Tveir knapar reknir úr landsliðshópnum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. júní 2023 13:38 Konráð Valur og Jóhann Rúnar verða ekki með landsliðinu eftir nýlegar ákvarðanir landsliðsnefndar. Tveir knapar, Jóhann Rúnar Skúlason og Konráð Valur Sveinsson, hafa verið reknir úr íslenska landsliðshópnum í hestaíþróttum. Að sögn formanns Landssambands hestamanna gæti Konráð, sem er ríkjandi heimsmeistari, átt afturkvæmt bæti hann hegðun sína. Landssamband hestamannafélaga greindi frá því í stuttri yfirlýsingu í gær að Konráð Valur hefði verið rekinn úr landsliðshópnum. Guðni Halldórsson, formaður sambandsins, staðfestir að Jóhann Rúnar hafi einnig verið rekinn úr hópnum en nýjar upplýsingar hafa komið fram um brot hans. Jóhanni Rúnari var fyrst vikið úr landsliðinu árið 2021 vegna fjögurra mánaða kynferðisbrotadóms frá árinu 1994. Hann var þá dæmdur fyrir önnur kynferðisbrot gegn þrettán ára stúlku í bíl í ágústmánuði árið 1993. Mannlíf sagði frá því, í október árið 2021, að Jóhann Rúnar hafi einnig verið kærður og sakfelldur fyrir heimilisofbeldi í Danmörku árið 2016, þar sem hann býr í dag, gegn þáverandi eiginkonu sinni. Hafi hann til að mynda verið með ökklaband í þó nokkurn tíma. Guðni Halldórsson segir að Konráð Valur geti átt afturkvæmt sýni hann bætta hegðun. Í samtali við Vísi í nóvember árið 2021 sagðist Jóhann Rúnar ósáttur við brottvikninguna. Hann hafi gert mistök og tekið út sinn dóm. Málefni Jóhanns Rúnars hafa nýlega aftur komið inn á borð landsliðsnefndar. Guðni segir að þau málefni sem komu til umfjöllunar árið 2021 hafi spilað inn í þá ákvörðun landsliðsnefndar að banna hann áfram frá þátttöku í landsliðinu „ásamt öðrum og nýlegri málum sem snúa að agamálum landsliðsins,“ segir Guðni. Brot Konráðs af öðrum toga Ákvörðun um Konráð Val var hins vegar tekin í gær og eru af öðrum toga. „Brotin lutu að hegðunar og siðareglum landsliðsins sem geta verið fjölþætt. Það hefur verið ákveðið að tíunda ekki einstök mál gegn honum,“ segir Guðni. Að sögn Guðna veit sambandið ekki til þess að Konráð hafi fallið á lyfjaprófi. Ólíkt banni Jóhanns Rúnars geti bannið gegn Konráði komið til endurskoðunar seinna. „Eins og í öðrum landsliðum er þetta er alltaf opið til skoðunar ef menn sýna bætta hegðun,“ segir Guðni. „Grundvöllur íþróttalaga er sá að menn með kynferðisbrotadóma á bakinu starfa ekki innan hreyfingarinnar. Þessu er allt öðruvísi farið með Konráð Val. Þar er ekki neinu slíku til að dreifa.“ Meðal þeirra bestu Báðir hafa Jóhann Rúnar og Konráð Valur verið meðal fremstu knapa landsins á undanförnum árum. Jóhann Rúnar varð heimsmeistari í tölti árið 2019 og hreppti þrjá af níu mögulegum titlum á heimsmeistaramóti íslenska hestsins. Konráð er ríkjandi heimsmeistari í hundrað metra flugskeiði auk þess að vera margfaldur Íslandsmeistari í skeiðgreinum og heimsmethafi í 250 metra skeiði. Hestaíþróttir Hestar Tengdar fréttir Ríkjandi heimsmeistara vikið úr landsliðshópi Landsliðsnefnd og landsliðsþjálfari Landssambanda hestamannafélaga hafa vikið Konráði Val Sveinssyni, ríkjandi heimsmeistara, úr landsliðshópi vegna brota á aga- og siðareglum landsliðsnefndar. 23. júní 2023 21:29 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Landssamband hestamannafélaga greindi frá því í stuttri yfirlýsingu í gær að Konráð Valur hefði verið rekinn úr landsliðshópnum. Guðni Halldórsson, formaður sambandsins, staðfestir að Jóhann Rúnar hafi einnig verið rekinn úr hópnum en nýjar upplýsingar hafa komið fram um brot hans. Jóhanni Rúnari var fyrst vikið úr landsliðinu árið 2021 vegna fjögurra mánaða kynferðisbrotadóms frá árinu 1994. Hann var þá dæmdur fyrir önnur kynferðisbrot gegn þrettán ára stúlku í bíl í ágústmánuði árið 1993. Mannlíf sagði frá því, í október árið 2021, að Jóhann Rúnar hafi einnig verið kærður og sakfelldur fyrir heimilisofbeldi í Danmörku árið 2016, þar sem hann býr í dag, gegn þáverandi eiginkonu sinni. Hafi hann til að mynda verið með ökklaband í þó nokkurn tíma. Guðni Halldórsson segir að Konráð Valur geti átt afturkvæmt sýni hann bætta hegðun. Í samtali við Vísi í nóvember árið 2021 sagðist Jóhann Rúnar ósáttur við brottvikninguna. Hann hafi gert mistök og tekið út sinn dóm. Málefni Jóhanns Rúnars hafa nýlega aftur komið inn á borð landsliðsnefndar. Guðni segir að þau málefni sem komu til umfjöllunar árið 2021 hafi spilað inn í þá ákvörðun landsliðsnefndar að banna hann áfram frá þátttöku í landsliðinu „ásamt öðrum og nýlegri málum sem snúa að agamálum landsliðsins,“ segir Guðni. Brot Konráðs af öðrum toga Ákvörðun um Konráð Val var hins vegar tekin í gær og eru af öðrum toga. „Brotin lutu að hegðunar og siðareglum landsliðsins sem geta verið fjölþætt. Það hefur verið ákveðið að tíunda ekki einstök mál gegn honum,“ segir Guðni. Að sögn Guðna veit sambandið ekki til þess að Konráð hafi fallið á lyfjaprófi. Ólíkt banni Jóhanns Rúnars geti bannið gegn Konráði komið til endurskoðunar seinna. „Eins og í öðrum landsliðum er þetta er alltaf opið til skoðunar ef menn sýna bætta hegðun,“ segir Guðni. „Grundvöllur íþróttalaga er sá að menn með kynferðisbrotadóma á bakinu starfa ekki innan hreyfingarinnar. Þessu er allt öðruvísi farið með Konráð Val. Þar er ekki neinu slíku til að dreifa.“ Meðal þeirra bestu Báðir hafa Jóhann Rúnar og Konráð Valur verið meðal fremstu knapa landsins á undanförnum árum. Jóhann Rúnar varð heimsmeistari í tölti árið 2019 og hreppti þrjá af níu mögulegum titlum á heimsmeistaramóti íslenska hestsins. Konráð er ríkjandi heimsmeistari í hundrað metra flugskeiði auk þess að vera margfaldur Íslandsmeistari í skeiðgreinum og heimsmethafi í 250 metra skeiði.
Hestaíþróttir Hestar Tengdar fréttir Ríkjandi heimsmeistara vikið úr landsliðshópi Landsliðsnefnd og landsliðsþjálfari Landssambanda hestamannafélaga hafa vikið Konráði Val Sveinssyni, ríkjandi heimsmeistara, úr landsliðshópi vegna brota á aga- og siðareglum landsliðsnefndar. 23. júní 2023 21:29 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Ríkjandi heimsmeistara vikið úr landsliðshópi Landsliðsnefnd og landsliðsþjálfari Landssambanda hestamannafélaga hafa vikið Konráði Val Sveinssyni, ríkjandi heimsmeistara, úr landsliðshópi vegna brota á aga- og siðareglum landsliðsnefndar. 23. júní 2023 21:29