Enn og aftur ráðist á opinbera vefi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júní 2023 11:28 Guðmundur Arnar Sigmundsson er forstöðumaður CERT-IS. vísir/arnar Netárásir voru gerðar í morgun á nokkra stjórnsýsluvefi, þar á meðal vef Alþingis, Stjórnarráðsins og Hæstaréttar. Forstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS segir sama hóp að baki árásunum og stóð að netárásum á meðan leiðtogafundur Evrópuráðsins fór fram í maí. „Það eru ýmsir stjórnsýlsuvefir sem fóru niður í kjölfarið á árasum sem er verið að greina. Þetta eru álagsárásir eins og í kringum leiðtogafundinn og sami hópur að baki,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstjóri CERT-IS í samtali við Vísi. Búið sé að virkja samhæfingu og eru rekstraraðilar eru að reyna að ná utan um sjálfvirkar varnir. „Árásaaðilar eru að prófa blægrigðamun til að komast framhjá vörnum. Þá þarf oft að bregðast handvirkt við, en það ætti að fjara undan þessu á næstu mínútum,“ segur Guðmundur Arnar. Áhersla virðist vera á stjórnsýsluvefi; vef Hæstaréttar, Stjórnarráðsins, Alþingisvefi og Seðlabankans. Auk þeirra varð vefur Certis fyrir árás og fleiri sem Guðmundur á eftir að fá staðfest. Hann vill samt sem áður ekki veita árásunum of mikla athygli. „Þessir hópar elska athyglina. Þeir söfnuðu saman umræðu í íslenskum fjölmiðlum um hvað það hafi gengið „vel“, jafnvel þó að það hafi eki gengið neitt sérstaklega vel,“ segir Guðmundur. Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) lýsti í maí yfir ábyrgð á netárásum á íslenska vefi í dag að því fram kemur í tilkynningu frá CERT-IS, í henni er NoName057(16) kallaður ógnarhópur. Hópurinn er hliðhollur Rússlandi en ekki hefur verið sýnt fram á að hópurinn sé fjármagnaður af rússneskum stjórnvöldum. „En samhæfing gengur vel og almenningur þarf ekki að hafa áhyggjur, en ég ítreka að hafa varann á sérstaklega, þegar þarf að auðkenna sig,“ segir Guðmundur að lokum. Alþingi Netöryggi Netglæpir Tölvuárásir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Rússland Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Vel hefur gengið að verjast netárásum Svokallaðar álagsáraásir á netþjóna íslenskra fyrirtækja og stofnana hafa haldið áfram í dag en vefur Isavia lá niðri um skamma stund í morgun. Sviðsstjóri hjá netöryggissveitinni CERT-IS segir að vel hafi gengið að verjast þessum árásum. 17. maí 2023 13:32 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
„Það eru ýmsir stjórnsýlsuvefir sem fóru niður í kjölfarið á árasum sem er verið að greina. Þetta eru álagsárásir eins og í kringum leiðtogafundinn og sami hópur að baki,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstjóri CERT-IS í samtali við Vísi. Búið sé að virkja samhæfingu og eru rekstraraðilar eru að reyna að ná utan um sjálfvirkar varnir. „Árásaaðilar eru að prófa blægrigðamun til að komast framhjá vörnum. Þá þarf oft að bregðast handvirkt við, en það ætti að fjara undan þessu á næstu mínútum,“ segur Guðmundur Arnar. Áhersla virðist vera á stjórnsýsluvefi; vef Hæstaréttar, Stjórnarráðsins, Alþingisvefi og Seðlabankans. Auk þeirra varð vefur Certis fyrir árás og fleiri sem Guðmundur á eftir að fá staðfest. Hann vill samt sem áður ekki veita árásunum of mikla athygli. „Þessir hópar elska athyglina. Þeir söfnuðu saman umræðu í íslenskum fjölmiðlum um hvað það hafi gengið „vel“, jafnvel þó að það hafi eki gengið neitt sérstaklega vel,“ segir Guðmundur. Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) lýsti í maí yfir ábyrgð á netárásum á íslenska vefi í dag að því fram kemur í tilkynningu frá CERT-IS, í henni er NoName057(16) kallaður ógnarhópur. Hópurinn er hliðhollur Rússlandi en ekki hefur verið sýnt fram á að hópurinn sé fjármagnaður af rússneskum stjórnvöldum. „En samhæfing gengur vel og almenningur þarf ekki að hafa áhyggjur, en ég ítreka að hafa varann á sérstaklega, þegar þarf að auðkenna sig,“ segir Guðmundur að lokum.
Alþingi Netöryggi Netglæpir Tölvuárásir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Rússland Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Vel hefur gengið að verjast netárásum Svokallaðar álagsáraásir á netþjóna íslenskra fyrirtækja og stofnana hafa haldið áfram í dag en vefur Isavia lá niðri um skamma stund í morgun. Sviðsstjóri hjá netöryggissveitinni CERT-IS segir að vel hafi gengið að verjast þessum árásum. 17. maí 2023 13:32 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Vel hefur gengið að verjast netárásum Svokallaðar álagsáraásir á netþjóna íslenskra fyrirtækja og stofnana hafa haldið áfram í dag en vefur Isavia lá niðri um skamma stund í morgun. Sviðsstjóri hjá netöryggissveitinni CERT-IS segir að vel hafi gengið að verjast þessum árásum. 17. maí 2023 13:32