„Við bara getum ekki tekið við fleirum“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. júní 2023 12:06 Margrét Þórarinsdóttir er bæjarfulltrúi Umbótar í Reykjanesbæ. Vísir/Egill Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ segir bæinn kominn langt yfir þolmörk í móttöku flóttafólks. Töluverður órói er í bænum vegna ástandsins. „Við Íslendingar viljum almennt hjálpa þeim sem eru í neyð. En það er þekkt að við gerum betur við flóttamenn en aðrar þjóðir í Evrópu og það er ein ástæða þess að hingað streymir fólk sem aldrei fyrr. Og það streymir til Reykjanesbæjar,“ segir Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Umbótar í minnihluta bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra tók í sama streng í gær þegar hann sagði Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gengi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. Margrét Þórarinsdóttir var til viðtals um sama málefni í Bítinu í morgun: Ráðherra hafi ekki skilning Margrét segir Reykjanesbæ frumkvöðul í móttöku flóttamanna og hafa staðið sig vel í þeim málum, en nú væri bærinn er kominn að þolmörkum „og rúmlega það.“ „Fólk hefur miklar áhyggjur og við bara getum ekki tekið við fleirum. Það er verulegt álag á skólana og félagsþjónustu, þetta hefur félagsmálaráðherra viðurkennt. Það var gert samkomulag við ráðherra um að það ætti að fækka flóttamönnum í bænum, það hefur ekki gengið eftir,“ segir hún og bætir við að hún haldi að Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra málaflokksins hafi ekki skilning á stöðunni. „Því miður hefur hann frestað fundum tvisvar sinnum,“ segir Margrét. Ýmsar sögur fljúga Töluverður órói er í Reykjanesbæ vegna fjölda flóttafólks í bænum og sést það meðal annars á Facebook-hópum þar sem íbúar deila sögum af ástandinu. Margrét segist aðspurð sammála því að einhverjar sögur séu ýktar og jafnvel ósannar. Staðhæfingar Jóns Gunnarssonar um að íbúablokk hafi verið lögð undir flóttafólk og íbúum bolað út væru hins vegar sannar. „Ríkið og vinnumálastofnun geta tekið heilu íbúðahúsin á leigu ef þau vilja. Þau þurfa ekkert að vera í samráði við okkur en við þurfum að þjónusta þennan hóp.“ Önnur saga íbúa sem flýgur á samfélagsmiðlum er að hælisleitendur hafi áreitt íbúa við verslanir. „Það eru dæmi já, um áreiti þeirra,“ segir Margrét. En hefur þú orðið vitni að þessu áreiti? „Nei það hef ég ekki, en ég trúi því sem íbúar segja. Þeir hafa haft samband við mig og margir eru áhyggjufullir.“ Margrét segir einnig að meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar taki vandann ekki nægilega alvarlega. Íbúafundur var haldinn í mars vegna málsins en Margrét segir að ítrekað hafi verið kallað eftir öðrum íbúafundi þar sem ástandið hefði versnað síðan. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjanesbær Bítið Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
„Við Íslendingar viljum almennt hjálpa þeim sem eru í neyð. En það er þekkt að við gerum betur við flóttamenn en aðrar þjóðir í Evrópu og það er ein ástæða þess að hingað streymir fólk sem aldrei fyrr. Og það streymir til Reykjanesbæjar,“ segir Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Umbótar í minnihluta bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra tók í sama streng í gær þegar hann sagði Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gengi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. Margrét Þórarinsdóttir var til viðtals um sama málefni í Bítinu í morgun: Ráðherra hafi ekki skilning Margrét segir Reykjanesbæ frumkvöðul í móttöku flóttamanna og hafa staðið sig vel í þeim málum, en nú væri bærinn er kominn að þolmörkum „og rúmlega það.“ „Fólk hefur miklar áhyggjur og við bara getum ekki tekið við fleirum. Það er verulegt álag á skólana og félagsþjónustu, þetta hefur félagsmálaráðherra viðurkennt. Það var gert samkomulag við ráðherra um að það ætti að fækka flóttamönnum í bænum, það hefur ekki gengið eftir,“ segir hún og bætir við að hún haldi að Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra málaflokksins hafi ekki skilning á stöðunni. „Því miður hefur hann frestað fundum tvisvar sinnum,“ segir Margrét. Ýmsar sögur fljúga Töluverður órói er í Reykjanesbæ vegna fjölda flóttafólks í bænum og sést það meðal annars á Facebook-hópum þar sem íbúar deila sögum af ástandinu. Margrét segist aðspurð sammála því að einhverjar sögur séu ýktar og jafnvel ósannar. Staðhæfingar Jóns Gunnarssonar um að íbúablokk hafi verið lögð undir flóttafólk og íbúum bolað út væru hins vegar sannar. „Ríkið og vinnumálastofnun geta tekið heilu íbúðahúsin á leigu ef þau vilja. Þau þurfa ekkert að vera í samráði við okkur en við þurfum að þjónusta þennan hóp.“ Önnur saga íbúa sem flýgur á samfélagsmiðlum er að hælisleitendur hafi áreitt íbúa við verslanir. „Það eru dæmi já, um áreiti þeirra,“ segir Margrét. En hefur þú orðið vitni að þessu áreiti? „Nei það hef ég ekki, en ég trúi því sem íbúar segja. Þeir hafa haft samband við mig og margir eru áhyggjufullir.“ Margrét segir einnig að meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar taki vandann ekki nægilega alvarlega. Íbúafundur var haldinn í mars vegna málsins en Margrét segir að ítrekað hafi verið kallað eftir öðrum íbúafundi þar sem ástandið hefði versnað síðan. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjanesbær Bítið Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira