækt. Fólk er svo fátækt og það elur börn sín upp í jaðarsetningu sem rífur af þeim tækifærin til að taka þátt í samfélaginu, svíður þau um framtíðardraumana og dæmir sömu leið og foreldrana, í fátækt. Ríkisstjórn síðustu sex ára hefur ekki breytt þeirri stöðu! Fyrir tveimur árum kom út skýrsla unnin af Vörðu fyrir ÖBÍ þar sem niðurstaðan var að 80% fatlaðs fólks átti erfitt með að láta enda ná saman og 44% bjuggu við skort á efnislegum gæðum, sem sagt fátækt. Enn stefnir niður á við. Þar kom einnig fram að fjöldi þeirra sem áttu ekki fyrir mánaðarlegum útgjöldum árið2009, í upphafi dýpstu kreppunnar, var enn sá sami 2021 eða 44%. Í dag, þrátt fyrir eitt mesta hagvaxtaskeið íslandssögunnar síðustu ár og nú 7% hagvöxt, breytist ekkert hjá þeim sem lifa á lífeyri almannatrygginga. Hér verður að setja punktinn. Stjórnvöld verða að grípa til aðgerða strax en ekki hunsa stöðuna og gera ekkert! Þau verða að stíga fram og takast á við verkefnið, það verður að hefja fatlað fólk upp úr þeirri fátækt sem því hefur verið búin af mörgum ríkisstjórnum undanfarinna ára. Stjórnvöld mega ekki skýla sér bak við kerfisbreytingar, sem nú er frestað um enn eitt árið. Fatlað fólk, fatlaðir öryrkjar og börn þeirra – eru án tækifæra, eru á hrakhólum á húsnæðismarkaði og eiga ekki fyrir hafragrautnum sem sumum þingmönnum þykir svo boðlegt að þessi hópur lifi á. Mannréttindi eru brotin á fötluðu fólki hvern einasta dag. Rétturinn til að taka þátt í samfélaginu er ekki til staðar, við þurfum viðhorfsbreytingu. Vanrækslan blasir við, fólk er vanrækt. Heilbrigðiskerfið er of dýrt og fólk neitar sér um læknisþjónustu, fer ekki til sjúkraþjálfara og fær engan aðang að geðheilbrigðisþjónustu. Komugjöld í heilbrigðisþjónustu eru lífeyristökum of dýr og ríkið spólar í sama hjólfarinu mánuð eftir mánuð, engin lausn í sjónmáli, og kostnaðurinn eykst á báða bóga. Vanræksla nú og síðustu ára kallar á dýrari aðgerðir síðar. Það nefnilega kostar mest að gera ekkert og það kostar að halda fólki í fátækt. Við lifum og hrærumst í umhverfi þar sem verðbólga er nær 10% og ríkisstjórnin hefur ákveðið að hækka lífeyri okkar um aðeins 2,5%. Staðan er hörmuleg og mikiðáhyggjuefni. Í þessari stöðu skapast aukin misskipting þar sem efnamikið fólk hefur mestan ávinning, á meðan þau sem verst standa berjast hvern einasta dag við að lifa af. Það er óréttlátt að svomikill ójöfuður sé milli þeirra auðugu og þeirra sem berjast við draga fram lífið á of fáum krónum. Við verðum að standa saman, hækka röddina ogkrefjast aðgerða frá ríkisstjórninni. Við öll sem samfélagið byggjum verðum að taka þátt í að breyta stefnunni, skapa umhverfi sem hefur jöfnuðí fyrirrúmi – þar sem öll njóta. Ójöfnuður má ekki þróast enn frekar. Þetta er viðfangsefni er allra, og við sem byggjum samfélagið þurfum að berjast fyrir því sem rétt er. Látum sjá okkur, Hækkum röddina og berjumst fyrir réttlæti og jöfnuði. Sköpum samfélag þar sem öll hafa jafnan og réttlátan aðgang að velsældinni sem boðuð er. Velsæld sem við öll eigum að njóta. Við erum öflug, við erum áhrifamikilog við munum skapa breytingar. Stöndum saman krefjumst réttlætis og jöfnuðar. Rísum upp! Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Húsnæðismál Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Ég veit ekki í hvaða samfélagi ég bý en í mínum heimi er staða örorkulífeyristaka á húsnæðismarkaði hörmuleg, afkomuöryggi þeirra ekkert, heilbrigðisþjónusta of dýr, matarkarfan tóm og skerðingar óhóflegar. Enn bíður fatlað fólk, veikt fólk, fólk sem fæðist fatlað og fólk sem hefur slasast á lífsleiðinni - eftir réttlætinu. Það er óréttlátt samfélag þar sem fjöldi fólks býr við skort, tugir þúsunda eða um 13% af þjóðinni, 48.000 manns eru undir lágtekjumörkum þrátt fyrir að sum hafi húsnæðisstuðning og barnabætur. Í mörg, mörg ár höfum við vakið athygli stjórnvalda á því að fátækt skapi sífellt tvandamál og því verði að breyta. Ekki gangi að þau sem aðeins eiga skjól sitt hjá stjórnvöldum og hafi framfærslu frá almannatryggingum sé haldið í svo mikilli fátækt að þau geti vart lifað. Nú loksins fyrir tilstuðlan þingmanns var unnin skýrsla um fátækt, enn ein skýrslan er á borð borin og stjórnvöld tala um einhverjar aðgerðir til næstu tveggja ára, um leið og þau friða samviskuna með því að henda í tekjulægsta hóp samfélagsins 2,5%, nokkrum krónum, í hækkun á lífeyri sem enn er langt undir lágmarkstekjum. Nú loks er viðurkennt að hér á landi búa tugþúsundir við fátækt. Fólk er svo fátækt og það elur börn sín upp í jaðarsetningu sem rífur af þeim tækifærin til að taka þátt í samfélaginu, svíður þau um framtíðardraumana og dæmir sömu leið og foreldrana, í fátækt. Ríkisstjórn síðustu sex ára hefur ekki breytt þeirri stöðu! Fyrir tveimur árum kom út skýrsla unnin af Vörðu fyrir ÖBÍ þar sem niðurstaðan var að 80% fatlaðs fólks átti erfitt með að láta enda ná saman og 44% bjuggu við skort á efnislegum gæðum, sem sagt fátækt. Enn stefnir niður á við. Þar kom einnig fram að fjöldi þeirra sem áttu ekki fyrir mánaðarlegum útgjöldum árið2009, í upphafi dýpstu kreppunnar, var enn sá sami 2021 eða 44%. Í dag, þrátt fyrir eitt mesta hagvaxtaskeið íslandssögunnar síðustu ár og nú 7% hagvöxt, breytist ekkert hjá þeim sem lifa á lífeyri almannatrygginga. Hér verður að setja punktinn. Stjórnvöld verða að grípa til aðgerða strax en ekki hunsa stöðuna og gera ekkert! Þau verða að stíga fram og takast á við verkefnið, það verður að hefja fatlað fólk upp úr þeirri fátækt sem því hefur verið búin af mörgum ríkisstjórnum undanfarinna ára. Stjórnvöld mega ekki skýla sér bak við kerfisbreytingar, sem nú er frestað um enn eitt árið. Fatlað fólk, fatlaðir öryrkjar og börn þeirra – eru án tækifæra, eru á hrakhólum á húsnæðismarkaði og eiga ekki fyrir hafragrautnum sem sumum þingmönnum þykir svo boðlegt að þessi hópur lifi á. Mannréttindi eru brotin á fötluðu fólki hvern einasta dag. Rétturinn til að taka þátt í samfélaginu er ekki til staðar, við þurfum viðhorfsbreytingu. Vanrækslan blasir við, fólk er vanrækt. Heilbrigðiskerfið er of dýrt og fólk neitar sér um læknisþjónustu, fer ekki til sjúkraþjálfara og fær engan aðang að geðheilbrigðisþjónustu. Komugjöld í heilbrigðisþjónustu eru lífeyristökum of dýr og ríkið spólar í sama hjólfarinu mánuð eftir mánuð, engin lausn í sjónmáli, og kostnaðurinn eykst á báða bóga. Vanræksla nú og síðustu ára kallar á dýrari aðgerðir síðar. Það nefnilega kostar mest að gera ekkert og það kostar að halda fólki í fátækt. Við lifum og hrærumst í umhverfi þar sem verðbólga er nær 10% og ríkisstjórnin hefur ákveðið að hækka lífeyri okkar um aðeins 2,5%. Staðan er hörmuleg og mikiðáhyggjuefni. Í þessari stöðu skapast aukin misskipting þar sem efnamikið fólk hefur mestan ávinning, á meðan þau sem verst standa berjast hvern einasta dag við að lifa af. Það er óréttlátt að svomikill ójöfuður sé milli þeirra auðugu og þeirra sem berjast við draga fram lífið á of fáum krónum. Við verðum að standa saman, hækka röddina ogkrefjast aðgerða frá ríkisstjórninni. Við öll sem samfélagið byggjum verðum að taka þátt í að breyta stefnunni, skapa umhverfi sem hefur jöfnuðí fyrirrúmi – þar sem öll njóta. Ójöfnuður má ekki þróast enn frekar. Þetta er viðfangsefni er allra, og við sem byggjum samfélagið þurfum að berjast fyrir því sem rétt er. Látum sjá okkur, Hækkum röddina og berjumst fyrir réttlæti og jöfnuði. Sköpum samfélag þar sem öll hafa jafnan og réttlátan aðgang að velsældinni sem boðuð er. Velsæld sem við öll eigum að njóta. Við erum öflug, við erum áhrifamikilog við munum skapa breytingar. Stöndum saman krefjumst réttlætis og jöfnuðar. Rísum upp! Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun