Ljóstrar upp um ástæður andremmu og lausnir við henni Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. júní 2023 17:05 Íris Þórsdóttir, tannlæknir, segir auðveldlega hægt að losna við andremmu og það eigi ekki að vera neitt feimnismál. Aðsent Tannlæknir segir nokkrar ástæður geta verið fyrir andremmu en aðalorsökin séu bakteríur. Fólk veigri sér oft við að benda öðrum á andremmu en það eigi ekki að vera feimnismál. Hægt sé að losna við hana með góðri munnhirðu og þar sé tannþráðurinn lykilatriði. Íris Þórsdóttir, tannlæknir, mætti í Reykjavík síðdegis til að ræða um andremmu og hvernig megi losna við hana. Hvað veldur andfýlu? „Andfýla, andremma, er mjög hvimleitt og viðkvæmt mál oft og tíðum, sérstaklega í nánum samböndum. Það geta verið nokkrar ástæður fyrir þessu. Margar þeirra eru tengdar munnholinu, maganum og svo eru dæmi um aðrar orsakir. Aðalorsökin eru bakteríur,“ sagði Íris. „Oftast eru þetta bakteríur sem eru ekki hrifnir af súrefni, þannig þær liggja niður með tönnunum undir tannholdi. Ef við erum mikið af tannholdsbólgum eða tannsteini þá geta þessar bakteríur lifað góðu lífi þarna undir.“ Tyggjó hressir en leysir ekki vandamálið Til að losna við bakteríurnar og þar með andremmuna segir Íris nauðsynlegt að halda góðri munnhirðu, bursta tennur og nota tannþráð. En hvernig er hægt að drepa þær, með góðu móti? „Þá þurfum við að hreinsa tannsteininn til að ná niður bólgunni og þannig reyna að hreinsa upp svæðið þannig það sé lítið sem ekkert af þessum bakteríum. Það er oftast gert hjá tannlækni,“ sagði Íris. „Hins vegar getum við auðvitað bara verið með góða munnhirðu, tannburstað vel og notað tannþráð vegna þess að á milli tannanna grasserar þetta oft. Tannþráðurinn er lykilatriði í þessu og svo eru líka til munnskol sem geta hjálpað. En þetta þarf í rauninni allt þrennt að fara saman.“ En tyggjó eftir máltíð? „Tyggjó er frábært, það er frískandi en leysir kannski ekki orsökina,“ sagði hún. Fólk sem fasti glími oft við andremmu Fólk sem glími við andremmu eigi að leita til tannlæknis segir Íris. Þeir sem fasti geti verið með andremmu í marga mánuði áður en munnholið venst föstunni. „Ég mundi segja að ef einhver er í þessari stöðu eða á maka í þessari stöðu að leita til tannlæknis til að finna orsökina.“ „Svo er líka eitt svolítið merkilegt og það er ef fólk er að fasta, eins og svo margir eru að gera núna, þá getur komið lykt úr meltingarveginum. Þetta er oft tímabundið ástand en getur tekið örfáa mánuði að jafnast,“ sagði Íris. Er hægt að greina vandamálið á einfaldan hátt? „Þetta er oftast bara greint í hefðbundnu eftirliti hjá tannlækni. Við byrjum á að skoða tannholdið, mjög oft er bólga í því. Stundum geta bakteríurnar legið á tungunni í skán og þá þarf að bursta tunguna,“ sagði hún. Af hverju vaknar maður svona andfúll? „Þegar við sofum er munnvatnsframleiðslan minni þannig þá skolast óhreinindin síður í burtu þannig þetta situr í kringum tennurnar af því það er ekki þessi náttúrulega hreinsun,“ sagði Íris um morgunandfýluna. Tannheilsa Heilbrigðismál Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Íris Þórsdóttir, tannlæknir, mætti í Reykjavík síðdegis til að ræða um andremmu og hvernig megi losna við hana. Hvað veldur andfýlu? „Andfýla, andremma, er mjög hvimleitt og viðkvæmt mál oft og tíðum, sérstaklega í nánum samböndum. Það geta verið nokkrar ástæður fyrir þessu. Margar þeirra eru tengdar munnholinu, maganum og svo eru dæmi um aðrar orsakir. Aðalorsökin eru bakteríur,“ sagði Íris. „Oftast eru þetta bakteríur sem eru ekki hrifnir af súrefni, þannig þær liggja niður með tönnunum undir tannholdi. Ef við erum mikið af tannholdsbólgum eða tannsteini þá geta þessar bakteríur lifað góðu lífi þarna undir.“ Tyggjó hressir en leysir ekki vandamálið Til að losna við bakteríurnar og þar með andremmuna segir Íris nauðsynlegt að halda góðri munnhirðu, bursta tennur og nota tannþráð. En hvernig er hægt að drepa þær, með góðu móti? „Þá þurfum við að hreinsa tannsteininn til að ná niður bólgunni og þannig reyna að hreinsa upp svæðið þannig það sé lítið sem ekkert af þessum bakteríum. Það er oftast gert hjá tannlækni,“ sagði Íris. „Hins vegar getum við auðvitað bara verið með góða munnhirðu, tannburstað vel og notað tannþráð vegna þess að á milli tannanna grasserar þetta oft. Tannþráðurinn er lykilatriði í þessu og svo eru líka til munnskol sem geta hjálpað. En þetta þarf í rauninni allt þrennt að fara saman.“ En tyggjó eftir máltíð? „Tyggjó er frábært, það er frískandi en leysir kannski ekki orsökina,“ sagði hún. Fólk sem fasti glími oft við andremmu Fólk sem glími við andremmu eigi að leita til tannlæknis segir Íris. Þeir sem fasti geti verið með andremmu í marga mánuði áður en munnholið venst föstunni. „Ég mundi segja að ef einhver er í þessari stöðu eða á maka í þessari stöðu að leita til tannlæknis til að finna orsökina.“ „Svo er líka eitt svolítið merkilegt og það er ef fólk er að fasta, eins og svo margir eru að gera núna, þá getur komið lykt úr meltingarveginum. Þetta er oft tímabundið ástand en getur tekið örfáa mánuði að jafnast,“ sagði Íris. Er hægt að greina vandamálið á einfaldan hátt? „Þetta er oftast bara greint í hefðbundnu eftirliti hjá tannlækni. Við byrjum á að skoða tannholdið, mjög oft er bólga í því. Stundum geta bakteríurnar legið á tungunni í skán og þá þarf að bursta tunguna,“ sagði hún. Af hverju vaknar maður svona andfúll? „Þegar við sofum er munnvatnsframleiðslan minni þannig þá skolast óhreinindin síður í burtu þannig þetta situr í kringum tennurnar af því það er ekki þessi náttúrulega hreinsun,“ sagði Íris um morgunandfýluna.
Tannheilsa Heilbrigðismál Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira