Eyddi þremur árum í að fá Messi til Inter Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2023 07:30 Lionel Messi mun njóta góðs af auknum áhuga á MLS-deildinni þegar hann byrjar að spila í deildinni. Getty/Lintao Zhang Eigandi Inter Miami hefur sagt frá því hvernig hann fór af því að fá argentínska knattspyrnugoðið Lionel Messi til að semja bið bandaríska félagið. Jorge Mas segir að hann hafi eytt þremur árum í samningaviðræður um að fá Messi til að koma. Messi tilkynnti á dögunum að hann fari til Inter Miami á frjálsri sölu eftir að hafa spilað undanfarin tvö ár með Paris Saint-Germain í Frakklandi. „Árið 2019 (þegar Messi var enn hjá Barcelona) þá byrjuðum við að hugsa um hvernig við gætum fengið hann til okkar,“ sagði Jorge Mas við spænska blaðið El Pais. „Ég eyddi þremur árum í þetta og vann ákaft að þessu. Það voru margrar viðræður við föður Messi (líka umboðsmaður hans). David [Beckham] talaði við Leo en bara um fótboltalegu hliðina af því að hann var leikmaður,“ sagði Mas. Hinn 36 ára gamli Messi var að íhuga það að fara aftur til Barcelona en hann hafnaði einnig ofursamningi við sádí-arabíska félagið Al-Hilal. Inter Miami owner Jorge Mas said that the process of signing Lionel Messi took place over three years and dates back to 2019 pic.twitter.com/Kczo6WBGEC— ESPN FC (@ESPNFC) July 3, 2023 Mas fór líka aðeins yfir samninginn og segir að Apple hluti samningsins hafi verið mjög mikilvægur þáttur. Apple tilkynnti nýverið um fjögurra þátta heimildarþáttarröð um sögu Messi í heimsmeistarakeppninni, frá fyrsta mótinu 2006 þar til að hann vann loksins titilinn árið 2022. Messi hefur passað upp á það að hann njóti góðs af auknum áhuga á MLS-deildinni og hann fær því hluta af sölu áskrifta af útsendingum frá deildinni. Apple sér um það eftir að hafa gert tíu ára samning í fyrra en leikir Inter Miami eru sýndir á Apple TV+. Mas staðfesti að Messi muni fá milli 50 og 60 milljón dollara í árslaun sem eru á milli 6,9 og 8,2 milljarðar króna. Hann fær líka hlut af búningasölu og þá mun hann einnig fá eigandahlut í félaginu þegar ferli hans líkur. Inter liðið ætlar einnig að fá til liðsins leikmenn sem Messi þekkir vel. Það eru menn eins og Sergio Busquets og Jordi Alba en Mas segir ólíklegt að liðið fá til sín þá Luis Suarez og Angel Di Maria. Mas tók það janframt fram að Messi er ekki kominn til Miami til að sleppa af heldur ætli sér að ná árangri með Inter Miami á næstu árum. Inter Miami co-owner Jorge Mas has confirmed that Lionel Messi will receive an annual salary between 45m- 55m. The negotiations lasted three years, including a year and a half of very intense negotiations Messi will also receive: A % on club shirt sales A pic.twitter.com/d9JPKZryNl— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) July 3, 2023 Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Jorge Mas segir að hann hafi eytt þremur árum í samningaviðræður um að fá Messi til að koma. Messi tilkynnti á dögunum að hann fari til Inter Miami á frjálsri sölu eftir að hafa spilað undanfarin tvö ár með Paris Saint-Germain í Frakklandi. „Árið 2019 (þegar Messi var enn hjá Barcelona) þá byrjuðum við að hugsa um hvernig við gætum fengið hann til okkar,“ sagði Jorge Mas við spænska blaðið El Pais. „Ég eyddi þremur árum í þetta og vann ákaft að þessu. Það voru margrar viðræður við föður Messi (líka umboðsmaður hans). David [Beckham] talaði við Leo en bara um fótboltalegu hliðina af því að hann var leikmaður,“ sagði Mas. Hinn 36 ára gamli Messi var að íhuga það að fara aftur til Barcelona en hann hafnaði einnig ofursamningi við sádí-arabíska félagið Al-Hilal. Inter Miami owner Jorge Mas said that the process of signing Lionel Messi took place over three years and dates back to 2019 pic.twitter.com/Kczo6WBGEC— ESPN FC (@ESPNFC) July 3, 2023 Mas fór líka aðeins yfir samninginn og segir að Apple hluti samningsins hafi verið mjög mikilvægur þáttur. Apple tilkynnti nýverið um fjögurra þátta heimildarþáttarröð um sögu Messi í heimsmeistarakeppninni, frá fyrsta mótinu 2006 þar til að hann vann loksins titilinn árið 2022. Messi hefur passað upp á það að hann njóti góðs af auknum áhuga á MLS-deildinni og hann fær því hluta af sölu áskrifta af útsendingum frá deildinni. Apple sér um það eftir að hafa gert tíu ára samning í fyrra en leikir Inter Miami eru sýndir á Apple TV+. Mas staðfesti að Messi muni fá milli 50 og 60 milljón dollara í árslaun sem eru á milli 6,9 og 8,2 milljarðar króna. Hann fær líka hlut af búningasölu og þá mun hann einnig fá eigandahlut í félaginu þegar ferli hans líkur. Inter liðið ætlar einnig að fá til liðsins leikmenn sem Messi þekkir vel. Það eru menn eins og Sergio Busquets og Jordi Alba en Mas segir ólíklegt að liðið fá til sín þá Luis Suarez og Angel Di Maria. Mas tók það janframt fram að Messi er ekki kominn til Miami til að sleppa af heldur ætli sér að ná árangri með Inter Miami á næstu árum. Inter Miami co-owner Jorge Mas has confirmed that Lionel Messi will receive an annual salary between 45m- 55m. The negotiations lasted three years, including a year and a half of very intense negotiations Messi will also receive: A % on club shirt sales A pic.twitter.com/d9JPKZryNl— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) July 3, 2023
Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira