Stjarnan slapp við Arsenal og Valur mætir Tyrkjum Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2023 11:32 Stjarnan og Valur spila bæði í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Valur og Stjarnan voru bæði meðal þeirra liða sem komu upp úr skálunum þegar dregið var í fyrri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna í dag. Undankeppninni er skipt í tvo hluta, svokallaða meistaraleið og deildarleið. Valskonur fara meistaraleiðina enda Íslandsmeistarar, en Stjarnan fer deildarleiðina eftir að hafa náð 2. sæti í Bestu deildinni í fyrra. Aðeins sextán bestu deildir Evrópu eiga fulltrúa í deildarleiðinni. Keppt er í fjögurra liða riðlum í undankeppninni og kemst aðeins sigurvegari hvers riðils áfram á seinna stig undankeppninnar. Ákveðið verður brátt hvaða lið verður á heimavelli í hverjum riðli og því mögulegt að spilað verði á Íslandi. Valur gegn tyrknesku og albönsku liði? Valskonur drógust í riðil sjö og mæta þar í undanúrslitum tyrkneska liðinu Fomget. Sigurliðið úr þeim leik mætir svo sigurliðinu úr leik Vllaznia frá Albaníu og Hajvalia frá Kósovó, í úrslitaleik. Tapliðin mætast einnig í leik um 3. sæti. Stjarnan slapp við Arsenal og Juventus Stjörnukonur eiga hins vegar mun erfiðara verkefni fyrir höndum. Þær voru þó afskaplega heppnar með drátt því þær hefðu getað lent gegn liðum eins og Arsenal og Juventus. Stjarnan mætir Levante frá Spáni í undanúrslitum, og sigurliðið mætir svo Twente frá Hollandi eða Sturm Graz frá Austurríki í úrslitaleik. Levante og Twente voru lægst skrifuðu liðin sem Stjarnan gat dregist á móti. Juventus, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, mætir Okzhetpes frá Kasakstan í undanúrslitum og svo Frankfurt eða Slovácko frá Tékklandi. Vålerenga, lið Ingibjargar Sigurðardóttur, mætir Minsk frá Hvíta-Rússlandi og sigurliðið mætir svo Bröndby eða Celtic í úrslitaleik. Leikið í september Leikirnir í undanúrslitum eiga að fara fram 6. september og úrslitaleikirnir, sem og leikir um 3. sæti í hverjum riðli, eru 9. september. Nú þegar dregið hefur verið mun það svo í framhaldinu skýrast hvaða lið verður á heimavelli í hverjum riðli. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Stjarnan Besta deild kvenna Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira
Undankeppninni er skipt í tvo hluta, svokallaða meistaraleið og deildarleið. Valskonur fara meistaraleiðina enda Íslandsmeistarar, en Stjarnan fer deildarleiðina eftir að hafa náð 2. sæti í Bestu deildinni í fyrra. Aðeins sextán bestu deildir Evrópu eiga fulltrúa í deildarleiðinni. Keppt er í fjögurra liða riðlum í undankeppninni og kemst aðeins sigurvegari hvers riðils áfram á seinna stig undankeppninnar. Ákveðið verður brátt hvaða lið verður á heimavelli í hverjum riðli og því mögulegt að spilað verði á Íslandi. Valur gegn tyrknesku og albönsku liði? Valskonur drógust í riðil sjö og mæta þar í undanúrslitum tyrkneska liðinu Fomget. Sigurliðið úr þeim leik mætir svo sigurliðinu úr leik Vllaznia frá Albaníu og Hajvalia frá Kósovó, í úrslitaleik. Tapliðin mætast einnig í leik um 3. sæti. Stjarnan slapp við Arsenal og Juventus Stjörnukonur eiga hins vegar mun erfiðara verkefni fyrir höndum. Þær voru þó afskaplega heppnar með drátt því þær hefðu getað lent gegn liðum eins og Arsenal og Juventus. Stjarnan mætir Levante frá Spáni í undanúrslitum, og sigurliðið mætir svo Twente frá Hollandi eða Sturm Graz frá Austurríki í úrslitaleik. Levante og Twente voru lægst skrifuðu liðin sem Stjarnan gat dregist á móti. Juventus, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, mætir Okzhetpes frá Kasakstan í undanúrslitum og svo Frankfurt eða Slovácko frá Tékklandi. Vålerenga, lið Ingibjargar Sigurðardóttur, mætir Minsk frá Hvíta-Rússlandi og sigurliðið mætir svo Bröndby eða Celtic í úrslitaleik. Leikið í september Leikirnir í undanúrslitum eiga að fara fram 6. september og úrslitaleikirnir, sem og leikir um 3. sæti í hverjum riðli, eru 9. september. Nú þegar dregið hefur verið mun það svo í framhaldinu skýrast hvaða lið verður á heimavelli í hverjum riðli.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Stjarnan Besta deild kvenna Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira