Rangt gefið á Reykjanesi Markús Ingólfur Eiríksson skrifar 29. júní 2023 16:01 Ég hef í rúm fjögur ár gegnt embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS), sem ber þær lögboðnu skyldur að veita ört fjölgandi íbúum Suðurnesja eins fullkomna heilbrigðisþjónustu og völ er á, líkt og segir í lögum um heilbrigðisþjónustu. Réttindi íbúanna eru ekki einungis tryggð með lögum og reglum, heldur einnig í stjórnarskrá. Það er því skylda stjórnvalda að tryggja stofnuninni nægilegt fjármagn svo unnt sé að veita þá þjónustu sem íbúarnir eiga rétt á. Fjárframlög á hvern íbúa fara sífellt lækkandi Þrátt fyrir að ég og fleiri hafa ítrekað bent heilbrigðisráðuneytinu á þann vanda að fjárframlög á hvern íbúa Suðurnesja færu sífellt lækkandi og að í óefni stefndi, hefur ekkert verið aðhafst. Undir þau sjónarmið hefur t.d. Fagráð HSS tekið undir í ályktun sinni. Fjársvelti leiðir til óhagræðis Fjársvelti HSS hefur haft þær afleiðingar m.a. að hver íbúi fær sífellt minni þjónustu og álagið á starfsfólk HSS eykst sömuleiðis. Við það sparast engir fjármunir því íbúarnir þurfa í staðinn að leita lengra eftir heilbrigðisþjónustu. Slík ferðalög draga úr vinnuframlagi og þar af leiðandi verðmætasköpun í hagkerfinu. Þar að auki spara þau ekki útgjöld ríkissjóðs þar sem að þau úrræði sem íbúar þurfa þá að leita í eru jafnvel enn dýrari en þjónustan heima í héraði. Miklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri HSS Á mínum starfstíma hefur verið ráðist í miklar breytingar í rekstri stofnunarinnar með það að markmiði að efla þjónustuna og draga úr kostnaði, ekki síst til lengri tíma litið. Yfirlit um hluta þess má lesa um í þessari grein. Þær úrbætur hafa stuðlað að stórauknu trausti til HSS. Þrátt fyrir þennan árangur hefur HSS á undanförnum árum glímt við verulegan fjármögnunarvanda. Undanfarið ár hefur þó steininn tekið úr. Íbúum á Suðurnesjum hefur fjölgað um hátt í 10%, verðbólga var einnig 10% en aukning fjárheimilda til HSS innan við 5%. Á þessu ber heilbrigðisráðherra ábyrgð. Vafi á að stjórnarskrárvarinn réttur íbúa Suðurnesja sé virtur Það leikur verulegur vafi á því að stjórnarskrárvarinn réttur íbúa Suðurnesja til heilbrigðisþjónustu sé virtur. Leitað verður til umboðsmanns Alþingis vegna þessa eins og skýrt var frá fyrir viku síðan. Ófagleg stjórnsýsla heilbrigðisráðuneytis í kjölfar gagnrýni og upplýsinga til almennings um að þróun fjárveitinga til HSS hafi versnað enn eitt árið, átti hlut í ákvörðun um að vísa málinu til umboðsmanns. Óeðlileg stjórnsýsla ráðuneytis Það er í samræmi við þau vinnubrögð sem áður hafa birst þegar heilbrigðisráðherra hélt því fram í viðtali á visir.is í gær að samskipti hans við mig hefðu „ávallt verið á formlegu nótunum.“ Ég get ekki tekið undir þá fullyrðingu ráðherra og bendi á að í sama viðtali var reynt að draga starfsfólk HSS inn í umræðuna. Það er ekkert óeðlilegt við það að starfsfólk stofnunar sé ekki alltaf sammála ákvörðunum forstjóra. Ummælin verða umhugsunarverðari í ljósi þeirrar staðreyndar að það er forstjóri HSS sem ber ábyrgð gagnvart ráðherra, ekki starfsfólk stofnunarinnar. Þetta er dæmi um þá stjórnsýslu sem nauðsynlegt er að umboðsmaður Alþingis taki afstöðu til. Brotalamir í fjármögnun heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni Brotalamirnar í heilbrigðisráðuneytinu eru því miður ekki einungis bundnar gagnvart íbúum Suðurnesja, heldur einnig öðrum íbúum á landsbyggðinni. Í vikunni skýrði heilbrigðisráðherra frá því að samningar við sérgreinalækna séu loks í höfn eftir langt samningsleysi. Það er yfirleitt jákvætt þegar aðilar ná samningum en innihald samningana skiptir höfuðmáli. Haft var eftir forstjóra Sjúkratrygginga Íslands í frétt á RÚV í gær að engin ákvæði væru í samningnum sem tryggðu þjónustu á landsbyggðinni. Í fréttinni voru einnig rakin dæmi um að eldra fólk treysti sér ekki í læknisferðir til Reykjavíkur og fengi þar af leiðandi ekki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Nýir samningar Sjúkratrygginga Íslands tryggja ekki veitingu þjónustu sérgreinalækna á landsbyggðinni Í áraraðir hafa gögn á vegum Sjúkratrygginga Íslands staðfest að íbúar landsbyggðarinnar hafa fengið töluvert minni þjónustu af hálfu sérgreinalækna en aðrir landsmenn. Til þessa hafa þeir samningar sem verið hafa í gildi ekki geymt ákvæði um jafnræði að aðgengi þjónustu á landinu öllu. Einstaka heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni hafa af fremsta megni reynt að halda uppi þeirri þjónustu sérgreinalækna sem þeim hefur verið unnt í hverju heilbrigðisumdæmi. Fjárhagsstaða þeirra hefur þó sennilega aldrei verið jafn bágborin og nú. Því er óraunhæft með öllu að leggja ábyrgð á veitingu þjónustu sérgreinalækna á þeirra herðar, ofan á aðrar byrðar sem þær ná ekki að standa undir. Ekki má gleyma að almenn læknisþjónusta á landsbyggðinni hefur sífellt verið á undanhaldi og mun sums staðar leggjast af innan tíðar ef ekkert breytist. Því er ekki unnt að ætla heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni að veita sérhæfða þjónustu þegar þær ná ekki að veita almenna þjónustu með fullnægjandi hætti. Ráðherra varpar ábyrgð yfir á stofnanirnar Vont er ef einstaka forstöðumenn ríkisstofnana, sem sjá sig knúna til að benda á að keisarinn sé nakinn, þurfi að gjalda fyrir slíkt með starfi sínu. Verra er þó að horfa upp á fjársvelti minnar heilbrigðisstofnunar á Suðurnesjum og afleiðingar þess á starfsfólk HSS og heilbrigðisþjónustu við íbúana. Sama má segja almennt um heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Verst er þó að heilbrigðisráðherra skuli varpa eigin ábyrgð á fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar á landsbyggðinni yfir á einstakar stofnanir með vísan í lög um opinber fjármál um að forstöðumenn þeirra eigi að halda þeim innan fjárheimilda, jafnvel þótt slíkt sé með öllu ómögulegt. Nær væri að ráðherra legði áherslu á að standa undir þeirri ábyrgð að veita öllum íbúunum landsins fullnægjandi heilbrigðisþjónustu sem þeir eiga rétt á, samkvæmt lögum og stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Höfundur er forstjóri HSS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Markús Ingólfur Eiríksson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ég hef í rúm fjögur ár gegnt embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS), sem ber þær lögboðnu skyldur að veita ört fjölgandi íbúum Suðurnesja eins fullkomna heilbrigðisþjónustu og völ er á, líkt og segir í lögum um heilbrigðisþjónustu. Réttindi íbúanna eru ekki einungis tryggð með lögum og reglum, heldur einnig í stjórnarskrá. Það er því skylda stjórnvalda að tryggja stofnuninni nægilegt fjármagn svo unnt sé að veita þá þjónustu sem íbúarnir eiga rétt á. Fjárframlög á hvern íbúa fara sífellt lækkandi Þrátt fyrir að ég og fleiri hafa ítrekað bent heilbrigðisráðuneytinu á þann vanda að fjárframlög á hvern íbúa Suðurnesja færu sífellt lækkandi og að í óefni stefndi, hefur ekkert verið aðhafst. Undir þau sjónarmið hefur t.d. Fagráð HSS tekið undir í ályktun sinni. Fjársvelti leiðir til óhagræðis Fjársvelti HSS hefur haft þær afleiðingar m.a. að hver íbúi fær sífellt minni þjónustu og álagið á starfsfólk HSS eykst sömuleiðis. Við það sparast engir fjármunir því íbúarnir þurfa í staðinn að leita lengra eftir heilbrigðisþjónustu. Slík ferðalög draga úr vinnuframlagi og þar af leiðandi verðmætasköpun í hagkerfinu. Þar að auki spara þau ekki útgjöld ríkissjóðs þar sem að þau úrræði sem íbúar þurfa þá að leita í eru jafnvel enn dýrari en þjónustan heima í héraði. Miklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri HSS Á mínum starfstíma hefur verið ráðist í miklar breytingar í rekstri stofnunarinnar með það að markmiði að efla þjónustuna og draga úr kostnaði, ekki síst til lengri tíma litið. Yfirlit um hluta þess má lesa um í þessari grein. Þær úrbætur hafa stuðlað að stórauknu trausti til HSS. Þrátt fyrir þennan árangur hefur HSS á undanförnum árum glímt við verulegan fjármögnunarvanda. Undanfarið ár hefur þó steininn tekið úr. Íbúum á Suðurnesjum hefur fjölgað um hátt í 10%, verðbólga var einnig 10% en aukning fjárheimilda til HSS innan við 5%. Á þessu ber heilbrigðisráðherra ábyrgð. Vafi á að stjórnarskrárvarinn réttur íbúa Suðurnesja sé virtur Það leikur verulegur vafi á því að stjórnarskrárvarinn réttur íbúa Suðurnesja til heilbrigðisþjónustu sé virtur. Leitað verður til umboðsmanns Alþingis vegna þessa eins og skýrt var frá fyrir viku síðan. Ófagleg stjórnsýsla heilbrigðisráðuneytis í kjölfar gagnrýni og upplýsinga til almennings um að þróun fjárveitinga til HSS hafi versnað enn eitt árið, átti hlut í ákvörðun um að vísa málinu til umboðsmanns. Óeðlileg stjórnsýsla ráðuneytis Það er í samræmi við þau vinnubrögð sem áður hafa birst þegar heilbrigðisráðherra hélt því fram í viðtali á visir.is í gær að samskipti hans við mig hefðu „ávallt verið á formlegu nótunum.“ Ég get ekki tekið undir þá fullyrðingu ráðherra og bendi á að í sama viðtali var reynt að draga starfsfólk HSS inn í umræðuna. Það er ekkert óeðlilegt við það að starfsfólk stofnunar sé ekki alltaf sammála ákvörðunum forstjóra. Ummælin verða umhugsunarverðari í ljósi þeirrar staðreyndar að það er forstjóri HSS sem ber ábyrgð gagnvart ráðherra, ekki starfsfólk stofnunarinnar. Þetta er dæmi um þá stjórnsýslu sem nauðsynlegt er að umboðsmaður Alþingis taki afstöðu til. Brotalamir í fjármögnun heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni Brotalamirnar í heilbrigðisráðuneytinu eru því miður ekki einungis bundnar gagnvart íbúum Suðurnesja, heldur einnig öðrum íbúum á landsbyggðinni. Í vikunni skýrði heilbrigðisráðherra frá því að samningar við sérgreinalækna séu loks í höfn eftir langt samningsleysi. Það er yfirleitt jákvætt þegar aðilar ná samningum en innihald samningana skiptir höfuðmáli. Haft var eftir forstjóra Sjúkratrygginga Íslands í frétt á RÚV í gær að engin ákvæði væru í samningnum sem tryggðu þjónustu á landsbyggðinni. Í fréttinni voru einnig rakin dæmi um að eldra fólk treysti sér ekki í læknisferðir til Reykjavíkur og fengi þar af leiðandi ekki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Nýir samningar Sjúkratrygginga Íslands tryggja ekki veitingu þjónustu sérgreinalækna á landsbyggðinni Í áraraðir hafa gögn á vegum Sjúkratrygginga Íslands staðfest að íbúar landsbyggðarinnar hafa fengið töluvert minni þjónustu af hálfu sérgreinalækna en aðrir landsmenn. Til þessa hafa þeir samningar sem verið hafa í gildi ekki geymt ákvæði um jafnræði að aðgengi þjónustu á landinu öllu. Einstaka heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni hafa af fremsta megni reynt að halda uppi þeirri þjónustu sérgreinalækna sem þeim hefur verið unnt í hverju heilbrigðisumdæmi. Fjárhagsstaða þeirra hefur þó sennilega aldrei verið jafn bágborin og nú. Því er óraunhæft með öllu að leggja ábyrgð á veitingu þjónustu sérgreinalækna á þeirra herðar, ofan á aðrar byrðar sem þær ná ekki að standa undir. Ekki má gleyma að almenn læknisþjónusta á landsbyggðinni hefur sífellt verið á undanhaldi og mun sums staðar leggjast af innan tíðar ef ekkert breytist. Því er ekki unnt að ætla heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni að veita sérhæfða þjónustu þegar þær ná ekki að veita almenna þjónustu með fullnægjandi hætti. Ráðherra varpar ábyrgð yfir á stofnanirnar Vont er ef einstaka forstöðumenn ríkisstofnana, sem sjá sig knúna til að benda á að keisarinn sé nakinn, þurfi að gjalda fyrir slíkt með starfi sínu. Verra er þó að horfa upp á fjársvelti minnar heilbrigðisstofnunar á Suðurnesjum og afleiðingar þess á starfsfólk HSS og heilbrigðisþjónustu við íbúana. Sama má segja almennt um heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Verst er þó að heilbrigðisráðherra skuli varpa eigin ábyrgð á fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar á landsbyggðinni yfir á einstakar stofnanir með vísan í lög um opinber fjármál um að forstöðumenn þeirra eigi að halda þeim innan fjárheimilda, jafnvel þótt slíkt sé með öllu ómögulegt. Nær væri að ráðherra legði áherslu á að standa undir þeirri ábyrgð að veita öllum íbúunum landsins fullnægjandi heilbrigðisþjónustu sem þeir eiga rétt á, samkvæmt lögum og stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Höfundur er forstjóri HSS.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun