Styrkleiki hversu margir eru af erlendu bergi brotnir Bjarki Sigurðsson skrifar 4. júlí 2023 19:41 Helgi Arnarson, sviðsstjóri menntasviðs Reykjanesbæjar. Vísir/Sigurjón Þótt skólakerfið í Reykjanesbæ hafi tekist á við miklar áskoranir með fjölgun flóttamanna í bæjarfélaginu, segir sviðsstjóri menntasviðs það einnig fela í sér styrkleika hversu margir nemenda eru af erlendu bergi brotnir. Í Reykjanesbæ eru starfræktir sjö grunnskólar og hefur grunnskólanemum á svæðinu fjölgað ört síðustu ár. Hefur bærinn þurft að reisa nýjar byggingar í takt við fjölgunina. Helgi Arnarson, sviðsstjóri menntasviðs Reykjanesbæjar, segir að bærinn nái rétt að halda í við fjölgunina. „Við höfum verið að bregðast við með þeim hætti en það virðist ekkert lát vera á þessari fjölgun þannig við verðum að halda áfram að byggja. Þetta snýr ekki einungis að húsnæði heldur að fagfólki til að vinna störfin. Það hefur verið mikil áskorun að ná í fagfólk, gengið býsna vel en krefjandi verkefni,“ segir Helgi. Íbúum í Reykjanesbæ hefur fjölgað gífurlega síðustu ár og eru fleiri og fleiri íbúar af erlendu bergi brotnir. Helgi segir það einnig endurspeglast í skólakerfinu. „Við lýtum á það sem styrkleika, ekki bara sem áskorun. Það er mikill styrkleiki sem við horfum á í því efni og erum mjög stolt af. Grunnstefna sveitarfélagsins heitir í krafti fjölbreytileikans og það er meðal annars eitt af leiðarljósum nýrrar menntastefnu sveitarfélagsins. Þannig við horfum til þess að börn sem koma með þekkingu og reynslu frá öðrum löndum eru auðlind inn í skólakerfið. Að sama skapi er það líka áskorun, það kallar á fjölbreyttari kennsluhætti og fleira í þeim dúr. Við erum svolítið að læra jafn óðum í þessu,“ segir Helgi. Hann þvertekur fyrir það að börn í bænum fái verri kennslu vegna fjölgunar nemenda með annað móðurmál en íslensku. „Það vil ég alls ekki meina, það er mjög blómlegt starf í leik- og grunnskólum hér í Reykjanesbæ og mjög öflugt þróunar- og skólastarf,“ segir Helgi. Skóla - og menntamál Reykjanesbær Börn og uppeldi Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Grunnskólar Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Í Reykjanesbæ eru starfræktir sjö grunnskólar og hefur grunnskólanemum á svæðinu fjölgað ört síðustu ár. Hefur bærinn þurft að reisa nýjar byggingar í takt við fjölgunina. Helgi Arnarson, sviðsstjóri menntasviðs Reykjanesbæjar, segir að bærinn nái rétt að halda í við fjölgunina. „Við höfum verið að bregðast við með þeim hætti en það virðist ekkert lát vera á þessari fjölgun þannig við verðum að halda áfram að byggja. Þetta snýr ekki einungis að húsnæði heldur að fagfólki til að vinna störfin. Það hefur verið mikil áskorun að ná í fagfólk, gengið býsna vel en krefjandi verkefni,“ segir Helgi. Íbúum í Reykjanesbæ hefur fjölgað gífurlega síðustu ár og eru fleiri og fleiri íbúar af erlendu bergi brotnir. Helgi segir það einnig endurspeglast í skólakerfinu. „Við lýtum á það sem styrkleika, ekki bara sem áskorun. Það er mikill styrkleiki sem við horfum á í því efni og erum mjög stolt af. Grunnstefna sveitarfélagsins heitir í krafti fjölbreytileikans og það er meðal annars eitt af leiðarljósum nýrrar menntastefnu sveitarfélagsins. Þannig við horfum til þess að börn sem koma með þekkingu og reynslu frá öðrum löndum eru auðlind inn í skólakerfið. Að sama skapi er það líka áskorun, það kallar á fjölbreyttari kennsluhætti og fleira í þeim dúr. Við erum svolítið að læra jafn óðum í þessu,“ segir Helgi. Hann þvertekur fyrir það að börn í bænum fái verri kennslu vegna fjölgunar nemenda með annað móðurmál en íslensku. „Það vil ég alls ekki meina, það er mjög blómlegt starf í leik- og grunnskólum hér í Reykjanesbæ og mjög öflugt þróunar- og skólastarf,“ segir Helgi.
Skóla - og menntamál Reykjanesbær Börn og uppeldi Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Grunnskólar Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira