Fjórar sænskar borgir bítast um að fá að halda Eurovision Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2023 14:40 Loreen vann Eurovision í annað sinn þegar keppnin fór fram í Liverpool í Englandi í maí síðastliðinn. Hún hafði áður unnið keppnina með laginu Euphoria í Bakú í Aserbaídsjan árið 2012. EPA Frestur sænska ríkissjónvarpsins til að sækja um að fá að halda Eurovision í maí á næsta ári rann út á mánudaginn. Yfirvöld í fjórum sænskum borgum sendu inn umsóknir um að fá að halda keppnina. Sænskir fjölmiðlar segja að umsóknir hafi borist frá höfuðborginni Stokkhólmi, Gautaborg, Malmö og svo Örnskjöldsvik. Ljóst er að Svíar munu halda keppnina í maí á næsta ári eftir að Loreen og lag hennar Tattoo vann sigur í keppninni sem fram fór í Liverpool í Bretlandi fyrir um mánuði. Með sigrinum jöfnuðu Svíar met Íra með því að hafa unnið Eurovision sjö sinnum. Stokkhólmur: Yfirvöld í Stokkhólmi leggja til að keppnin verði haldin annað hvort á þjóðarleikvangnum Friends Arena eða þá Tele2 Arena. Eurovision hefur áður farið fram í Stokkhólmi árin 1975, 2000 og 2016. Gautaborg: Yfirvöld í Gautaborg leggja til að Eurovision fari fram í tónleika- íþróttahöllinni Scandinavium þar sem keppnin var haldin árið 1985. Margir eru á því að „röðin sé komin“ að Gautaborg, en aldur hallarinnar og hvort þak hennar þoli nauðsynlegan ljósabúnað í lofti hafa vakið upp spurningar. Malmö: Eurovision hefur áður verið haldin í Malmö árin 1992 og 2013, eftir sigra Carolu (Fångad av en stormvind) og Loreen (Euphoria). Lagt er til að keppnin verði haldin í Malmö Arena þar sem keppnin var síðast haldin 2013. Örnsköldsvik: Borgaryfirvöld í Örnsköldsvik leggja til að keppnin verði haldin í Hägglunds Arena sem oft hefur hýst undankvöld í Melodifestivalen, söngvakeppninni þar sem framlag Svía í Eurovision er valið. Ljóst er að að Örnsköldsvik, sem er að finna um fimm hundruð kílómetra norður af Stokkhólmi, gæti aldrei skaffað hótelgistingu fyrir alla gesti Eurovision. Bent er á að hægt væri að sigla skemmtiferðaskipum til borgarinnar til að hýsa liðið. Vonast er til að hægt verði að kynna síðar í sumar hvaða borg muni hýsa keppnina á næsta ári. Sigrar Svía í Eurovision: 1974: ABBA – Waterloo. 1984: Herrey's – Diggi-loo Diggy-ley. 1991: Carola – Fångad Av En Stormvind. 1999: Charlotte Nilsson – Take Me To Your Heaven. 2012: Loreen – Euphoria. 2015: Måns Zelmerlöw – Heroes. 2023: Loreen – Tattoo Svíþjóð Eurovision Mest lesið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira
Sænskir fjölmiðlar segja að umsóknir hafi borist frá höfuðborginni Stokkhólmi, Gautaborg, Malmö og svo Örnskjöldsvik. Ljóst er að Svíar munu halda keppnina í maí á næsta ári eftir að Loreen og lag hennar Tattoo vann sigur í keppninni sem fram fór í Liverpool í Bretlandi fyrir um mánuði. Með sigrinum jöfnuðu Svíar met Íra með því að hafa unnið Eurovision sjö sinnum. Stokkhólmur: Yfirvöld í Stokkhólmi leggja til að keppnin verði haldin annað hvort á þjóðarleikvangnum Friends Arena eða þá Tele2 Arena. Eurovision hefur áður farið fram í Stokkhólmi árin 1975, 2000 og 2016. Gautaborg: Yfirvöld í Gautaborg leggja til að Eurovision fari fram í tónleika- íþróttahöllinni Scandinavium þar sem keppnin var haldin árið 1985. Margir eru á því að „röðin sé komin“ að Gautaborg, en aldur hallarinnar og hvort þak hennar þoli nauðsynlegan ljósabúnað í lofti hafa vakið upp spurningar. Malmö: Eurovision hefur áður verið haldin í Malmö árin 1992 og 2013, eftir sigra Carolu (Fångad av en stormvind) og Loreen (Euphoria). Lagt er til að keppnin verði haldin í Malmö Arena þar sem keppnin var síðast haldin 2013. Örnsköldsvik: Borgaryfirvöld í Örnsköldsvik leggja til að keppnin verði haldin í Hägglunds Arena sem oft hefur hýst undankvöld í Melodifestivalen, söngvakeppninni þar sem framlag Svía í Eurovision er valið. Ljóst er að að Örnsköldsvik, sem er að finna um fimm hundruð kílómetra norður af Stokkhólmi, gæti aldrei skaffað hótelgistingu fyrir alla gesti Eurovision. Bent er á að hægt væri að sigla skemmtiferðaskipum til borgarinnar til að hýsa liðið. Vonast er til að hægt verði að kynna síðar í sumar hvaða borg muni hýsa keppnina á næsta ári. Sigrar Svía í Eurovision: 1974: ABBA – Waterloo. 1984: Herrey's – Diggi-loo Diggy-ley. 1991: Carola – Fångad Av En Stormvind. 1999: Charlotte Nilsson – Take Me To Your Heaven. 2012: Loreen – Euphoria. 2015: Måns Zelmerlöw – Heroes. 2023: Loreen – Tattoo
Sigrar Svía í Eurovision: 1974: ABBA – Waterloo. 1984: Herrey's – Diggi-loo Diggy-ley. 1991: Carola – Fångad Av En Stormvind. 1999: Charlotte Nilsson – Take Me To Your Heaven. 2012: Loreen – Euphoria. 2015: Måns Zelmerlöw – Heroes. 2023: Loreen – Tattoo
Svíþjóð Eurovision Mest lesið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira