Einu umsækjendurnir um embætti dómara við Landsrétt metnir jafnhæfir Eiður Þór Árnason skrifar 4. júlí 2023 20:31 Guðrún Sesselja Arnardóttir lögmaður, Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari, Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari og Ásgerður Ragnarsdóttir, settur landsréttardómari. Vísir Dómnefnd telur að Ásgerður Ragnarsdóttir, settur landsréttardómari, og Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari séu bæði mjög vel hæf til að gegna embætti dómara við Landsrétt og ekki verði gert á milli milli hæfni þeirra tveggja. Sama dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara komst að þeirri niðurstöðu að Guðrún Sesselja Arnardóttir lögmaður sé hæfust umsækjenda til að hljóta skipun í embætti héraðsdómara og Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari fylgi þar á eftir. Einungis tvö sóttu um stöðu við Landsrétt Þann 12. maí síðastliðinn auglýsti dómsmálaráðuneytið tvö embætti héraðsdómara laus til umsóknar. Báðir dómarar munu hafa fyrstu starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur frá og með 1. september næstkomandi en annar þeirra er einungis settur í embætti á meðan leyfi skipaðs héraðsdómara stendur. Þann 26. maí síðastliðinn auglýsti ráðuneytið svo laust til umsóknar eitt embætti dómara við Landsrétt til skipunar frá og með 21. ágúst næstkomandi. Einungis tvær umsóknir bárust og raðaði dómnefnd þeim líkt og áður segir. Tilkynnt er um niðurstöðuna á vef Stjórnarráðsins. Ekki jöfn á öllum sviðum Ef litið er til þess að reynsla af dómstörfum, reynsla af lögmanns- og málflutningsstörfum og reynsla af stjórnsýslustörfum hafi jafn mikið vægi er það álit dómnefndar að báðir umsækjendur um stöðu við Landsrétt hafi öðlast þá lögfræðilegu þekkingu, sem gera verði kröfu um að landsréttardómari hafi til að bera. Séu umræddir matsþættir virtir í heild er það útkoma nefndarinnar að Kjartan Bjarni standi framar Ásgerði, en ekki sé verulegur munur á milli þeirra þegar borin er saman hæfni í þeim hluta mats. Á sama tíma er það mat dómnefndar að Ásgerður hafi með dómsúrlausnum sínum, sem teknar voru til skoðunar, sýnt meiri færni en Kjartan Bjarni til að semja dóma. Á hinn bóginn sé ekki afgerandi munur á hæfni þeirra að þessu leyti. Að þessu framansögðu er það niðurstaða dómnefndar að báðir umsækjendur séu mjög vel hæfir til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Telur nefndin að ekki séu efni til að gera upp á milli hæfni þeirra tveggja að því leyti. Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara skipuðu Eiríkur Tómasson formaður, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Kristín Benediktsdóttir, Reimar Pétursson og Þorgeir Örlygsson. Dómstólar Vistaskipti Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Sama dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara komst að þeirri niðurstöðu að Guðrún Sesselja Arnardóttir lögmaður sé hæfust umsækjenda til að hljóta skipun í embætti héraðsdómara og Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari fylgi þar á eftir. Einungis tvö sóttu um stöðu við Landsrétt Þann 12. maí síðastliðinn auglýsti dómsmálaráðuneytið tvö embætti héraðsdómara laus til umsóknar. Báðir dómarar munu hafa fyrstu starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur frá og með 1. september næstkomandi en annar þeirra er einungis settur í embætti á meðan leyfi skipaðs héraðsdómara stendur. Þann 26. maí síðastliðinn auglýsti ráðuneytið svo laust til umsóknar eitt embætti dómara við Landsrétt til skipunar frá og með 21. ágúst næstkomandi. Einungis tvær umsóknir bárust og raðaði dómnefnd þeim líkt og áður segir. Tilkynnt er um niðurstöðuna á vef Stjórnarráðsins. Ekki jöfn á öllum sviðum Ef litið er til þess að reynsla af dómstörfum, reynsla af lögmanns- og málflutningsstörfum og reynsla af stjórnsýslustörfum hafi jafn mikið vægi er það álit dómnefndar að báðir umsækjendur um stöðu við Landsrétt hafi öðlast þá lögfræðilegu þekkingu, sem gera verði kröfu um að landsréttardómari hafi til að bera. Séu umræddir matsþættir virtir í heild er það útkoma nefndarinnar að Kjartan Bjarni standi framar Ásgerði, en ekki sé verulegur munur á milli þeirra þegar borin er saman hæfni í þeim hluta mats. Á sama tíma er það mat dómnefndar að Ásgerður hafi með dómsúrlausnum sínum, sem teknar voru til skoðunar, sýnt meiri færni en Kjartan Bjarni til að semja dóma. Á hinn bóginn sé ekki afgerandi munur á hæfni þeirra að þessu leyti. Að þessu framansögðu er það niðurstaða dómnefndar að báðir umsækjendur séu mjög vel hæfir til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Telur nefndin að ekki séu efni til að gera upp á milli hæfni þeirra tveggja að því leyti. Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara skipuðu Eiríkur Tómasson formaður, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Kristín Benediktsdóttir, Reimar Pétursson og Þorgeir Örlygsson.
Dómstólar Vistaskipti Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira