Dæmdur í ótímabundið fangelsi fyrir morðið á Miu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. júní 2023 10:16 Mia Skadhauge Stevn hvarf í febrúar á síðasta ári. Thomas Thomsen hefur verið fundinn sekur um morðið á henni. Hinn 38 ára gamli Thomas Thomsen sem fundinn var sekur í gær um morðið á Miu Skadhauge Stevn í Álaborg í Danmörku á síðasta ári og fyrir tilraun til nauðgunar og ósæmilega meðferð á líki hennar var í dag dæmdur í ótímabundið fangelsi. Um er að ræða dóm sem kveðinn er upp yfir föngum sem taldir eru sérstaklega hættulegir. Í umfjöllun danska miðilsins Jyllandsposten kemur fram að í hópi dómara og kviðdómenda hafi fjórir kosið að Thomas fengi lífstíðarfangelsi, sex hafi kosið ótímabundið fangelsi og tveir að hann hlyti 16 ára fangelsisdóm. Ótímabundin fangelsisvist (d. forvaring) er refsing sem beitt er gegn föngum sem þykja sérstaklega hættulegir og felur ekki í sér fyrirfram ákveðna lengd afplánunar. Slíkir fangar fá frekar aðstoð geðlækna. Danski saksóknarinn Mia Bendix hafði farið fram á að Thomas fengi lífstíðarfangelsi. Sjálfur hefur Thomas ítrekað haldið fram sakleysi sínu en rétturinn taldi skýringar hans á fráfalli Miu ekki halda vatni og meðferð hans á líki hennar, sem hann bútaði í sundur í 231 búta sýna fram á að honum hafi ekki gengið gott til. Þrengdi að öndunarvegi Miu Áður hefur komið fram að dómarar og kviðdómur telji sannað að Thomas hafi boðið Miu far til síns heima af djamminu í Álaborg og svo valdið dauða hennar með því að þrengja að öndunarvegi hennar. Hann hefur haldið því fram að um slys hafi verið að ræða. Þau hafi farið út úr bílnum og sofið saman. Mia hafi fallið og töskuband setið fast um háls hennar og segir Thomas það hafa fest sig í einhverju á jörðinni. Hann hafi komið henni meðvitundarlausri fyrir í skottinu sínu þar sem hann segir hana hafa látist af áverkum sínum. Hefur Thomas haldið því fram að hann hafi að því loknu losað sig við lík hennar með því að saga það í sundur. Eins og áður segir telur rétturinn sannað að Thomas hafi myrt Miu. Hann hafi keyrt með hana á afvikinn stað í skóglendi skammt frá þar sem hann hafi ætlað að nauðga henni. Hann hafi gert tilraun til þess og svo þrengt að öndunarvegi hennar með þeim afleiðingum að hún lést. Þá var Thomas fundinn sekur um ósæmilega meðferð á líki hennar en hann keyrði með lík hennar til síns heima þar sem hann sagaði lík hennar í sundur í meira en tvöhundruð búta. Lík hennar fannst í skóglendi þar sem Thomas hafði gert tilraun til að dreifa líkamsleifum hennar í skóglendi og jafnframt reynt að leysa þær upp með leysiefni. Danmörk Erlend sakamál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Í umfjöllun danska miðilsins Jyllandsposten kemur fram að í hópi dómara og kviðdómenda hafi fjórir kosið að Thomas fengi lífstíðarfangelsi, sex hafi kosið ótímabundið fangelsi og tveir að hann hlyti 16 ára fangelsisdóm. Ótímabundin fangelsisvist (d. forvaring) er refsing sem beitt er gegn föngum sem þykja sérstaklega hættulegir og felur ekki í sér fyrirfram ákveðna lengd afplánunar. Slíkir fangar fá frekar aðstoð geðlækna. Danski saksóknarinn Mia Bendix hafði farið fram á að Thomas fengi lífstíðarfangelsi. Sjálfur hefur Thomas ítrekað haldið fram sakleysi sínu en rétturinn taldi skýringar hans á fráfalli Miu ekki halda vatni og meðferð hans á líki hennar, sem hann bútaði í sundur í 231 búta sýna fram á að honum hafi ekki gengið gott til. Þrengdi að öndunarvegi Miu Áður hefur komið fram að dómarar og kviðdómur telji sannað að Thomas hafi boðið Miu far til síns heima af djamminu í Álaborg og svo valdið dauða hennar með því að þrengja að öndunarvegi hennar. Hann hefur haldið því fram að um slys hafi verið að ræða. Þau hafi farið út úr bílnum og sofið saman. Mia hafi fallið og töskuband setið fast um háls hennar og segir Thomas það hafa fest sig í einhverju á jörðinni. Hann hafi komið henni meðvitundarlausri fyrir í skottinu sínu þar sem hann segir hana hafa látist af áverkum sínum. Hefur Thomas haldið því fram að hann hafi að því loknu losað sig við lík hennar með því að saga það í sundur. Eins og áður segir telur rétturinn sannað að Thomas hafi myrt Miu. Hann hafi keyrt með hana á afvikinn stað í skóglendi skammt frá þar sem hann hafi ætlað að nauðga henni. Hann hafi gert tilraun til þess og svo þrengt að öndunarvegi hennar með þeim afleiðingum að hún lést. Þá var Thomas fundinn sekur um ósæmilega meðferð á líki hennar en hann keyrði með lík hennar til síns heima þar sem hann sagaði lík hennar í sundur í meira en tvöhundruð búta. Lík hennar fannst í skóglendi þar sem Thomas hafði gert tilraun til að dreifa líkamsleifum hennar í skóglendi og jafnframt reynt að leysa þær upp með leysiefni.
Danmörk Erlend sakamál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira