Einstefnugata eða stefna í báðar áttir? Jasmina Vajzović Crnac skrifar 14. júní 2023 08:31 Fjölmenning og inngildin er ekki einstefnugata þar sem innflytjendur eða flóttafólk þurfa að aðlagast öllum gildum samfélagsins sem þau flytja í. Hér um ræðir Ísland, þar sem við búum hér, en málið snýst ekki endilega um það. Málið snýst um að þeir sem flytja til landsins þurfa að fá stuðning, skilning og tíma til að læra á nýtt samfélag. Við hin sem búum hér nú þegar þurfum að leiðbeina og sýna tillitsemi á meðan þau læra hvernig samfélagið virkar. Í kjölfarið fer fólkið að taka þátt í samfélaginu á þeirra eigin forsendum. Þegar að því kemur verðum við hin að vera með opinn huga og taka vel á móti þeim, með öllum þeim fjölbreytileika sem fylgir. Þá fyrst verðum við virkir þátttakendur í samtali um inngildingu. Þá loksins verðum við tilbúin að læra af þeim og bera virðingu fyrir öðruvísi nálgun. Af hverju? Jú til að verða víðsýnni, til að útiloka ekki fólk, til að læra nýja hluti og lengi má áfram telja. Við verðum að skilja aðallir þeir sem koma hingað til landsins hafa sín gildi og sinn bakgrunn frá sínu heimalandi. Þau hafa sjálfið sitt. Þau geta ekki lokað á það eða hent öllu sjálfinu burt um leið og þau stíga fæti úr flugvélinni einungis vegna þess að þau fluttu til Íslands. Við þurfum að þróa sjálfið okkar í nýju samfélagi. Við þurfum að bíða og læra. Taka tillit til, virða, sýna kærleik og fyrst og fremst vera góð við hvort annað þó gildi okkar eru ólík. Þannig virkar fjölmenning. Hún gengur i báðar áttir. Þessi mál eru mér kær því við getum lært svo margt gott, jákvætt og betrumbætt okkur á svo mörgum sviðum. Við getum verið til fyrirmyndar. Það er alltof oft sem við viljum endilega bera okkur saman við önnur lönd og alltof oft gerum við sömu mistök og þau í þessum málaflokki. Hér á Íslandi skortir kjark, þor og metnað að gera betur og prófaæ nýja leiðir. Ef hlutirnir virka ekki til að mynda á Norðurlöndunum í ákveðnum málaflokkum af hverju ættum við á Íslandi að fylgja þeim? Ég hef reynslu og þekkingu og að ég hef ekki afneitað mínu sjálfi til þess að þóknast öðrum eða nýju samfélagi. Ég hef ákveðið taka því góða úr báðum samfélögum sem ég hef alist upp og byggt mitt líf að ég lífi (undarlega) góðu lifi. Það góðu lifi að hvorgi Íslendingum né mínum samlöndum finnst ég vera öðruvísi (nema auðvitað þeim sem skilja mig ekki). Börnin, maki min, vini og fjölskylda fyrir vikið eru mun sterkari einstaklingar, viðsynari því þau læra um allskonar. Ég nefnilega ólst upp í alvöru fjölmenningasamfelagi og þá þekkingu yfirfæri ég á fólk í kringum mig. Þannig læra þau og ég um allskonar og eru mun líklegri til að vera skilningsrík og viðsyn fyrir víkið Höfundur er innflytjandi, flóttakona, stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í málefnum flóttafólks og innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmenning Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Jasmina Vajzović Crnac Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmenning og inngildin er ekki einstefnugata þar sem innflytjendur eða flóttafólk þurfa að aðlagast öllum gildum samfélagsins sem þau flytja í. Hér um ræðir Ísland, þar sem við búum hér, en málið snýst ekki endilega um það. Málið snýst um að þeir sem flytja til landsins þurfa að fá stuðning, skilning og tíma til að læra á nýtt samfélag. Við hin sem búum hér nú þegar þurfum að leiðbeina og sýna tillitsemi á meðan þau læra hvernig samfélagið virkar. Í kjölfarið fer fólkið að taka þátt í samfélaginu á þeirra eigin forsendum. Þegar að því kemur verðum við hin að vera með opinn huga og taka vel á móti þeim, með öllum þeim fjölbreytileika sem fylgir. Þá fyrst verðum við virkir þátttakendur í samtali um inngildingu. Þá loksins verðum við tilbúin að læra af þeim og bera virðingu fyrir öðruvísi nálgun. Af hverju? Jú til að verða víðsýnni, til að útiloka ekki fólk, til að læra nýja hluti og lengi má áfram telja. Við verðum að skilja aðallir þeir sem koma hingað til landsins hafa sín gildi og sinn bakgrunn frá sínu heimalandi. Þau hafa sjálfið sitt. Þau geta ekki lokað á það eða hent öllu sjálfinu burt um leið og þau stíga fæti úr flugvélinni einungis vegna þess að þau fluttu til Íslands. Við þurfum að þróa sjálfið okkar í nýju samfélagi. Við þurfum að bíða og læra. Taka tillit til, virða, sýna kærleik og fyrst og fremst vera góð við hvort annað þó gildi okkar eru ólík. Þannig virkar fjölmenning. Hún gengur i báðar áttir. Þessi mál eru mér kær því við getum lært svo margt gott, jákvætt og betrumbætt okkur á svo mörgum sviðum. Við getum verið til fyrirmyndar. Það er alltof oft sem við viljum endilega bera okkur saman við önnur lönd og alltof oft gerum við sömu mistök og þau í þessum málaflokki. Hér á Íslandi skortir kjark, þor og metnað að gera betur og prófaæ nýja leiðir. Ef hlutirnir virka ekki til að mynda á Norðurlöndunum í ákveðnum málaflokkum af hverju ættum við á Íslandi að fylgja þeim? Ég hef reynslu og þekkingu og að ég hef ekki afneitað mínu sjálfi til þess að þóknast öðrum eða nýju samfélagi. Ég hef ákveðið taka því góða úr báðum samfélögum sem ég hef alist upp og byggt mitt líf að ég lífi (undarlega) góðu lifi. Það góðu lifi að hvorgi Íslendingum né mínum samlöndum finnst ég vera öðruvísi (nema auðvitað þeim sem skilja mig ekki). Börnin, maki min, vini og fjölskylda fyrir vikið eru mun sterkari einstaklingar, viðsynari því þau læra um allskonar. Ég nefnilega ólst upp í alvöru fjölmenningasamfelagi og þá þekkingu yfirfæri ég á fólk í kringum mig. Þannig læra þau og ég um allskonar og eru mun líklegri til að vera skilningsrík og viðsyn fyrir víkið Höfundur er innflytjandi, flóttakona, stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í málefnum flóttafólks og innflytjenda.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun