„Fann höndina fara í mjög óeðlilega stöðu“ Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2023 10:01 Sandra María Jessen segist strax hafa séð að handleggurinn væri ekki eins og hann ætti að vera. Búast má við að hún verði frá keppni í tvo mánuði. Aðsend/Vísir/Vilhelm „Maður fann rosalega mikinn verk og þegar maður sá höndina, rosalega afmyndaða og ljóta í laginu, þá var strax klárt að það væri eitthvað að,“ segir Sandra María Jessen, einn besti leikmaður Bestu deildarinnar í fótbolta í sumar, um handleggsbrot sitt í fyrrakvöld. Sandra handleggsbrotnaði í leik með Þór/KA gegn Tindastóli á Akureyri og segir það vissulega mikil vonbrigði að missa núna líklega af næstu tveimur mánuðum með Þór/KA og landsliðinu. „Þetta var rosalega vont. Það var eitthvað klafs inni í teig og ég náði skoti á markið, frekar nálægt markinu, þar sem varnarmaður Tindastóls náði að henda sér fyrir boltann. Boltinn fór í rauninni í hana og aftur í höndina mína, og ég fann höndina fara í mjög óeðlilega stöðu. Það fylgdi náttúrulega mikill verkur með,“ segir Sandra. Klippa: Verður lengi frá fótboltanum eftir að hafa handbrotnað í leik „Þess vegna er þetta rosalega sárt“ Þessi 28 ára landsliðskona hefur farið á kostum með Þór/KA á þessu ári eftir að hafa snúið til baka á völlinn með liðinu í fyrra, eftir að hafa átt sitt fyrsta barn. Svekkelsið var því mikið í fyrrakvöld: „Þetta var rosalega súrt, ég get alveg verið heiðarleg með það. Auðvitað langaði mig að spila áfram og hjálpa stelpunum, og þegar maður horfir aðeins lengra þá er þetta auðvitað rosalega sárt. Maður er búinn að leggja mjög mikið í að komast til baka eftir barnsburð, koma sér á góðan stað, og fá að vera með í síðasta landsliðsverkefni. Þess vegna er þetta rosalega sárt en ég hef upplifað enn verri meiðsli og þetta er bara áskorun fyrir mig um að koma til baka. Ég er jákvæð á að það gangi vel,“ segir Sandra. Sandra María Jessen hefur farið á kostum í Bestu deildinni í sumar og er Þór/KA í 5. sæti.VÍSIR/VILHELM Sandra segir að önnur pípan í framhandlegg hafi brotnað, og að ekki sé um hreint brot að ræða. Því sé líklegt að hún þurfi að fara í aðgerð en það skýrist við endurmat í næstu viku. Fyrsta spurningin á sjúkrahúsinu „Það fyrsta sem ég spurði að á sjúkrahúsinu var hve lengi ég yrði að komast aftur út á völlinn en því miður er þetta þannig brot, á þannig stað, að þetta mun taka tvo mánuði, sama hvort ég fer í aðgerð eða ekki. En það er bara viðmið og þetta kemur í ljós. Maður finnur aðrar leiðir til að halda sér í formi og sparkar mögulega í bolta þó að maður geti ekki spilað,“ segir Sandra. View this post on Instagram A post shared by SANDRA MARIA JESSEN (@sandram95) Sandra raðaði inn mörkum fyrir Þór/KA í vetur og vann sér á ný sæti í íslenska landsliðinu í vor, eftir þriggja ára hlé, en hún á að baki 33 A-landsleiki. Í sumar hafði hún svo skorað fimm mörk í átta leikjum þegar kom að leiknum við Tindastól svo Sandra er stolt af frammistöðu sinni í ár: „Ég er rosalega ánægð. Mér líður rosalega vel og þetta er umhverfi og hópur leikmanna og þjálfara sem hentar mér mjög vel. Ég er búin að ná að vinna mjög vel með þeim og er komin í mitt gamla form aftur, farin að skora og ná góðum frammistöðum í leikjum með liðinu. Þess vegna er sárt að lenda í þessu akkúrat núna, þegar gengið er gott, en maður verður að horfa á það þannig að þetta styrki mann á einhvern hátt. Þó að það séu erfiðir dagar núna og miklir verkir þá eru líka bjartir dagar fram undan.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Sjá meira
Sandra handleggsbrotnaði í leik með Þór/KA gegn Tindastóli á Akureyri og segir það vissulega mikil vonbrigði að missa núna líklega af næstu tveimur mánuðum með Þór/KA og landsliðinu. „Þetta var rosalega vont. Það var eitthvað klafs inni í teig og ég náði skoti á markið, frekar nálægt markinu, þar sem varnarmaður Tindastóls náði að henda sér fyrir boltann. Boltinn fór í rauninni í hana og aftur í höndina mína, og ég fann höndina fara í mjög óeðlilega stöðu. Það fylgdi náttúrulega mikill verkur með,“ segir Sandra. Klippa: Verður lengi frá fótboltanum eftir að hafa handbrotnað í leik „Þess vegna er þetta rosalega sárt“ Þessi 28 ára landsliðskona hefur farið á kostum með Þór/KA á þessu ári eftir að hafa snúið til baka á völlinn með liðinu í fyrra, eftir að hafa átt sitt fyrsta barn. Svekkelsið var því mikið í fyrrakvöld: „Þetta var rosalega súrt, ég get alveg verið heiðarleg með það. Auðvitað langaði mig að spila áfram og hjálpa stelpunum, og þegar maður horfir aðeins lengra þá er þetta auðvitað rosalega sárt. Maður er búinn að leggja mjög mikið í að komast til baka eftir barnsburð, koma sér á góðan stað, og fá að vera með í síðasta landsliðsverkefni. Þess vegna er þetta rosalega sárt en ég hef upplifað enn verri meiðsli og þetta er bara áskorun fyrir mig um að koma til baka. Ég er jákvæð á að það gangi vel,“ segir Sandra. Sandra María Jessen hefur farið á kostum í Bestu deildinni í sumar og er Þór/KA í 5. sæti.VÍSIR/VILHELM Sandra segir að önnur pípan í framhandlegg hafi brotnað, og að ekki sé um hreint brot að ræða. Því sé líklegt að hún þurfi að fara í aðgerð en það skýrist við endurmat í næstu viku. Fyrsta spurningin á sjúkrahúsinu „Það fyrsta sem ég spurði að á sjúkrahúsinu var hve lengi ég yrði að komast aftur út á völlinn en því miður er þetta þannig brot, á þannig stað, að þetta mun taka tvo mánuði, sama hvort ég fer í aðgerð eða ekki. En það er bara viðmið og þetta kemur í ljós. Maður finnur aðrar leiðir til að halda sér í formi og sparkar mögulega í bolta þó að maður geti ekki spilað,“ segir Sandra. View this post on Instagram A post shared by SANDRA MARIA JESSEN (@sandram95) Sandra raðaði inn mörkum fyrir Þór/KA í vetur og vann sér á ný sæti í íslenska landsliðinu í vor, eftir þriggja ára hlé, en hún á að baki 33 A-landsleiki. Í sumar hafði hún svo skorað fimm mörk í átta leikjum þegar kom að leiknum við Tindastól svo Sandra er stolt af frammistöðu sinni í ár: „Ég er rosalega ánægð. Mér líður rosalega vel og þetta er umhverfi og hópur leikmanna og þjálfara sem hentar mér mjög vel. Ég er búin að ná að vinna mjög vel með þeim og er komin í mitt gamla form aftur, farin að skora og ná góðum frammistöðum í leikjum með liðinu. Þess vegna er sárt að lenda í þessu akkúrat núna, þegar gengið er gott, en maður verður að horfa á það þannig að þetta styrki mann á einhvern hátt. Þó að það séu erfiðir dagar núna og miklir verkir þá eru líka bjartir dagar fram undan.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Sjá meira