Ræðukóngurinn ekki þekktur fyrir málgleði utan þingsalarins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júní 2023 13:13 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, varði samtals um 32 klukkustundum í ræðuhöld á Alþingi og hélt 293 ræður á nýafstöðnu þingi. Hann talaði manna mest. Vísir/Vilhelm Ræðukóngur liðins þingvetrar segir það ekki vera sérstakt markmið að tala sem mest í ræðupúlti Alþingis. Það hafi einfaldlega verið svo oft sem tilefni hafi verið til þess að taka til máls. Aðeins eitt þingmannamál stjórnarandstöðunnar var samþykkt á þessu 153. löggjafarþingi. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, varði samtals um 32 klukkustundum í ræðuhöld á Alþingi og hélt 293 ræður á nýafstöðnu þingi. Þessi samantekt eftir þingveturinn virtist koma honum eilítið á óvart. „Oh, þetta er nú ekki sjálfstætt markmið hjá mér, þetta bara einhvern veginn gerist. Fólk sem þekkir mig dagsdaglega myndi ekki giska á að ég myndi enda sem ræðukóngur. Ég er ekki þekktur fyrir að tala endilega neitt rosalega mikið,“ sagði Björn Leví sem svaraði því játandi þegar hann var spurður hvort hann væri frekar hlédrægur þegar hann væri ekki á Alþingi. Þingmenn Pírata verma efstu fjögur sætin á lista yfir þá þingmenn sem vörðu mestum tíma í ræðuhöld á Alþingi en lengsta umræðan var um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra en hún stóð samtals í rúmar 103 klukkustundir og voru þingmenn Pírata þar fremstir í flokki. „Óháð útlendingafrumvarpinu sem skýrir af hverju Píratarnir voru þarna frekar ofarlega þá er þetta svona, ég er ágætlega þekktur fyrir að segja eitthvað ef eitthvað bull er í gangi, þá hef ég mikinn áhuga á að benda á slíkt og með þessa blessuðu ríkisstjórn þá er bara svo mikið sem þarf að benda á að sé ekki alveg í lagi.“ Óhóflegt meirihlutavald liður í lýðræðisþynningu Aðeins eitt frumvarp frá stjórnarandstöðunni var samþykkt á liðnum þingvetri en Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar var framsögumaður frumvarps um að banna svokallaðar bælingarmeðferðir. Samþykkt þingmannamál meirihlutans voru þá síst mörg, annars vegar þingsályktunartillaga Diljár Mistar Einarsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins um hungursneyð í Úkraínu og hins vegar mál forseta Alþingis um ríkisendurskoðanda. Björn Leví segir óhóflegt meirihlutavald vera lið í lýðræðisþynningu. „Mér finnst það frekar óþægilegt einkenni alþingis. Þetta er meirihlutavaldið í hnotskurn eins og það er stundað. Það er hægt að gera þetta öðruvísi en einhvern veginn gefur meirihlutinn sér ekki tíma til að kynna sér þingmannamál stjórnarandstöðu,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Alþingi Píratar Tengdar fréttir Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra lang fyrirferðarmesta málið Alls voru haldnir 123 þingfundir á 153. löggjafarþingi, sem lauk á föstudag. Þingfundadagar voru 105 og stóðu þingfundirnir í samtals 659 og hálfa klukkustund. 12. júní 2023 07:03 Mikilvægt og löngu tímabært skref að banna bælingarmeðferðir Frumvarp sem gerir svokallaðar bælingarmeðferðir refsiverðar var samþykkt með miklum meirihluta á Alþingi í gær. Formaður Samtakanna 78 segir það gríðarlega mikilvægt og löngu tímabært skref. 10. júní 2023 13:37 Fjöldi mála afgreiddur á lokadegi þings fyrir sumarleyfi Sautján mál verða að öllum líkindum að lögum frá Alþingi í dag. Umfangsmesta málið er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára, frumvarp dómsmálaráðherra um dvalarleyfi útlendinga og frumvarp sem dregur úr launahækkunum æðstu embættismanna. 9. júní 2023 13:30 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, varði samtals um 32 klukkustundum í ræðuhöld á Alþingi og hélt 293 ræður á nýafstöðnu þingi. Þessi samantekt eftir þingveturinn virtist koma honum eilítið á óvart. „Oh, þetta er nú ekki sjálfstætt markmið hjá mér, þetta bara einhvern veginn gerist. Fólk sem þekkir mig dagsdaglega myndi ekki giska á að ég myndi enda sem ræðukóngur. Ég er ekki þekktur fyrir að tala endilega neitt rosalega mikið,“ sagði Björn Leví sem svaraði því játandi þegar hann var spurður hvort hann væri frekar hlédrægur þegar hann væri ekki á Alþingi. Þingmenn Pírata verma efstu fjögur sætin á lista yfir þá þingmenn sem vörðu mestum tíma í ræðuhöld á Alþingi en lengsta umræðan var um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra en hún stóð samtals í rúmar 103 klukkustundir og voru þingmenn Pírata þar fremstir í flokki. „Óháð útlendingafrumvarpinu sem skýrir af hverju Píratarnir voru þarna frekar ofarlega þá er þetta svona, ég er ágætlega þekktur fyrir að segja eitthvað ef eitthvað bull er í gangi, þá hef ég mikinn áhuga á að benda á slíkt og með þessa blessuðu ríkisstjórn þá er bara svo mikið sem þarf að benda á að sé ekki alveg í lagi.“ Óhóflegt meirihlutavald liður í lýðræðisþynningu Aðeins eitt frumvarp frá stjórnarandstöðunni var samþykkt á liðnum þingvetri en Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar var framsögumaður frumvarps um að banna svokallaðar bælingarmeðferðir. Samþykkt þingmannamál meirihlutans voru þá síst mörg, annars vegar þingsályktunartillaga Diljár Mistar Einarsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins um hungursneyð í Úkraínu og hins vegar mál forseta Alþingis um ríkisendurskoðanda. Björn Leví segir óhóflegt meirihlutavald vera lið í lýðræðisþynningu. „Mér finnst það frekar óþægilegt einkenni alþingis. Þetta er meirihlutavaldið í hnotskurn eins og það er stundað. Það er hægt að gera þetta öðruvísi en einhvern veginn gefur meirihlutinn sér ekki tíma til að kynna sér þingmannamál stjórnarandstöðu,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Alþingi Píratar Tengdar fréttir Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra lang fyrirferðarmesta málið Alls voru haldnir 123 þingfundir á 153. löggjafarþingi, sem lauk á föstudag. Þingfundadagar voru 105 og stóðu þingfundirnir í samtals 659 og hálfa klukkustund. 12. júní 2023 07:03 Mikilvægt og löngu tímabært skref að banna bælingarmeðferðir Frumvarp sem gerir svokallaðar bælingarmeðferðir refsiverðar var samþykkt með miklum meirihluta á Alþingi í gær. Formaður Samtakanna 78 segir það gríðarlega mikilvægt og löngu tímabært skref. 10. júní 2023 13:37 Fjöldi mála afgreiddur á lokadegi þings fyrir sumarleyfi Sautján mál verða að öllum líkindum að lögum frá Alþingi í dag. Umfangsmesta málið er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára, frumvarp dómsmálaráðherra um dvalarleyfi útlendinga og frumvarp sem dregur úr launahækkunum æðstu embættismanna. 9. júní 2023 13:30 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra lang fyrirferðarmesta málið Alls voru haldnir 123 þingfundir á 153. löggjafarþingi, sem lauk á föstudag. Þingfundadagar voru 105 og stóðu þingfundirnir í samtals 659 og hálfa klukkustund. 12. júní 2023 07:03
Mikilvægt og löngu tímabært skref að banna bælingarmeðferðir Frumvarp sem gerir svokallaðar bælingarmeðferðir refsiverðar var samþykkt með miklum meirihluta á Alþingi í gær. Formaður Samtakanna 78 segir það gríðarlega mikilvægt og löngu tímabært skref. 10. júní 2023 13:37
Fjöldi mála afgreiddur á lokadegi þings fyrir sumarleyfi Sautján mál verða að öllum líkindum að lögum frá Alþingi í dag. Umfangsmesta málið er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára, frumvarp dómsmálaráðherra um dvalarleyfi útlendinga og frumvarp sem dregur úr launahækkunum æðstu embættismanna. 9. júní 2023 13:30