Mikilvægt að finna leikhúsinu nýtt húsnæði Lovísa Arnardóttir skrifar 16. júní 2023 13:02 Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði. segir bæjaryfirvöld öll af vilja gerð. Vísir/Arnar Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir nauðsynlegt að finna Gaflaraleikhúsinu nýtt húsnæði en að það hafi ekki legið á lausu. Rósa segir bæjaryfirvöld vinna að því í sameiningu við leikhúsið að finna framtíðarlausn fyrir leikhúsið. Björk Jakobsdóttir leikhússtjóri leikhússinn, segir málið afar sorglegt en að bæjaryfirvöld hafi verið jákvæð fyrir því að finna lausn á málinu. Hún hefur lagt til að leikhúsið verði fært í skemmu við höfnina í Hafnarfirði og þannig væri hætt að gefa gömlu húsi nýtt líf. Í teikningum er gert ráð fyrir 500 manna sýningum og ýmissi annarri menningarstarfsemi. Gerðar hafa verið teikningar og lögð fram rekstraráætlun en enn vantar fjármagnið. „Þetta kom frekar bratt upp að þau væru að missa leiguhúsnæðið sitt til margra og ára og við höfum síðan átt nokkur samtöl og fundi um þessi mál því að í mínum huga er Gaflaraleikhúsið mjög mikilvæg stoð í menningarlífi bæjarins. Það er mikið aðdráttarafl og við viljum alls ekki missa þau úr bænum,“ segir Rósa. Hvað varðar skemmuna segir Rósa að það sé einn valkostur sem sé til skoðunar en að það þurfi að greina kostnaðinn. Mikilvægt fyrir bæjarbúa og gesti „Okkur er mikið í mun um að halda þeim í bænum og að þau haldi áfram að skemmta okkur. Við munum leggja okkur alla fram um að finna framtíðarlausn,“ segir Rósa og að bærinn hafi stutt bæði menningarlíf og starfsemi leikhússins undanfarin ár. Gaflaraleikhúsið verður tæmt í dag en leikhúsið missti húsnæðið þegar það var selt. Vísir/Vilhelm „Núna snýst þetta um að hjálpast að við að finna nýtt húsnæði undir þessa starfsemi og við erum öll af vilja gerð,“ segir Rósa og heldur áfram: „Þetta er mjög mikilvægt til að laða fólk í miðbæinn og bara efla menningarlífið, auðga andann og geta skemmt sér í bænum. Fyrir okkur bæjarbúa og ekki síst gesti sem streyma í leikhúsið þeirra enda verið frábær verk og uppsetningar í allan þennan tíma sem er mikilvægt að við getum haldið áfram að vinna að.“ Menning Leikhús Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sviðið selt undan Gaflaraleikhúsinu Húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Leikhússtjórinn segir miður hvernig komið er fyrir sviðslistum á Íslandi og segist ekki myndi vilja vera ungur sviðslistamaður í dag. 14. júní 2023 08:00 „Síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“ Ef ekkert breytist verðum síðustu tveimur leikhúsum sjálfstæðra leikhúsa lokað á árinu, Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, segir stöðuna alvarlega en segist þó vongóður um að einhverjir komi þeim til bjargar. 15. júní 2023 21:00 „Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. 13. júní 2023 17:19 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Rósa segir bæjaryfirvöld vinna að því í sameiningu við leikhúsið að finna framtíðarlausn fyrir leikhúsið. Björk Jakobsdóttir leikhússtjóri leikhússinn, segir málið afar sorglegt en að bæjaryfirvöld hafi verið jákvæð fyrir því að finna lausn á málinu. Hún hefur lagt til að leikhúsið verði fært í skemmu við höfnina í Hafnarfirði og þannig væri hætt að gefa gömlu húsi nýtt líf. Í teikningum er gert ráð fyrir 500 manna sýningum og ýmissi annarri menningarstarfsemi. Gerðar hafa verið teikningar og lögð fram rekstraráætlun en enn vantar fjármagnið. „Þetta kom frekar bratt upp að þau væru að missa leiguhúsnæðið sitt til margra og ára og við höfum síðan átt nokkur samtöl og fundi um þessi mál því að í mínum huga er Gaflaraleikhúsið mjög mikilvæg stoð í menningarlífi bæjarins. Það er mikið aðdráttarafl og við viljum alls ekki missa þau úr bænum,“ segir Rósa. Hvað varðar skemmuna segir Rósa að það sé einn valkostur sem sé til skoðunar en að það þurfi að greina kostnaðinn. Mikilvægt fyrir bæjarbúa og gesti „Okkur er mikið í mun um að halda þeim í bænum og að þau haldi áfram að skemmta okkur. Við munum leggja okkur alla fram um að finna framtíðarlausn,“ segir Rósa og að bærinn hafi stutt bæði menningarlíf og starfsemi leikhússins undanfarin ár. Gaflaraleikhúsið verður tæmt í dag en leikhúsið missti húsnæðið þegar það var selt. Vísir/Vilhelm „Núna snýst þetta um að hjálpast að við að finna nýtt húsnæði undir þessa starfsemi og við erum öll af vilja gerð,“ segir Rósa og heldur áfram: „Þetta er mjög mikilvægt til að laða fólk í miðbæinn og bara efla menningarlífið, auðga andann og geta skemmt sér í bænum. Fyrir okkur bæjarbúa og ekki síst gesti sem streyma í leikhúsið þeirra enda verið frábær verk og uppsetningar í allan þennan tíma sem er mikilvægt að við getum haldið áfram að vinna að.“
Menning Leikhús Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sviðið selt undan Gaflaraleikhúsinu Húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Leikhússtjórinn segir miður hvernig komið er fyrir sviðslistum á Íslandi og segist ekki myndi vilja vera ungur sviðslistamaður í dag. 14. júní 2023 08:00 „Síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“ Ef ekkert breytist verðum síðustu tveimur leikhúsum sjálfstæðra leikhúsa lokað á árinu, Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, segir stöðuna alvarlega en segist þó vongóður um að einhverjir komi þeim til bjargar. 15. júní 2023 21:00 „Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. 13. júní 2023 17:19 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Sviðið selt undan Gaflaraleikhúsinu Húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Leikhússtjórinn segir miður hvernig komið er fyrir sviðslistum á Íslandi og segist ekki myndi vilja vera ungur sviðslistamaður í dag. 14. júní 2023 08:00
„Síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“ Ef ekkert breytist verðum síðustu tveimur leikhúsum sjálfstæðra leikhúsa lokað á árinu, Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, segir stöðuna alvarlega en segist þó vongóður um að einhverjir komi þeim til bjargar. 15. júní 2023 21:00
„Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. 13. júní 2023 17:19