„Núna geturðu lært íslensku hvar og hvenær sem er“ Lovísa Arnardóttir skrifar 22. júní 2023 23:16 Jón Gunnar og Guðmundur Arnar segja það vera réttlætismál að fólk hafi góð tól til að læra íslensku. Vísir/Steingrímur Dúi Bara Tala er nýtt smáforrit sem nýtist öllum sem vilja læra íslensku. Forritið er stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni, þar sem íslenskan er kennd í gegnum leik. Forritið var formlega kynnt í dag en í því geta notendur spreytt sig á samtölum á íslensku í öruggu umhverfi. Forritið hlustar á notendur tala, æfir þá í framburði og veitir endurgjöf í rauntíma. Boðið er upp á grunnnámskeið og vinnusértækt efni fyrir fyrirtæki. Með Bara tala getur starfsfólk æft sig og lært íslensku hvar og hvenær sem er. „Um tuttugu og fimm prósent af íslenskum vinnumarkaði eru erlendir starfsmenn og helmingur þeirra tala ekki íslensku,“ segir Jón Gunnar Þórðarson, forsvarsmaður Bara tala, og segir það svo mikilvægt því tungumálið sé lykillinn að samfélaginu. Aukið aðgengi réttlætismál Akademias og Bara tala hafa gert samstarfssamning en markmiðið er að veita sem flestum aðgengi að nýrri og byltingarkenndri stafrænni íslenskukennslu. Jón Gunnar og Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias, segja það réttlætismál að góð tól standi þeim til boða sem vilji læra íslensku. „Í mörg ár og stigvaxandi hafa fyrirtæki verið að tala um hvað þetta virðist brotið með íslenskukennsluna og við eigum mörg dæmi um vinnustaði þar sem er verið að senda 20 til 30 á námskeið en heimturnar er kannski tveir, þrír fjórir,“ segir Guðmundur Andri og að hann sjái að með forritinu væri hægt að ná til þeirra sem ekki komast á námskeiðið. „Núna geturðu lært íslensku hvar og hvenær sem er, á auðveldan og skemmtilegan hátt. Þú þarft ekkert hugsa um málfræðina eða skrifa ritgerðir. Bara tala og það er það sem þetta snýst um,“ segir Jón Gunnar. Guðmundur Arnar bendir á að einhver eftir ár má búast við því að allt að helmingur vinnuafls verði af erlendu bergi brotið og að þeim verði að standa raunhæfar lausnir til boða. „Þá er það svo augljóst að við verðum að koma með einhverjar lausnir og hjálpa þessum einstaklingum sem vilja komast inn í samfélagið okkar, en með þessa stóru fyrirstöðu, sem er tungumálið okkar. Bara tala verður því vonandi kraftmikið aukaverkfæri,“ segir Guðmundur Arnar. Íslensk tunga Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Akademias festir kaup á Tækninámi Fræðslufyrirtækið Akademias hefur fest kaup á Tækninámi, sem sérhæfir sig í fjarnámi í tækninám. 21. júlí 2022 12:01 Akademias kaupir helmingshlut í Hoobla Fræðslufyrirtækið Akademias hefur keypt helmingshlut í Hoobla sérfræðingaklasanum. 8. júní 2022 11:39 Embla og GPT-4 í eina sæng Notendur raddaðstoðarsmáforritsins Emblu frá Miðeind er nú boðið að spjalla ókeypis við nýjustu útgáfu gervigreindarinnar frá OpenAI, Chat GPT-4. Viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar segir að um sé að ræða einu íslensku vöruna sem er tengd þessu nýja gervigreindarlíkani. 21. apríl 2023 12:26 Störf munu þurrkast út með tilkomu gervigreindar Tækninni fleygir fram á ógnarhraða og gervigreind er ekki lengur bara eitthvað sem við lesum um í vísindaskáldsögum heldur er gervigreind nú þegar orðin partur af lífi margra. 29. mars 2023 11:31 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Forritið var formlega kynnt í dag en í því geta notendur spreytt sig á samtölum á íslensku í öruggu umhverfi. Forritið hlustar á notendur tala, æfir þá í framburði og veitir endurgjöf í rauntíma. Boðið er upp á grunnnámskeið og vinnusértækt efni fyrir fyrirtæki. Með Bara tala getur starfsfólk æft sig og lært íslensku hvar og hvenær sem er. „Um tuttugu og fimm prósent af íslenskum vinnumarkaði eru erlendir starfsmenn og helmingur þeirra tala ekki íslensku,“ segir Jón Gunnar Þórðarson, forsvarsmaður Bara tala, og segir það svo mikilvægt því tungumálið sé lykillinn að samfélaginu. Aukið aðgengi réttlætismál Akademias og Bara tala hafa gert samstarfssamning en markmiðið er að veita sem flestum aðgengi að nýrri og byltingarkenndri stafrænni íslenskukennslu. Jón Gunnar og Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias, segja það réttlætismál að góð tól standi þeim til boða sem vilji læra íslensku. „Í mörg ár og stigvaxandi hafa fyrirtæki verið að tala um hvað þetta virðist brotið með íslenskukennsluna og við eigum mörg dæmi um vinnustaði þar sem er verið að senda 20 til 30 á námskeið en heimturnar er kannski tveir, þrír fjórir,“ segir Guðmundur Andri og að hann sjái að með forritinu væri hægt að ná til þeirra sem ekki komast á námskeiðið. „Núna geturðu lært íslensku hvar og hvenær sem er, á auðveldan og skemmtilegan hátt. Þú þarft ekkert hugsa um málfræðina eða skrifa ritgerðir. Bara tala og það er það sem þetta snýst um,“ segir Jón Gunnar. Guðmundur Arnar bendir á að einhver eftir ár má búast við því að allt að helmingur vinnuafls verði af erlendu bergi brotið og að þeim verði að standa raunhæfar lausnir til boða. „Þá er það svo augljóst að við verðum að koma með einhverjar lausnir og hjálpa þessum einstaklingum sem vilja komast inn í samfélagið okkar, en með þessa stóru fyrirstöðu, sem er tungumálið okkar. Bara tala verður því vonandi kraftmikið aukaverkfæri,“ segir Guðmundur Arnar.
Íslensk tunga Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Akademias festir kaup á Tækninámi Fræðslufyrirtækið Akademias hefur fest kaup á Tækninámi, sem sérhæfir sig í fjarnámi í tækninám. 21. júlí 2022 12:01 Akademias kaupir helmingshlut í Hoobla Fræðslufyrirtækið Akademias hefur keypt helmingshlut í Hoobla sérfræðingaklasanum. 8. júní 2022 11:39 Embla og GPT-4 í eina sæng Notendur raddaðstoðarsmáforritsins Emblu frá Miðeind er nú boðið að spjalla ókeypis við nýjustu útgáfu gervigreindarinnar frá OpenAI, Chat GPT-4. Viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar segir að um sé að ræða einu íslensku vöruna sem er tengd þessu nýja gervigreindarlíkani. 21. apríl 2023 12:26 Störf munu þurrkast út með tilkomu gervigreindar Tækninni fleygir fram á ógnarhraða og gervigreind er ekki lengur bara eitthvað sem við lesum um í vísindaskáldsögum heldur er gervigreind nú þegar orðin partur af lífi margra. 29. mars 2023 11:31 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Akademias festir kaup á Tækninámi Fræðslufyrirtækið Akademias hefur fest kaup á Tækninámi, sem sérhæfir sig í fjarnámi í tækninám. 21. júlí 2022 12:01
Akademias kaupir helmingshlut í Hoobla Fræðslufyrirtækið Akademias hefur keypt helmingshlut í Hoobla sérfræðingaklasanum. 8. júní 2022 11:39
Embla og GPT-4 í eina sæng Notendur raddaðstoðarsmáforritsins Emblu frá Miðeind er nú boðið að spjalla ókeypis við nýjustu útgáfu gervigreindarinnar frá OpenAI, Chat GPT-4. Viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar segir að um sé að ræða einu íslensku vöruna sem er tengd þessu nýja gervigreindarlíkani. 21. apríl 2023 12:26
Störf munu þurrkast út með tilkomu gervigreindar Tækninni fleygir fram á ógnarhraða og gervigreind er ekki lengur bara eitthvað sem við lesum um í vísindaskáldsögum heldur er gervigreind nú þegar orðin partur af lífi margra. 29. mars 2023 11:31