Segir umhverfisráðherra draga rangar ályktanir af uppgjörinu Helena Rós Sturludóttir skrifar 23. júní 2023 12:19 Árni Finnson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að stjórnvöld skorta vilja í loftslagsmálum. vísir/sigurjón Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir stjórnvöld hafa brugðist í loftslagsmálum. Þá dragi umhverfisráðherra rangar ályktanir af uppgjöri Loftslagsráðs. Ekki sé þörf á fleiri virkjunum í bili heldur þurfi að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Greint var frá uppgjöri Loftslagsráðs sem senn lýkur fjögurra ára skipunartíma sínum í gær. Þar lagði ráðið mat á þann árangur sem hefur og hefur ekki náðst í loftslagsmálum síðustu fjögur ár. Í uppgjörinu kemur meðal annars fram að verði ekki gripið í taumana strax muni Ísland ekki ná að uppfylla þær skuldbindingar um samdrátt fyrir 2030 sem það hefur undirgengist sameiginlega með bandalagsríkjum. Auk þess að færast enn fjær markmiðinu um kolefnishlutleysi 2040. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra sagði í hádegisfréttum okkar í gær það vera útilokað að Ísland nái markmiðum á tilsettum tíma án grænnar orku. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands sem situr í Loftslagsráði, segir ráðherra ekki draga réttar ályktanir. „Loftslagsráð bendir á það að aukning í losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi einkum frá samgöngum er alltof, alltof mikil og við því þarf að bregðast. Eins og sakir standa þá þarf ekki að byggja virkjanir til þess arna það er miklu skynsamara að fækka bílum sem brenna bensíni og olíu,“ segir Árni. Stjórnvöld hafi ekki gert nærri nógu mikið til að minnka umferð bíla sem losi gróðurhúsalofttegundir, bensín og dísel, og þar liggi vandamálið.„Vandinn sem umhverfisráðherra þarf að glíma við er að losun minnki umtalsvert. Hún er að aukast, ég held að þetta sé þriðja árið í röð sem losun mun aukast vegna þess að við sjáum það að innflutningur á olíu og bensíni eykst,“ segir Árni jafnframt. Aðspurður hvort stjórnvöld hafi brugðist í málaflokknum svarar Árni játandi. „Já það verður að segjast. Ég er ekki að tala um Guðlaug Þór eingöngu. Ég er að tala um loftslagsstefnu Íslands frá aldamótum, hún hefur verið í molum alla tíð.“ Miðað við þróunina segist Árni ekki bjartsýnn á að Ísland nái markmiðum sínum á tilsettum tíma. Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Undirbúningur framkvæmda í uppnám Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku. 15. júní 2023 22:55 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Sjá meira
Greint var frá uppgjöri Loftslagsráðs sem senn lýkur fjögurra ára skipunartíma sínum í gær. Þar lagði ráðið mat á þann árangur sem hefur og hefur ekki náðst í loftslagsmálum síðustu fjögur ár. Í uppgjörinu kemur meðal annars fram að verði ekki gripið í taumana strax muni Ísland ekki ná að uppfylla þær skuldbindingar um samdrátt fyrir 2030 sem það hefur undirgengist sameiginlega með bandalagsríkjum. Auk þess að færast enn fjær markmiðinu um kolefnishlutleysi 2040. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra sagði í hádegisfréttum okkar í gær það vera útilokað að Ísland nái markmiðum á tilsettum tíma án grænnar orku. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands sem situr í Loftslagsráði, segir ráðherra ekki draga réttar ályktanir. „Loftslagsráð bendir á það að aukning í losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi einkum frá samgöngum er alltof, alltof mikil og við því þarf að bregðast. Eins og sakir standa þá þarf ekki að byggja virkjanir til þess arna það er miklu skynsamara að fækka bílum sem brenna bensíni og olíu,“ segir Árni. Stjórnvöld hafi ekki gert nærri nógu mikið til að minnka umferð bíla sem losi gróðurhúsalofttegundir, bensín og dísel, og þar liggi vandamálið.„Vandinn sem umhverfisráðherra þarf að glíma við er að losun minnki umtalsvert. Hún er að aukast, ég held að þetta sé þriðja árið í röð sem losun mun aukast vegna þess að við sjáum það að innflutningur á olíu og bensíni eykst,“ segir Árni jafnframt. Aðspurður hvort stjórnvöld hafi brugðist í málaflokknum svarar Árni játandi. „Já það verður að segjast. Ég er ekki að tala um Guðlaug Þór eingöngu. Ég er að tala um loftslagsstefnu Íslands frá aldamótum, hún hefur verið í molum alla tíð.“ Miðað við þróunina segist Árni ekki bjartsýnn á að Ísland nái markmiðum sínum á tilsettum tíma.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Undirbúningur framkvæmda í uppnám Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku. 15. júní 2023 22:55 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Sjá meira
Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20
Undirbúningur framkvæmda í uppnám Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku. 15. júní 2023 22:55
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?