Hægri hönd téténska einræðisherrans sagður hafa særst Samúel Karl Ólason skrifar 14. júní 2023 14:35 Adam Delimkhanov stendur hér fyrir aftan Ramzan Kadyrov, einræðisherra Téténíu. EPA/MIKHAIL METZEL Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í dag að fregnir af því að rússneskur þingmaður og náinn bandamaður Ramzans Kadyrov, einræðisherra Téténíu, hefði særst í Úkraínu væru áhyggjuefni. Adam Delimkhanov, sem lýst hefur verið sem hægri hönd Kadyrov, var sagður hafa særst í árás Úkraínumanna. Peskóv sagði að réttast væri að bíða eftir réttum upplýsingum en Rússar hafa í kjölfarið sagt að Delimkhanov sé við hestaheilsu. Fregnir höfðu einnig borist af því að hundruð rússneskra hermanna hafi verið á staðnum, samkvæmt rússneskum herbloggurum, en lítið hefur verið staðfest í þessum málum. BBC vitnaði í miðil sem rekinn er af Varnarmálaráðuneyti Rússlands, en þar var Delimkhanov sagður hafa særst í árás. Kadyrov sjálfur skrifaði á Telegram í morgun að hann hefði ekki náð sambandi við Delimkhanov og bað um aðstoð. Seinna skrifaði hann svo að hann hefði talað við vin sinn og að hann væri ekki einu sinni særður. Þá sagðist Kadyrov hafa vitað að svo væri áður en hann birti fyrri færsluna og markmið hans hefði verið að koma óorði í úkraínska fjölmiðla, sem hefðu fjallað um hina meintu árás í morgun. Þá sagði Kadyrov ekki satt að nærri því tvö hundruð hermenn hefðu verið felldir. Herbloggarar sögðu frá árásinni Rússneskir herbloggarar sögðu fyrstir frá þessari meintu árás í morgun og að hún hefði átt sér stað nærri Kremmina í austurhluta Úkraínu. Sagan sem þeir sögðu var að fjölmargir hermenn hefðu verið kallaðir saman til að hlusta á ræðu herforingja og hefðu verið látnir bíða í tvær klukkustundir. Herbloggararnir sögðu að HIMARS-eldflaugar hefðu mætt á undan herforingjanum. Úkraínskur blaðamaður hélt því svo fram að Delimkhanov hefði særst í árás á mánudaginn og það í Prymorsk í Sapórisjía. Sakaði Prigozhin um að leka upplýsingum Meðal þeirra sem tjáðu sig um málið á samfélagsmiðlum var Roman Venevitin, undirofursti í rússneska hernum. Hann skrifaði á Telegram að Yevgeny Prigozhin, auðjöfurinn sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, hefði viljað hefna sín á Kadyrov og látið Úkraínumenn fá upplýsingar um hina meintu samkomu rússneskra hermanna nærri Kremmina. Glöggir lesendur muna ef til vill eftir því að Venevitin var nýverið handsamaður og barinn af málaliðum Wagner. Þeir tóku svo upp myndband af Venevitin þar sem hann sagðist hafa skipað hermönnum sínum að skjóta á málaliðana og að hann hefði verið ölvaður. Venevitin sagði Delimkhanov vera alvarlega særðan og að árásin hefði valdið miklu mannfalli. Þá vísaði ofurstinn til þess fregna um að Prigozhin hefði áður átt í samskiptum við Úkraínumenn og sakaði hann um landráð. Fregnir bárust af því í síðasta mánuði að Prigozhin hefði sett sig í samband við leyniþjónustu Úkraínu og boðist til að gefa upp staðsetningar rússneskra hermanna í skiptum fyrir það að Úkraínumenn hörfuðu frá Bakhmut. Þetta byggði á hinum svokallaða Discord leka, þar sem starfsmaður þjóðvarðliðs Bandaríkjanna birti myndir af leynilegum gögnum á Discord-spjallborði. Tveir úkraínskir embættismenn héldu því svo fram við Washington Post að auðjöfurinn hefði verið í samskiptum við Úkraínumenn en boðum hans hafi verið hafnað. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Úkraínumenn og Svíar sitja enn á hliðarlínu Atlantshafsbandalagsins Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins munu ekki leggja fram tímasetta áætlun um inngöngu Úkraínu á næstu ráðstefnu Nató í Vilníus í júlí heldur lofa styttra umsóknarferli þegar Úkraína fær boð um inngöngu, einhvern tímann þegar átökunum í landinu er lokið. 14. júní 2023 12:23 Segir Rússa hafa misst 54 skriðdreka á nokkrum dögum Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í skyn að hann myndi skipa rússneska hernum að ráðast aftur inn í norðurhluta Úkraínu. Hann hélt því fram að Úkraínumenn hefðu orðið fyrir gífurlegu mannfalli í gagnsókn þeirra, sem er nýhafin í suður- og austurhluta Úkraínu. 13. júní 2023 17:15 Gerðu loftárás á heimabæ Selenskís Þrír létust og tuttugu og fimm særðust í loftárásum Rússa á úkraínska bæinn Kryvyi Rih í nótt. 13. júní 2023 07:39 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Peskóv sagði að réttast væri að bíða eftir réttum upplýsingum en Rússar hafa í kjölfarið sagt að Delimkhanov sé við hestaheilsu. Fregnir höfðu einnig borist af því að hundruð rússneskra hermanna hafi verið á staðnum, samkvæmt rússneskum herbloggurum, en lítið hefur verið staðfest í þessum málum. BBC vitnaði í miðil sem rekinn er af Varnarmálaráðuneyti Rússlands, en þar var Delimkhanov sagður hafa særst í árás. Kadyrov sjálfur skrifaði á Telegram í morgun að hann hefði ekki náð sambandi við Delimkhanov og bað um aðstoð. Seinna skrifaði hann svo að hann hefði talað við vin sinn og að hann væri ekki einu sinni særður. Þá sagðist Kadyrov hafa vitað að svo væri áður en hann birti fyrri færsluna og markmið hans hefði verið að koma óorði í úkraínska fjölmiðla, sem hefðu fjallað um hina meintu árás í morgun. Þá sagði Kadyrov ekki satt að nærri því tvö hundruð hermenn hefðu verið felldir. Herbloggarar sögðu frá árásinni Rússneskir herbloggarar sögðu fyrstir frá þessari meintu árás í morgun og að hún hefði átt sér stað nærri Kremmina í austurhluta Úkraínu. Sagan sem þeir sögðu var að fjölmargir hermenn hefðu verið kallaðir saman til að hlusta á ræðu herforingja og hefðu verið látnir bíða í tvær klukkustundir. Herbloggararnir sögðu að HIMARS-eldflaugar hefðu mætt á undan herforingjanum. Úkraínskur blaðamaður hélt því svo fram að Delimkhanov hefði særst í árás á mánudaginn og það í Prymorsk í Sapórisjía. Sakaði Prigozhin um að leka upplýsingum Meðal þeirra sem tjáðu sig um málið á samfélagsmiðlum var Roman Venevitin, undirofursti í rússneska hernum. Hann skrifaði á Telegram að Yevgeny Prigozhin, auðjöfurinn sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, hefði viljað hefna sín á Kadyrov og látið Úkraínumenn fá upplýsingar um hina meintu samkomu rússneskra hermanna nærri Kremmina. Glöggir lesendur muna ef til vill eftir því að Venevitin var nýverið handsamaður og barinn af málaliðum Wagner. Þeir tóku svo upp myndband af Venevitin þar sem hann sagðist hafa skipað hermönnum sínum að skjóta á málaliðana og að hann hefði verið ölvaður. Venevitin sagði Delimkhanov vera alvarlega særðan og að árásin hefði valdið miklu mannfalli. Þá vísaði ofurstinn til þess fregna um að Prigozhin hefði áður átt í samskiptum við Úkraínumenn og sakaði hann um landráð. Fregnir bárust af því í síðasta mánuði að Prigozhin hefði sett sig í samband við leyniþjónustu Úkraínu og boðist til að gefa upp staðsetningar rússneskra hermanna í skiptum fyrir það að Úkraínumenn hörfuðu frá Bakhmut. Þetta byggði á hinum svokallaða Discord leka, þar sem starfsmaður þjóðvarðliðs Bandaríkjanna birti myndir af leynilegum gögnum á Discord-spjallborði. Tveir úkraínskir embættismenn héldu því svo fram við Washington Post að auðjöfurinn hefði verið í samskiptum við Úkraínumenn en boðum hans hafi verið hafnað.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Úkraínumenn og Svíar sitja enn á hliðarlínu Atlantshafsbandalagsins Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins munu ekki leggja fram tímasetta áætlun um inngöngu Úkraínu á næstu ráðstefnu Nató í Vilníus í júlí heldur lofa styttra umsóknarferli þegar Úkraína fær boð um inngöngu, einhvern tímann þegar átökunum í landinu er lokið. 14. júní 2023 12:23 Segir Rússa hafa misst 54 skriðdreka á nokkrum dögum Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í skyn að hann myndi skipa rússneska hernum að ráðast aftur inn í norðurhluta Úkraínu. Hann hélt því fram að Úkraínumenn hefðu orðið fyrir gífurlegu mannfalli í gagnsókn þeirra, sem er nýhafin í suður- og austurhluta Úkraínu. 13. júní 2023 17:15 Gerðu loftárás á heimabæ Selenskís Þrír létust og tuttugu og fimm særðust í loftárásum Rússa á úkraínska bæinn Kryvyi Rih í nótt. 13. júní 2023 07:39 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Úkraínumenn og Svíar sitja enn á hliðarlínu Atlantshafsbandalagsins Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins munu ekki leggja fram tímasetta áætlun um inngöngu Úkraínu á næstu ráðstefnu Nató í Vilníus í júlí heldur lofa styttra umsóknarferli þegar Úkraína fær boð um inngöngu, einhvern tímann þegar átökunum í landinu er lokið. 14. júní 2023 12:23
Segir Rússa hafa misst 54 skriðdreka á nokkrum dögum Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í skyn að hann myndi skipa rússneska hernum að ráðast aftur inn í norðurhluta Úkraínu. Hann hélt því fram að Úkraínumenn hefðu orðið fyrir gífurlegu mannfalli í gagnsókn þeirra, sem er nýhafin í suður- og austurhluta Úkraínu. 13. júní 2023 17:15
Gerðu loftárás á heimabæ Selenskís Þrír létust og tuttugu og fimm særðust í loftárásum Rússa á úkraínska bæinn Kryvyi Rih í nótt. 13. júní 2023 07:39