Markaður mannaflsins Erna Mist skrifar 18. júní 2023 12:01 Óháð stöðu manns í stéttaskipulagi samfélagsins eða staðsetningu á hinum hugmyndafræðilega áttavita er öllum í hag að félagslegur hreyfanleiki lifi komandi kynslóðaskipti af. Óháð viðhorfi okkar til ríkisafskipta eða skoðun okkar á skattkerfinu sammælumst við um að vilja hæfustu læknana til að standa vörð um heilsu landsmanna, hæfustu kennarana til að viðhalda vitsmunalegum þroska þjóðarinnar, og hæfustu iðnaðarmennina til að varðveita lífsgæðastaðalinn sem síðustu áratugir hafa leitt af sér. Við viljum að grínþættirnir séu framleiddir af fyndnasta fólkinu og að bækurnar séu skrifaðar af skörpustu pennunum. Við viljum að söfnin geymi verk eftir frumlegustu listamennina og að næmasta fólkið sé fengið til að annast þau sem geta ekki séð um sig sjálf. Við viljum að þingið samanstandi af beittum ræðumönnum og lausnamiðuðum leiðtogum, ekki tækifærissinnum hvers eina raunverulega stefnumál er að halda starfinu. Við viljum að markaður mannaflsins sé frjáls og óhlekkjaður við tilefnislausar vinsældir; hagkerfi þar sem virði fólks er metið í verðleikum frekar en ættfræðilegum tilviljunum. Munurinn á elítu og klíku er sá að elítan inngildir hæfasta fólkið og útilokar afganginn, á meðan klíkan útilokar nýtt fólk almennt af ótta við að raska valddreifingunni innan hennar. Elítur myndast á grundvelli sérfræðiþekkingar - klíkur myndast á grundvelli valdafíknar. Í klíkukenndu samfélagi víkja draumar fyrir afturhaldi og valmöguleikar fyrir nauðhyggju; þar sem börn breytast í foreldra sína í stað þess að verða að sjálfstæðum einstaklingum. Enginn leitar flóttaleiða fyrr en aðstæður neyða mann til þess. Flóttaleiðir á borð við skjáfíkn, lyfjafíkn og matarfíkn eru ekki óhjákvæmilegir sjúkdómar, heldur afleiðingar ófrelsis, vandamáls sem klíkan leysir ekki af ótta við að leysast upp sjálf. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Erna Mist Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Óháð stöðu manns í stéttaskipulagi samfélagsins eða staðsetningu á hinum hugmyndafræðilega áttavita er öllum í hag að félagslegur hreyfanleiki lifi komandi kynslóðaskipti af. Óháð viðhorfi okkar til ríkisafskipta eða skoðun okkar á skattkerfinu sammælumst við um að vilja hæfustu læknana til að standa vörð um heilsu landsmanna, hæfustu kennarana til að viðhalda vitsmunalegum þroska þjóðarinnar, og hæfustu iðnaðarmennina til að varðveita lífsgæðastaðalinn sem síðustu áratugir hafa leitt af sér. Við viljum að grínþættirnir séu framleiddir af fyndnasta fólkinu og að bækurnar séu skrifaðar af skörpustu pennunum. Við viljum að söfnin geymi verk eftir frumlegustu listamennina og að næmasta fólkið sé fengið til að annast þau sem geta ekki séð um sig sjálf. Við viljum að þingið samanstandi af beittum ræðumönnum og lausnamiðuðum leiðtogum, ekki tækifærissinnum hvers eina raunverulega stefnumál er að halda starfinu. Við viljum að markaður mannaflsins sé frjáls og óhlekkjaður við tilefnislausar vinsældir; hagkerfi þar sem virði fólks er metið í verðleikum frekar en ættfræðilegum tilviljunum. Munurinn á elítu og klíku er sá að elítan inngildir hæfasta fólkið og útilokar afganginn, á meðan klíkan útilokar nýtt fólk almennt af ótta við að raska valddreifingunni innan hennar. Elítur myndast á grundvelli sérfræðiþekkingar - klíkur myndast á grundvelli valdafíknar. Í klíkukenndu samfélagi víkja draumar fyrir afturhaldi og valmöguleikar fyrir nauðhyggju; þar sem börn breytast í foreldra sína í stað þess að verða að sjálfstæðum einstaklingum. Enginn leitar flóttaleiða fyrr en aðstæður neyða mann til þess. Flóttaleiðir á borð við skjáfíkn, lyfjafíkn og matarfíkn eru ekki óhjákvæmilegir sjúkdómar, heldur afleiðingar ófrelsis, vandamáls sem klíkan leysir ekki af ótta við að leysast upp sjálf. Höfundur er listmálari.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun