Sjáðu öll mörkin: Tu hrellti Val og Selfoss sá loks til sólar Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2023 14:01 FH-ingar halda áfram sínu flugi í Bestu deildinni og eru í 3. sæti, eftir fjóra sigra í röð. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Áfram er nánast ómögulegt að spá til um úrslit í Bestu deild kvenna í fótbolta en meistarar Vals eru, þrátt fyrir jafntefli við Keflavík, áfram á toppnum eftir 9. umferð sem spiluð var í gær. Öll mörkin úr umferðinni má nú sjá á Vísi. Valskonur eru með 20 stig og halda þriggja stiga forskoti á Breiðablik. Nýliðar FH eru svo öllum að óvörum í þriðja sæti með 16 stig. Breiðablik og Þróttur gerðu 2-2 jafntefli í stórskemmtilegum leik á Kópavogsvelli. Katrín Ásbjörnsdóttir kom Blikum yfir en Sierra Lelii og Tany Boychuk breyttu stöðunni í 2-1 fyrir Þrótt á tveggja mínútna kafla í seinni hálfleik, áður en Taylor Ziemer náði að jafna metin fyrir Blika með skoti af vítateigslínunni. Klippa: Mörk úr leik Breiðabliks og Þróttar Keflavík hefur komið mörgum á óvart í sumar og hin kínverska Linli Tu skoraði sitt fjórða mark í 1-1 jafnteflinu við Íslandsmeistara Vals. Bryndís Arna Níelsdóttir jafnaði metin snemma í seinni hálfleik og er markahæst í deildinni með sjö mörk. Valur fékk svo vítaspyrnu seint í leiknum sem Fanndís Friðriksdóttir tók, en hún skaut yfir. Klippa: Mörk úr leik Keflavíkur og Vals Selfoss er enn á botni deildarinnar þrátt fyrir að hafa loksins getað fagnað sigri á ný, og það gegn Stjörnunni, 2-1. Barbára Sól Gísladóttir nýtti sér mistök í vörn Stjörnunnar og skoraði flott mark en Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir jafnaði með skalla, áður en Jimena López gerði sigurmark Selfoss á 34. mínútu. Klippa: Mörk úr leik Selfoss og Stjörnunnar FH er komið í bullandi toppbaráttu eftir 2-1 sigur gegn ÍBV. Shaina Ashouri skoraði fyrsta mark leiksins en Holly O‘Neill jafnaði fyrir Eyjakonur. Sigurmark leiksins kom eftir hornspyrnu á 70. mínútu, þegar Guðný Geirsdóttir missti boltann inn fyrir marklínuna. Klippa: Mörk úr leik FH og ÍBV Þór/KA er svo í 4. sæti deildarinnar, stigi á eftir FH, eftir 5-0 stórsigur gegn Tindastóli sem er aðeins stigi frá fallsæti. Dominique Randle skoraði fyrsta markið á 61. mínútu og eftir það opnuðust flóðgáttir. Karen María Sigurgeirsdóttir, Una Móeiður Hlynsdóttir og Hulda Ósk Jónsdóttir (2 mörk) bættu við mörkum en Þór/KA varð að spjara sig án Söndru Maríu Jessen sem handarbrotnaði í lok fyrri hálfleiks. Klippa: Mörk úr leik Þórs/KA og Tindastóls Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Þór/KA - Tindastóll 5-0 | Akureyringar völtuðu yfir Stólana í nágrannaslag Þór/KA hafði 5-0 sigur gegn Tindastóli í 9. umferð Bestu deildar kvenna á Akureyri í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik en heimakonur gengu frá leiknum með fimm mörkum í síðari hálfleik. 21. júní 2023 21:57 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þróttur R. 2-2 | Jafntefli í fjörugum leik Breiðablik og Þróttur Reykjavík skildu jöfn þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í Bestu deildinni í kvöld. Liðunum mistókst því að minnka forskot Vals á toppi deildarinnar. 21. júní 2023 21:09 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 1-1 | Víti í súginn hjá Val sem tapaði mikilvægum stigum Keflavík og Valur gerðu 1-1 jafntefli í 9. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld í hörku spennandi leik sem hefði getað fallið öðru hvoru megin. Valskonur misstu þó af mikilvægum stigum í toppbaráttunni, sérstaklega eftir vítaspyrna þeirra fór forgörðum á 82. mínútu. 21. júní 2023 21:13 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 2-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga í 36 daga Selfoss vann langþráðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Selfyssingar höfðu tapað fimm leikjum í röð í öllum keppnum, en seinasti sigur þeirra kom þann 16. maí síðastliðinn. 21. júní 2023 20:54 Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍBV 2-1 | Nýliðarnir í þriðja sætið eftir fjórða sigurinn í röð FH er komið í þriðja sæti Bestu deildar kvenna eftir 2-1 sigur ÍBV á heimavelli sínum í kvöld. FH hefur nú unnið fjóra leiki í röð í deildinni. 21. júní 2023 19:22 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Valskonur eru með 20 stig og halda þriggja stiga forskoti á Breiðablik. Nýliðar FH eru svo öllum að óvörum í þriðja sæti með 16 stig. Breiðablik og Þróttur gerðu 2-2 jafntefli í stórskemmtilegum leik á Kópavogsvelli. Katrín Ásbjörnsdóttir kom Blikum yfir en Sierra Lelii og Tany Boychuk breyttu stöðunni í 2-1 fyrir Þrótt á tveggja mínútna kafla í seinni hálfleik, áður en Taylor Ziemer náði að jafna metin fyrir Blika með skoti af vítateigslínunni. Klippa: Mörk úr leik Breiðabliks og Þróttar Keflavík hefur komið mörgum á óvart í sumar og hin kínverska Linli Tu skoraði sitt fjórða mark í 1-1 jafnteflinu við Íslandsmeistara Vals. Bryndís Arna Níelsdóttir jafnaði metin snemma í seinni hálfleik og er markahæst í deildinni með sjö mörk. Valur fékk svo vítaspyrnu seint í leiknum sem Fanndís Friðriksdóttir tók, en hún skaut yfir. Klippa: Mörk úr leik Keflavíkur og Vals Selfoss er enn á botni deildarinnar þrátt fyrir að hafa loksins getað fagnað sigri á ný, og það gegn Stjörnunni, 2-1. Barbára Sól Gísladóttir nýtti sér mistök í vörn Stjörnunnar og skoraði flott mark en Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir jafnaði með skalla, áður en Jimena López gerði sigurmark Selfoss á 34. mínútu. Klippa: Mörk úr leik Selfoss og Stjörnunnar FH er komið í bullandi toppbaráttu eftir 2-1 sigur gegn ÍBV. Shaina Ashouri skoraði fyrsta mark leiksins en Holly O‘Neill jafnaði fyrir Eyjakonur. Sigurmark leiksins kom eftir hornspyrnu á 70. mínútu, þegar Guðný Geirsdóttir missti boltann inn fyrir marklínuna. Klippa: Mörk úr leik FH og ÍBV Þór/KA er svo í 4. sæti deildarinnar, stigi á eftir FH, eftir 5-0 stórsigur gegn Tindastóli sem er aðeins stigi frá fallsæti. Dominique Randle skoraði fyrsta markið á 61. mínútu og eftir það opnuðust flóðgáttir. Karen María Sigurgeirsdóttir, Una Móeiður Hlynsdóttir og Hulda Ósk Jónsdóttir (2 mörk) bættu við mörkum en Þór/KA varð að spjara sig án Söndru Maríu Jessen sem handarbrotnaði í lok fyrri hálfleiks. Klippa: Mörk úr leik Þórs/KA og Tindastóls Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Þór/KA - Tindastóll 5-0 | Akureyringar völtuðu yfir Stólana í nágrannaslag Þór/KA hafði 5-0 sigur gegn Tindastóli í 9. umferð Bestu deildar kvenna á Akureyri í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik en heimakonur gengu frá leiknum með fimm mörkum í síðari hálfleik. 21. júní 2023 21:57 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þróttur R. 2-2 | Jafntefli í fjörugum leik Breiðablik og Þróttur Reykjavík skildu jöfn þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í Bestu deildinni í kvöld. Liðunum mistókst því að minnka forskot Vals á toppi deildarinnar. 21. júní 2023 21:09 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 1-1 | Víti í súginn hjá Val sem tapaði mikilvægum stigum Keflavík og Valur gerðu 1-1 jafntefli í 9. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld í hörku spennandi leik sem hefði getað fallið öðru hvoru megin. Valskonur misstu þó af mikilvægum stigum í toppbaráttunni, sérstaklega eftir vítaspyrna þeirra fór forgörðum á 82. mínútu. 21. júní 2023 21:13 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 2-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga í 36 daga Selfoss vann langþráðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Selfyssingar höfðu tapað fimm leikjum í röð í öllum keppnum, en seinasti sigur þeirra kom þann 16. maí síðastliðinn. 21. júní 2023 20:54 Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍBV 2-1 | Nýliðarnir í þriðja sætið eftir fjórða sigurinn í röð FH er komið í þriðja sæti Bestu deildar kvenna eftir 2-1 sigur ÍBV á heimavelli sínum í kvöld. FH hefur nú unnið fjóra leiki í röð í deildinni. 21. júní 2023 19:22 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Umfjöllun: Þór/KA - Tindastóll 5-0 | Akureyringar völtuðu yfir Stólana í nágrannaslag Þór/KA hafði 5-0 sigur gegn Tindastóli í 9. umferð Bestu deildar kvenna á Akureyri í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik en heimakonur gengu frá leiknum með fimm mörkum í síðari hálfleik. 21. júní 2023 21:57
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þróttur R. 2-2 | Jafntefli í fjörugum leik Breiðablik og Þróttur Reykjavík skildu jöfn þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í Bestu deildinni í kvöld. Liðunum mistókst því að minnka forskot Vals á toppi deildarinnar. 21. júní 2023 21:09
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 1-1 | Víti í súginn hjá Val sem tapaði mikilvægum stigum Keflavík og Valur gerðu 1-1 jafntefli í 9. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld í hörku spennandi leik sem hefði getað fallið öðru hvoru megin. Valskonur misstu þó af mikilvægum stigum í toppbaráttunni, sérstaklega eftir vítaspyrna þeirra fór forgörðum á 82. mínútu. 21. júní 2023 21:13
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 2-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga í 36 daga Selfoss vann langþráðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Selfyssingar höfðu tapað fimm leikjum í röð í öllum keppnum, en seinasti sigur þeirra kom þann 16. maí síðastliðinn. 21. júní 2023 20:54
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍBV 2-1 | Nýliðarnir í þriðja sætið eftir fjórða sigurinn í röð FH er komið í þriðja sæti Bestu deildar kvenna eftir 2-1 sigur ÍBV á heimavelli sínum í kvöld. FH hefur nú unnið fjóra leiki í röð í deildinni. 21. júní 2023 19:22