Brynhildur áfram í Borgó Árni Sæberg skrifar 27. júní 2023 13:25 Brynhildur Guðjónsdóttir verður Borgarleikhússtjóri næstu fjögur árin. Vísir/Vilhelm Brynhildur Guðjónsdóttir hefur verið endurráðin sem leikhússtjóri Borgarleikhússins frá og með 1. ágúst næstkomandi til 31. júlí árið 2027. Samkvæmt tilkynningu um endurráðninguna segir að samþykktir Leikfélags Reykjavíkur kveði á um að heimilt sé að endurráða leikhússtjóra til fjögurra ára og að Brynhildur hafi gengt starfinu frá febrúar árið 2020. Leikhússtjóri heyrir undir stjórn LR og starfar í umboði hennar til fjögurra ára í senn. Kristín Eysteinsdóttir sagði starfi leikhússtjóra lausu á miðju skipunartímabili og því er Brynhildur endurráðin nú. Leikhússtjóri hefur yfirumsjón með öllum leikhúsrekstri í Borgarleikhúsinu og ber listræna ábyrgð á starfseminni og rekstrarlega ábyrgð gagnvart stjórn LR. Brynhildur útskrifaðist með BA Hons gráðu í leiklist frá Guildhall School of Music and Drama í London árið 1998, en áður hafði hún lokið BA gráðu í frönsku frá HÍ. Hún nam að auki leikritun við Yale School of Drama í Bandaríkjunum veturinn 2011-2012. Brynhildur er leikari, leikskáld og leikstjóri en áður en hún var ráðin í stöðu leikhússtjóra hafði hún starfað um árabil í Borgarleikhúsinu sem leikari og leikstjóri og leikstýrt meðal annars Ríkharði III og Vanja frænda. Mikil gleðitíðindi „Stjórn Leikfélagsins telur það mikil gleðitíðindi fyrir Borgarleikhúsið að Brynhildur standi hér í stafni næstu fjögur ár. Hún hefur staðið sig fádæma vel í þessu starfi undanfarin ár við krefjandi aðstæður. Til viðbótar við sína listrænu forystu hefur hún sýnt afburðastjórnunarhæfileika og siglt leikhúsinu í gegnum fjölbreytt öldurót.“ er haft eftir Eggerti Benedikt Guðmundssyni, formanni Leikfélags Reykjavíkur. „Ég þakka stjórn LR innilega sýndan heiður og traust. Borgarleikhúsið er kröftug og lifandi menningarstofnun þar sem samheldinn og framúrskarandi hópur fólks vinnur að því að skapa góða list, gleðja og næra. Starf leikhússtjórans er vissulega krefjandi en um leið gefandi og stundum jafnvel töfrandi. Það eru sannarlega forréttindi að fá að starfa við það sem maður hefur kosið að helga líf sitt. Ég horfi björtum augum til framtíðar og hlakka til að þjóna leikhúsinu okkar og listinni áfram af metnaði og gleði,“ er haft eftir Brynhildi. Leikhús Menning Reykjavík Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Fleiri fréttir Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu um endurráðninguna segir að samþykktir Leikfélags Reykjavíkur kveði á um að heimilt sé að endurráða leikhússtjóra til fjögurra ára og að Brynhildur hafi gengt starfinu frá febrúar árið 2020. Leikhússtjóri heyrir undir stjórn LR og starfar í umboði hennar til fjögurra ára í senn. Kristín Eysteinsdóttir sagði starfi leikhússtjóra lausu á miðju skipunartímabili og því er Brynhildur endurráðin nú. Leikhússtjóri hefur yfirumsjón með öllum leikhúsrekstri í Borgarleikhúsinu og ber listræna ábyrgð á starfseminni og rekstrarlega ábyrgð gagnvart stjórn LR. Brynhildur útskrifaðist með BA Hons gráðu í leiklist frá Guildhall School of Music and Drama í London árið 1998, en áður hafði hún lokið BA gráðu í frönsku frá HÍ. Hún nam að auki leikritun við Yale School of Drama í Bandaríkjunum veturinn 2011-2012. Brynhildur er leikari, leikskáld og leikstjóri en áður en hún var ráðin í stöðu leikhússtjóra hafði hún starfað um árabil í Borgarleikhúsinu sem leikari og leikstjóri og leikstýrt meðal annars Ríkharði III og Vanja frænda. Mikil gleðitíðindi „Stjórn Leikfélagsins telur það mikil gleðitíðindi fyrir Borgarleikhúsið að Brynhildur standi hér í stafni næstu fjögur ár. Hún hefur staðið sig fádæma vel í þessu starfi undanfarin ár við krefjandi aðstæður. Til viðbótar við sína listrænu forystu hefur hún sýnt afburðastjórnunarhæfileika og siglt leikhúsinu í gegnum fjölbreytt öldurót.“ er haft eftir Eggerti Benedikt Guðmundssyni, formanni Leikfélags Reykjavíkur. „Ég þakka stjórn LR innilega sýndan heiður og traust. Borgarleikhúsið er kröftug og lifandi menningarstofnun þar sem samheldinn og framúrskarandi hópur fólks vinnur að því að skapa góða list, gleðja og næra. Starf leikhússtjórans er vissulega krefjandi en um leið gefandi og stundum jafnvel töfrandi. Það eru sannarlega forréttindi að fá að starfa við það sem maður hefur kosið að helga líf sitt. Ég horfi björtum augum til framtíðar og hlakka til að þjóna leikhúsinu okkar og listinni áfram af metnaði og gleði,“ er haft eftir Brynhildi.
Leikhús Menning Reykjavík Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Fleiri fréttir Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Sjá meira