Undirbúningur framkvæmda í uppnám Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. júní 2023 22:55 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Steingrímur Dúi Másson Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku. Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. Talsmaður Verndarsjóðs villtra laxastofna, sem var á meðal níu kærenda, fagnar niðurstöðunni og vonar að virkjunin sé núna úr sögunni. Rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2: Í ítarlegum úrskurði nefndarinnar kemur meðal annars fram að leyfisveitandinn Orkustofnun hafi, í ljósi umfangs framkvæmdanna, átt að fara í mun nánari athugun á leyfinu með hliðsjón af vatnaáætlun. „Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Undibúningur hefur auðvitað staðið mjög lengi, vandað mjög til hans og farið eftir tilmælum. Þannig það virðast hafa verið ágallar hjá Orkustofnun en við eigum eftir að kynna okkur þetta betur,“ segir Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar í samtali við fréttastofu. „Við vonum að þetta taki ekki of langan tíma. Það er ljóst að það verða seinkanir og það er slæmt þar sem það er þörf fyrir endurnýjanlegri orku í samfélaginu og svona framkvæmdir taka að minnsta kosti fjögur ár. Frekari seinkanir seinka þá því bara að það verði orka til afhendingar fyrir þau verkefni sem samfélagið vill ráðast í.“ Landsvirkjun hefur boðið út fyrstu undirbúningsáfanga framkvæmda við Hvammsvirkjun. Tilboð átti að opna strax í næstu viku og var stefnt að því að hefja framkvæmdir í næsta mánuði. „Markmiðið var að það yrði opnað í sumar og gengið til samninga til lægstbjóðanda. Við þurfum bara að meta stöðuna en þetta mun setja þetta allt í uppnám, geri ég ráð fyrir,“ segir Hörður. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir úrskurðinn koma eins og þrumu úr heiðskíru lofti og hann væri mikil vonbrigði. Strax yrði farið í það að greina stöðuna. Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Orkuskipti Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10 Orkustofnun hafi átt að fara í mun nánari athugun Úskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í dag úr gildi virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Í ítarlegum úrskurði nefndarinnar kemur meðal annars fram að Orkustofnun hafi, í ljósi umfangs framkvæmdanna, átt að fara í mun nánari athugun á leyfinu með hliðsjón af vatnaáætlun. 15. júní 2023 19:35 Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 14. júní 2023 20:08 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. Talsmaður Verndarsjóðs villtra laxastofna, sem var á meðal níu kærenda, fagnar niðurstöðunni og vonar að virkjunin sé núna úr sögunni. Rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2: Í ítarlegum úrskurði nefndarinnar kemur meðal annars fram að leyfisveitandinn Orkustofnun hafi, í ljósi umfangs framkvæmdanna, átt að fara í mun nánari athugun á leyfinu með hliðsjón af vatnaáætlun. „Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Undibúningur hefur auðvitað staðið mjög lengi, vandað mjög til hans og farið eftir tilmælum. Þannig það virðast hafa verið ágallar hjá Orkustofnun en við eigum eftir að kynna okkur þetta betur,“ segir Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar í samtali við fréttastofu. „Við vonum að þetta taki ekki of langan tíma. Það er ljóst að það verða seinkanir og það er slæmt þar sem það er þörf fyrir endurnýjanlegri orku í samfélaginu og svona framkvæmdir taka að minnsta kosti fjögur ár. Frekari seinkanir seinka þá því bara að það verði orka til afhendingar fyrir þau verkefni sem samfélagið vill ráðast í.“ Landsvirkjun hefur boðið út fyrstu undirbúningsáfanga framkvæmda við Hvammsvirkjun. Tilboð átti að opna strax í næstu viku og var stefnt að því að hefja framkvæmdir í næsta mánuði. „Markmiðið var að það yrði opnað í sumar og gengið til samninga til lægstbjóðanda. Við þurfum bara að meta stöðuna en þetta mun setja þetta allt í uppnám, geri ég ráð fyrir,“ segir Hörður. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir úrskurðinn koma eins og þrumu úr heiðskíru lofti og hann væri mikil vonbrigði. Strax yrði farið í það að greina stöðuna.
Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Orkuskipti Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10 Orkustofnun hafi átt að fara í mun nánari athugun Úskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í dag úr gildi virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Í ítarlegum úrskurði nefndarinnar kemur meðal annars fram að Orkustofnun hafi, í ljósi umfangs framkvæmdanna, átt að fara í mun nánari athugun á leyfinu með hliðsjón af vatnaáætlun. 15. júní 2023 19:35 Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 14. júní 2023 20:08 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10
Orkustofnun hafi átt að fara í mun nánari athugun Úskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í dag úr gildi virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Í ítarlegum úrskurði nefndarinnar kemur meðal annars fram að Orkustofnun hafi, í ljósi umfangs framkvæmdanna, átt að fara í mun nánari athugun á leyfinu með hliðsjón af vatnaáætlun. 15. júní 2023 19:35
Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 14. júní 2023 20:08