Fyrsti leiðsöguhundurinn á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. júní 2023 20:31 Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir á Selfossi og Hilda hafa verið mjög duglegar að æfa sig síðustu daga á Selfossi með aðstoð tveggja þjálfara. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrsti blindrahundurinn á Selfossi er nú komin til starfa en það er hún Hilda, sem er labrador og fjórtándi leiðsöguhundurinn á Íslandi. Hilda þarf að læra tuttugu og sex skipanir hjá notenda sínum. Fullþjálfaður leiðsöguhundur kostar um sex milljónir króna. Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari á Selfossi hefur verið í miklu æfingaprógrammi með Hildu síðustu daga á Selfossi með tveimur þjálfurum, íslenskum og frá Svíþjóð. Þjálfunin snýst mikið um það að fara yfir gangbrautir, ganga niður tröppur, fara í verslun með Hildur og þess háttar. Á meðan Hilda er með beislið á sér þá er hún í vinnunni og þá á alveg að láta hana vera, en þegar beislið er tekið af henni er hún frjálsari og þá má klappa henni með leyfi Ásdísar. „Ég er með augnsjúkdóm, sem stuðlar að því að sjónsviðið dregist alltaf meira og meira saman þannig að ég er mjög þröngsýn. Hilda hjálpar mér þá töluvert að komast áfram því ég á rosalega erfitt með að rata og að finna kantana, finna hvar göturnar eru og svo ekki sé minnst á að finna hvar hurðirnar eru, þannig að þetta er mikil hjálp fyrir mig,“ segir Ásdís. Hún segir að Hilda séu augun sín. „Já, það má segja það en það er auðvitað ég, sem ákveð hvert við förum og hún hjálpar mér að komast áfram.“ Ásdís og Hilda að versla saman í Krónunni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásdís segir frábært hvað þjálfunin með Hildu hefur gengið vel og hvað íbúar á Selfossi hafa tekið þeim vel, allir taka tillit til þeirra og hafa sýnt þeim mikla væntumþykju. Hilda kemur frá Svíþjóð og hefur fengið sérstaka þjálfun þar og þess má geta að hún verður tveggja ára á þjóðhátíðardaginn 17. júní. „Allir hundar eru magnaðir en þessir eru sérstakir. Þetta eru alveg einstakar skepnur og sinna hlutverki sínu mjög vel,“ segir Björk Arnardóttir, leiðsöguhundaþjálfari Sjónstöðvarinnar. Björk segir að fullþjálfaður leiðsöguhundur kosti á bilinu fimm til sex milljónir króna. „Svo er að koma í ágúst einn í viðbót, sem bætist þá við og verðum sá fimmtándi, sem við tökum inn,“ segir Björk. Björk Arnardóttir, leiðsöguhundaþjálfari Sjónstöðvarinnar, Sara Haraldson þjálfari frá Svíðþjóð og þær Ásdís Evlalía og Hilda að gæða sér á kaffisopa í nýja miðbænum á Selfossi eftir eina æfinguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Árborg Hundar Dýr Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari á Selfossi hefur verið í miklu æfingaprógrammi með Hildu síðustu daga á Selfossi með tveimur þjálfurum, íslenskum og frá Svíþjóð. Þjálfunin snýst mikið um það að fara yfir gangbrautir, ganga niður tröppur, fara í verslun með Hildur og þess háttar. Á meðan Hilda er með beislið á sér þá er hún í vinnunni og þá á alveg að láta hana vera, en þegar beislið er tekið af henni er hún frjálsari og þá má klappa henni með leyfi Ásdísar. „Ég er með augnsjúkdóm, sem stuðlar að því að sjónsviðið dregist alltaf meira og meira saman þannig að ég er mjög þröngsýn. Hilda hjálpar mér þá töluvert að komast áfram því ég á rosalega erfitt með að rata og að finna kantana, finna hvar göturnar eru og svo ekki sé minnst á að finna hvar hurðirnar eru, þannig að þetta er mikil hjálp fyrir mig,“ segir Ásdís. Hún segir að Hilda séu augun sín. „Já, það má segja það en það er auðvitað ég, sem ákveð hvert við förum og hún hjálpar mér að komast áfram.“ Ásdís og Hilda að versla saman í Krónunni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásdís segir frábært hvað þjálfunin með Hildu hefur gengið vel og hvað íbúar á Selfossi hafa tekið þeim vel, allir taka tillit til þeirra og hafa sýnt þeim mikla væntumþykju. Hilda kemur frá Svíþjóð og hefur fengið sérstaka þjálfun þar og þess má geta að hún verður tveggja ára á þjóðhátíðardaginn 17. júní. „Allir hundar eru magnaðir en þessir eru sérstakir. Þetta eru alveg einstakar skepnur og sinna hlutverki sínu mjög vel,“ segir Björk Arnardóttir, leiðsöguhundaþjálfari Sjónstöðvarinnar. Björk segir að fullþjálfaður leiðsöguhundur kosti á bilinu fimm til sex milljónir króna. „Svo er að koma í ágúst einn í viðbót, sem bætist þá við og verðum sá fimmtándi, sem við tökum inn,“ segir Björk. Björk Arnardóttir, leiðsöguhundaþjálfari Sjónstöðvarinnar, Sara Haraldson þjálfari frá Svíðþjóð og þær Ásdís Evlalía og Hilda að gæða sér á kaffisopa í nýja miðbænum á Selfossi eftir eina æfinguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.
Árborg Hundar Dýr Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira