Ungabörn blánað eftir notkun Gripe Water Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. júní 2023 06:46 Foreldrar hafa lent í vandræðum með þykkt slím í öndunarvegi barna eftir notkun. Getty Foreldrar ungabarna hafa lent í vandræðum með náttúrudropa sem kallast Gripe Water og börnin næstum kafnað á þeim. Ungbarnavernd mælir ekki með notkun þeirra frekar en annarra náttúrulyfja. „Almennt er ekki verið að mæla með náttúrulyfjum í ung- og smábarnavernd. Ef foreldrar spyrja út í slík lyf eru nefnd þau sem helst eru í notkun en tekið fram að árangur sé misjafn, ekki sannreynd vísindaleg gögn á bak við verkun og því ekki hægt að mæla beinlínis með þeim,“ segir Sesselja Guðmundsdóttir, sviðsstjóri ung- og smábarnaverndar hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Umræða hefur verið meðal íslenskra foreldra á samfélagsmiðlum um magalyfið Gripe Water. Ein móðir greinir frá því að barn hennar hafi blánað og öndunarvegurinn fyllst af þykku slími eftir notkun. Önnur að hún hafi þurft að snúa barni sínu á hvolf til að fá það til að anda. Fleiri hafa sambærilegar sögur að segja. Gripe Water er náttúrulyf notað við magakveisu ungbarna. Gripe Water er selt í apótekum hér á landi. Á vefsíðu Lyf og heilsu segir að Gripe Water séu „lífrænir og náttúrulegir dropar fyrir börn sem koma á jafnvægi og draga úr óróleika og meltingartruflunum sem oft eru kennd við ungbarnakveisu eða bakflæði. Virka vel við kveisu, hiksta og lofti í maga. Skaðlaus og náttúruleg innihaldsefni á borð við lífrænt engifer, fennel og fleiri jurtir sem róa magann og geta spornað við loftmyndun í þörmum. Droparnir henta börnum frá tveggja vikna aldri og þurfa ekki að geymast í kæli. Droparnir eru vegan.“ Enn fremur segir að vítamín og bætiefni séu ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða til að koma í veg fyrir þá og eigi ekki að koma í stað fjölbreyttrar og hollrar fæðu. Afturköllun vegna köfnunarhættu Árið 2019 afturkallaði Matvæla og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) söluleyfi Gripe Water frá framleiðanda sem kallast DG vegna köfnunarhættu. „Notkun vörunnar ætti ekki að vera talin lífshættuleg en erfiðleikar geta komið upp hjá viðkvæmum einstaklingum,“ sagði FDA á sínum tíma. Efnið sem veldur þessu kallast sítrus bíoflavoníð og er einnig í vörunni sem er seld á Íslandi þó að vörumerkið sé annað. Brýnt að kynna sér innihald „Við höfum ekki verið að vara við einstökum náttúrulyfjum en brýnt er fyrir foreldrum að kynna sér vel innihaldslýsingar og skammtastærðir og að lyfið hæfi aldri barns ef þau velja að nota náttúrulyf,“ segir Sesselja. Sesselja Guðmundsdóttir segir ungbarnavernd ekki mæla með náttúrulyfjum. Aðspurð um hvað foreldrum með magakveisubörn er bent á að gera segir Sesselja að ungbarnaverndin veiti almennar ráðleggingar varðandi gjafir, loftlosun, nudd og fleira. „Stundum er bent á Minifom dropa sem geta hafa jákvæð áhrif í sumum tilfellum,“ segir Sesselja. „Við meiri óværð eða einkenni um ungbarnakveisu eru fleiri ráð reynd svo sem kúamjólkurlaust fæði, það er ef barnið er á brjósti fer móðir á mjólkurlaust fæði en ef um pelabarn er að ræða er reynd sérstök ofnæmismjólk. Í erfiðari tilfellum er farið út í lyfjameðferð þar sem þarf lyfseðil frá lækni.“ Hópur lækna hjá Domus barnalæknum hafi sérhæft sig í ungbarnakveisu og ungbarnavernd geti bent foreldrum að leita þangað. Börn og uppeldi Lyf Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
„Almennt er ekki verið að mæla með náttúrulyfjum í ung- og smábarnavernd. Ef foreldrar spyrja út í slík lyf eru nefnd þau sem helst eru í notkun en tekið fram að árangur sé misjafn, ekki sannreynd vísindaleg gögn á bak við verkun og því ekki hægt að mæla beinlínis með þeim,“ segir Sesselja Guðmundsdóttir, sviðsstjóri ung- og smábarnaverndar hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Umræða hefur verið meðal íslenskra foreldra á samfélagsmiðlum um magalyfið Gripe Water. Ein móðir greinir frá því að barn hennar hafi blánað og öndunarvegurinn fyllst af þykku slími eftir notkun. Önnur að hún hafi þurft að snúa barni sínu á hvolf til að fá það til að anda. Fleiri hafa sambærilegar sögur að segja. Gripe Water er náttúrulyf notað við magakveisu ungbarna. Gripe Water er selt í apótekum hér á landi. Á vefsíðu Lyf og heilsu segir að Gripe Water séu „lífrænir og náttúrulegir dropar fyrir börn sem koma á jafnvægi og draga úr óróleika og meltingartruflunum sem oft eru kennd við ungbarnakveisu eða bakflæði. Virka vel við kveisu, hiksta og lofti í maga. Skaðlaus og náttúruleg innihaldsefni á borð við lífrænt engifer, fennel og fleiri jurtir sem róa magann og geta spornað við loftmyndun í þörmum. Droparnir henta börnum frá tveggja vikna aldri og þurfa ekki að geymast í kæli. Droparnir eru vegan.“ Enn fremur segir að vítamín og bætiefni séu ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða til að koma í veg fyrir þá og eigi ekki að koma í stað fjölbreyttrar og hollrar fæðu. Afturköllun vegna köfnunarhættu Árið 2019 afturkallaði Matvæla og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) söluleyfi Gripe Water frá framleiðanda sem kallast DG vegna köfnunarhættu. „Notkun vörunnar ætti ekki að vera talin lífshættuleg en erfiðleikar geta komið upp hjá viðkvæmum einstaklingum,“ sagði FDA á sínum tíma. Efnið sem veldur þessu kallast sítrus bíoflavoníð og er einnig í vörunni sem er seld á Íslandi þó að vörumerkið sé annað. Brýnt að kynna sér innihald „Við höfum ekki verið að vara við einstökum náttúrulyfjum en brýnt er fyrir foreldrum að kynna sér vel innihaldslýsingar og skammtastærðir og að lyfið hæfi aldri barns ef þau velja að nota náttúrulyf,“ segir Sesselja. Sesselja Guðmundsdóttir segir ungbarnavernd ekki mæla með náttúrulyfjum. Aðspurð um hvað foreldrum með magakveisubörn er bent á að gera segir Sesselja að ungbarnaverndin veiti almennar ráðleggingar varðandi gjafir, loftlosun, nudd og fleira. „Stundum er bent á Minifom dropa sem geta hafa jákvæð áhrif í sumum tilfellum,“ segir Sesselja. „Við meiri óværð eða einkenni um ungbarnakveisu eru fleiri ráð reynd svo sem kúamjólkurlaust fæði, það er ef barnið er á brjósti fer móðir á mjólkurlaust fæði en ef um pelabarn er að ræða er reynd sérstök ofnæmismjólk. Í erfiðari tilfellum er farið út í lyfjameðferð þar sem þarf lyfseðil frá lækni.“ Hópur lækna hjá Domus barnalæknum hafi sérhæft sig í ungbarnakveisu og ungbarnavernd geti bent foreldrum að leita þangað.
Börn og uppeldi Lyf Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira