Eyddi þremur árum í að fá Messi til Inter Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2023 07:30 Lionel Messi mun njóta góðs af auknum áhuga á MLS-deildinni þegar hann byrjar að spila í deildinni. Getty/Lintao Zhang Eigandi Inter Miami hefur sagt frá því hvernig hann fór af því að fá argentínska knattspyrnugoðið Lionel Messi til að semja bið bandaríska félagið. Jorge Mas segir að hann hafi eytt þremur árum í samningaviðræður um að fá Messi til að koma. Messi tilkynnti á dögunum að hann fari til Inter Miami á frjálsri sölu eftir að hafa spilað undanfarin tvö ár með Paris Saint-Germain í Frakklandi. „Árið 2019 (þegar Messi var enn hjá Barcelona) þá byrjuðum við að hugsa um hvernig við gætum fengið hann til okkar,“ sagði Jorge Mas við spænska blaðið El Pais. „Ég eyddi þremur árum í þetta og vann ákaft að þessu. Það voru margrar viðræður við föður Messi (líka umboðsmaður hans). David [Beckham] talaði við Leo en bara um fótboltalegu hliðina af því að hann var leikmaður,“ sagði Mas. Hinn 36 ára gamli Messi var að íhuga það að fara aftur til Barcelona en hann hafnaði einnig ofursamningi við sádí-arabíska félagið Al-Hilal. Inter Miami owner Jorge Mas said that the process of signing Lionel Messi took place over three years and dates back to 2019 pic.twitter.com/Kczo6WBGEC— ESPN FC (@ESPNFC) July 3, 2023 Mas fór líka aðeins yfir samninginn og segir að Apple hluti samningsins hafi verið mjög mikilvægur þáttur. Apple tilkynnti nýverið um fjögurra þátta heimildarþáttarröð um sögu Messi í heimsmeistarakeppninni, frá fyrsta mótinu 2006 þar til að hann vann loksins titilinn árið 2022. Messi hefur passað upp á það að hann njóti góðs af auknum áhuga á MLS-deildinni og hann fær því hluta af sölu áskrifta af útsendingum frá deildinni. Apple sér um það eftir að hafa gert tíu ára samning í fyrra en leikir Inter Miami eru sýndir á Apple TV+. Mas staðfesti að Messi muni fá milli 50 og 60 milljón dollara í árslaun sem eru á milli 6,9 og 8,2 milljarðar króna. Hann fær líka hlut af búningasölu og þá mun hann einnig fá eigandahlut í félaginu þegar ferli hans líkur. Inter liðið ætlar einnig að fá til liðsins leikmenn sem Messi þekkir vel. Það eru menn eins og Sergio Busquets og Jordi Alba en Mas segir ólíklegt að liðið fá til sín þá Luis Suarez og Angel Di Maria. Mas tók það janframt fram að Messi er ekki kominn til Miami til að sleppa af heldur ætli sér að ná árangri með Inter Miami á næstu árum. Inter Miami co-owner Jorge Mas has confirmed that Lionel Messi will receive an annual salary between 45m- 55m. The negotiations lasted three years, including a year and a half of very intense negotiations Messi will also receive: A % on club shirt sales A pic.twitter.com/d9JPKZryNl— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) July 3, 2023 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Jorge Mas segir að hann hafi eytt þremur árum í samningaviðræður um að fá Messi til að koma. Messi tilkynnti á dögunum að hann fari til Inter Miami á frjálsri sölu eftir að hafa spilað undanfarin tvö ár með Paris Saint-Germain í Frakklandi. „Árið 2019 (þegar Messi var enn hjá Barcelona) þá byrjuðum við að hugsa um hvernig við gætum fengið hann til okkar,“ sagði Jorge Mas við spænska blaðið El Pais. „Ég eyddi þremur árum í þetta og vann ákaft að þessu. Það voru margrar viðræður við föður Messi (líka umboðsmaður hans). David [Beckham] talaði við Leo en bara um fótboltalegu hliðina af því að hann var leikmaður,“ sagði Mas. Hinn 36 ára gamli Messi var að íhuga það að fara aftur til Barcelona en hann hafnaði einnig ofursamningi við sádí-arabíska félagið Al-Hilal. Inter Miami owner Jorge Mas said that the process of signing Lionel Messi took place over three years and dates back to 2019 pic.twitter.com/Kczo6WBGEC— ESPN FC (@ESPNFC) July 3, 2023 Mas fór líka aðeins yfir samninginn og segir að Apple hluti samningsins hafi verið mjög mikilvægur þáttur. Apple tilkynnti nýverið um fjögurra þátta heimildarþáttarröð um sögu Messi í heimsmeistarakeppninni, frá fyrsta mótinu 2006 þar til að hann vann loksins titilinn árið 2022. Messi hefur passað upp á það að hann njóti góðs af auknum áhuga á MLS-deildinni og hann fær því hluta af sölu áskrifta af útsendingum frá deildinni. Apple sér um það eftir að hafa gert tíu ára samning í fyrra en leikir Inter Miami eru sýndir á Apple TV+. Mas staðfesti að Messi muni fá milli 50 og 60 milljón dollara í árslaun sem eru á milli 6,9 og 8,2 milljarðar króna. Hann fær líka hlut af búningasölu og þá mun hann einnig fá eigandahlut í félaginu þegar ferli hans líkur. Inter liðið ætlar einnig að fá til liðsins leikmenn sem Messi þekkir vel. Það eru menn eins og Sergio Busquets og Jordi Alba en Mas segir ólíklegt að liðið fá til sín þá Luis Suarez og Angel Di Maria. Mas tók það janframt fram að Messi er ekki kominn til Miami til að sleppa af heldur ætli sér að ná árangri með Inter Miami á næstu árum. Inter Miami co-owner Jorge Mas has confirmed that Lionel Messi will receive an annual salary between 45m- 55m. The negotiations lasted three years, including a year and a half of very intense negotiations Messi will also receive: A % on club shirt sales A pic.twitter.com/d9JPKZryNl— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) July 3, 2023
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira