Óttast að síðasti hvalurinn hafi verið veiddur Lovísa Arnardóttir skrifar 23. júní 2023 19:28 Teitur Björn segir svör ráðherra ófullnægjandi Vísir/Vilhelm Nefndarmenn atvinnuveganefndar eru ekki allir sáttir við ákvörðun ráðherra að fresta hvalveiðum. Nefndin fundaði í dag með ráðherra. Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar, segir ákvörðun ráðherra að fresta hvalveiðum skýrari eftir fund nefndarinnar í dag. „Ég held að menn séu komnir á svipaðar slóðir með hvert við erum að stefna í þessu máli,“ sagði hann í kvöldfréttum í kvöld. Hann sagði að næst verði stjórnvöld að vinna með leyfishafa að útfæra veiðarnar þannig að þær uppfylli skilyrðin sem lög um velferð dýra tilgreini svo hægt verði að hefja veiðarnar sem fyrst. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem kallaði til fundarins sagði svör ráðherra á fundinum ófullnægjandi og telur hana eiga að draga ákvörðun sína til baka. Hann óttast að ef ekki fáist skýr svör fyrir 31. ágúst, þegar frestur reglugerðar ráðherra rennur út, verði veiðum frestað á ný. „Þá er hún í raun og veru að segja að hún hafi ótakmarkað vald til að fresta veiðunum, ótímabundið þess vegna, og í því felst algert bann og það stenst ekki stjórnarskrá,“ segir Teitur Björn. Matvælaráðherra stendur áfram föst á sinni ákvörðun um að fresta veiðunum á meðan farið er yfir aðferðir veiðanna. „Grundvallaratriðið er það að ég ber ábyrgð á framkvæmd laga um velferð dýra og dýrin hafa ekki annan málsvara en þessi lög og ríkið. Og eins og ég sagði á fundinum þá halda langreyðar ekki baráttufundi. Það er enginn í þeirra hópi sem púar eða klappar þannig að það er í raun og veru okkar skylda að taka þeirra rétt og framkvæma í samræmi við það. Hún segir mikilvægt að nýta tímann vel til 31. ágúst. „Við þurfum að hafa hraðar hendur en númer eitt, tvö og þrjú er að við þurfum að stunda vandaða stjórnsýslu og byggja á faglegum rökum,“ segir Svandís og að hún standi enn föst á sinni ákvörðun. Hvalveiðar Hvalir Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir „Hvalir fylla enga sali“ „Hvalir fylla enga sali og það er enginn sem púar eða klappar í hópi langreyða en þingið hefur falið mér að lögum, að gæta að þessum hagsmunum, og það er það sem ég er að gera.“ 23. júní 2023 14:30 Táraðist og gekk út þegar Svandís sýndi myndband af hvalveiðum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, táraðist og gekk út af fundi atvinnuveganefndar þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sýndi eftirlitsmyndband MAST við upphaf hans. 23. júní 2023 13:26 Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar, segir ákvörðun ráðherra að fresta hvalveiðum skýrari eftir fund nefndarinnar í dag. „Ég held að menn séu komnir á svipaðar slóðir með hvert við erum að stefna í þessu máli,“ sagði hann í kvöldfréttum í kvöld. Hann sagði að næst verði stjórnvöld að vinna með leyfishafa að útfæra veiðarnar þannig að þær uppfylli skilyrðin sem lög um velferð dýra tilgreini svo hægt verði að hefja veiðarnar sem fyrst. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem kallaði til fundarins sagði svör ráðherra á fundinum ófullnægjandi og telur hana eiga að draga ákvörðun sína til baka. Hann óttast að ef ekki fáist skýr svör fyrir 31. ágúst, þegar frestur reglugerðar ráðherra rennur út, verði veiðum frestað á ný. „Þá er hún í raun og veru að segja að hún hafi ótakmarkað vald til að fresta veiðunum, ótímabundið þess vegna, og í því felst algert bann og það stenst ekki stjórnarskrá,“ segir Teitur Björn. Matvælaráðherra stendur áfram föst á sinni ákvörðun um að fresta veiðunum á meðan farið er yfir aðferðir veiðanna. „Grundvallaratriðið er það að ég ber ábyrgð á framkvæmd laga um velferð dýra og dýrin hafa ekki annan málsvara en þessi lög og ríkið. Og eins og ég sagði á fundinum þá halda langreyðar ekki baráttufundi. Það er enginn í þeirra hópi sem púar eða klappar þannig að það er í raun og veru okkar skylda að taka þeirra rétt og framkvæma í samræmi við það. Hún segir mikilvægt að nýta tímann vel til 31. ágúst. „Við þurfum að hafa hraðar hendur en númer eitt, tvö og þrjú er að við þurfum að stunda vandaða stjórnsýslu og byggja á faglegum rökum,“ segir Svandís og að hún standi enn föst á sinni ákvörðun.
Hvalveiðar Hvalir Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir „Hvalir fylla enga sali“ „Hvalir fylla enga sali og það er enginn sem púar eða klappar í hópi langreyða en þingið hefur falið mér að lögum, að gæta að þessum hagsmunum, og það er það sem ég er að gera.“ 23. júní 2023 14:30 Táraðist og gekk út þegar Svandís sýndi myndband af hvalveiðum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, táraðist og gekk út af fundi atvinnuveganefndar þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sýndi eftirlitsmyndband MAST við upphaf hans. 23. júní 2023 13:26 Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
„Hvalir fylla enga sali“ „Hvalir fylla enga sali og það er enginn sem púar eða klappar í hópi langreyða en þingið hefur falið mér að lögum, að gæta að þessum hagsmunum, og það er það sem ég er að gera.“ 23. júní 2023 14:30
Táraðist og gekk út þegar Svandís sýndi myndband af hvalveiðum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, táraðist og gekk út af fundi atvinnuveganefndar þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sýndi eftirlitsmyndband MAST við upphaf hans. 23. júní 2023 13:26
Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41