„Veldur greindarskerðingu sem ekki verður tekin til baka“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. júní 2023 16:55 Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum ræddi áhrif málma á taugakerfi barna. Samsett/Aðsent/Getty Rannsóknir sýna að lífshættulegt magn þungmálma líkt og blýs er að finna í rafrettum. Doktor í lýðheilsuvísindum segir mikið magn blýs, sérstaklega hjá börnum, geta haft óafturkræf áhrif á miðtaugakerfi og heilastarfsemi. Í nýlegri umfjöllun BBC segir að í rafrettum, sem teknar voru af skólabörnum og færðar á tilraunastofu, hafi fundist mikið magn blýs, nikkels og króms í rafrettuvökvanum sjálfum. Niðurstöðurnar þaðan sýna að börn, sem nota rafrettur, séu að anda að sér tvöfalt meira magni en öruggt er af blýi og nífalt meira magni af nikkeli. Þá innihéldu einhverjar rafrettur sömu skaðlegu efni og finnast í sígarettum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnun getur slík neysla haft alvarleg áhrif á miðtaugakerfið og þróun heilans. Fram kemur að flestir vökvarnir hafi verið ólöglegir en Neytendastofa hérlendis hefur talið að enn sé mikið af rafrettum og rafrettuvökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir. Blý safnast upp í líkama sem getur haft alvarlegar afleiðingar Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum er einn helsti sérfræðingur landsins um rafrettur og áhrif þeirra. „Samkvæmt þessari grein er talað um örugg mörk á blýi en Alþjóðaheilbrigðisstofunin heldur fast í að það eru engin örugg mörk á blýi. Ástæðan er sú að blý getur safnast upp í líkamanum og er sérlega hættulegt börnum. Börn taka upp fjórum til fimm sinnum meira blý en fullorðnir,“ segir Lára í samtali við Vísi og bætir við: „Þetta getur haft alvarleg áhrif á taugakerfið og þroska þess og valdið greindarskerðingu og hegðunarvandamálum eins og athyglisbresti og andfélagslegri hegðun.“ Blý safnast upp í beinum og tönnum og varar Lára því sérstaklega við því að barnshafandi konur noti rafrettur. „Þá getur blý losnað úr beinum og valdið fóstri skaða. Í framtíðinni, þegar blý fara að safnast upp og maður kemst yfir í sitt besta skeið og bein fara að þynnast, getur blý losnað og valdið miðtaugakerfinu skaða,“ segir Lára en bendir á að aðaláhersla sé á að vernda börn frá rafrettum. Lára Sigurðardóttir hefur að auki starfað sem fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins. Óafturkræft Rannsóknir hafa jafnframt sýnt að þegar rafrettuvökvi er hitaður verða efnahvörf sem verða til þess að styrkleiki blýs verður meiri en í vökvanum sjálfum. „Þannig það getur verið margfalt meira af blýi.“ Í umfjöllun Vísis fyrir fimm árum kom fram að helmingur barna í tíunda bekk sögðust hafa notað rafrettur. „Árlega er gerð rannsókn með fyrirspurn þar sem niðurstöðurnar eru þannig að börn eru enn að veipa. En það er ekki víst hvort allir séu að segja satt og rétt frá. Maður veit til þess að þau eru að fikta við þetta en vissulega hafa nikótínpúðar komið að einhverju leyti í staðinn,“ segir Lára sem hefur kynnt sér áhrif nikótínpúða vel, sem er efni í aðra frétt. Þannig þetta er í raun stórhættulegt? „Já, algjörlega. Þú losnar ekkert auðveldlega við blý úr líkamanum þegar það er einu sinni komið inn í líkamann. Það hefur sýnt sig að þegar barn fær blýeitrun, þá er greindarskerðingin og skaðinn á taugakerfið óafurkræfur. Hér erum við að tala um varnalegan skaða sem ekki verður tekinn til baka.“ Lára segir ljóst að vekja verði meiri athygli á þessum áhrifum. „Ef að börnin okkar eru enn þá að nota þetta þá er virkilega þörf á því. Foreldrar eiga að vera vakandi fyrir þessu með börnin sín og fræða þau. Ræða við þau á jafningjagrundvelli,“ segir Lára að lokum. Rafrettur Börn og uppeldi Heilsa Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Í nýlegri umfjöllun BBC segir að í rafrettum, sem teknar voru af skólabörnum og færðar á tilraunastofu, hafi fundist mikið magn blýs, nikkels og króms í rafrettuvökvanum sjálfum. Niðurstöðurnar þaðan sýna að börn, sem nota rafrettur, séu að anda að sér tvöfalt meira magni en öruggt er af blýi og nífalt meira magni af nikkeli. Þá innihéldu einhverjar rafrettur sömu skaðlegu efni og finnast í sígarettum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnun getur slík neysla haft alvarleg áhrif á miðtaugakerfið og þróun heilans. Fram kemur að flestir vökvarnir hafi verið ólöglegir en Neytendastofa hérlendis hefur talið að enn sé mikið af rafrettum og rafrettuvökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir. Blý safnast upp í líkama sem getur haft alvarlegar afleiðingar Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum er einn helsti sérfræðingur landsins um rafrettur og áhrif þeirra. „Samkvæmt þessari grein er talað um örugg mörk á blýi en Alþjóðaheilbrigðisstofunin heldur fast í að það eru engin örugg mörk á blýi. Ástæðan er sú að blý getur safnast upp í líkamanum og er sérlega hættulegt börnum. Börn taka upp fjórum til fimm sinnum meira blý en fullorðnir,“ segir Lára í samtali við Vísi og bætir við: „Þetta getur haft alvarleg áhrif á taugakerfið og þroska þess og valdið greindarskerðingu og hegðunarvandamálum eins og athyglisbresti og andfélagslegri hegðun.“ Blý safnast upp í beinum og tönnum og varar Lára því sérstaklega við því að barnshafandi konur noti rafrettur. „Þá getur blý losnað úr beinum og valdið fóstri skaða. Í framtíðinni, þegar blý fara að safnast upp og maður kemst yfir í sitt besta skeið og bein fara að þynnast, getur blý losnað og valdið miðtaugakerfinu skaða,“ segir Lára en bendir á að aðaláhersla sé á að vernda börn frá rafrettum. Lára Sigurðardóttir hefur að auki starfað sem fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins. Óafturkræft Rannsóknir hafa jafnframt sýnt að þegar rafrettuvökvi er hitaður verða efnahvörf sem verða til þess að styrkleiki blýs verður meiri en í vökvanum sjálfum. „Þannig það getur verið margfalt meira af blýi.“ Í umfjöllun Vísis fyrir fimm árum kom fram að helmingur barna í tíunda bekk sögðust hafa notað rafrettur. „Árlega er gerð rannsókn með fyrirspurn þar sem niðurstöðurnar eru þannig að börn eru enn að veipa. En það er ekki víst hvort allir séu að segja satt og rétt frá. Maður veit til þess að þau eru að fikta við þetta en vissulega hafa nikótínpúðar komið að einhverju leyti í staðinn,“ segir Lára sem hefur kynnt sér áhrif nikótínpúða vel, sem er efni í aðra frétt. Þannig þetta er í raun stórhættulegt? „Já, algjörlega. Þú losnar ekkert auðveldlega við blý úr líkamanum þegar það er einu sinni komið inn í líkamann. Það hefur sýnt sig að þegar barn fær blýeitrun, þá er greindarskerðingin og skaðinn á taugakerfið óafurkræfur. Hér erum við að tala um varnalegan skaða sem ekki verður tekinn til baka.“ Lára segir ljóst að vekja verði meiri athygli á þessum áhrifum. „Ef að börnin okkar eru enn þá að nota þetta þá er virkilega þörf á því. Foreldrar eiga að vera vakandi fyrir þessu með börnin sín og fræða þau. Ræða við þau á jafningjagrundvelli,“ segir Lára að lokum.
Rafrettur Börn og uppeldi Heilsa Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira