Landrisið bendi til kraftmikils goss Oddur Ævar Gunnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 5. júlí 2023 16:37 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Vísir/vilhelm Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir umfang og útbreiðslu landriss á Reykjanesskaga benda til þess að nægilegt kvikumagn sé til staðar til þess að búa til kraftmikið gos. Slíkt gos yrði stærra en gos á Reykjanesskaga árið 2021 og 2022. Ljóst sé að kvika sé búin að ryðja sér til rúms í efri hluta jarðskorpunnar. Þorvaldur segir erfitt að segja til um magn kviku á Reykjanesinu þar sem jörð hefur nötrað í dag. Þá sé enn erfiðara að segja til um hve nákvæmlega stórt gosið verður og hvenær hugsanlega gýs, þó meiri líkur séu á því en minni. „En ef við tökum dæmi í þessu tilfelli, þá erum við að tala um að það hefur orðið landris á tiltölulega stóru svæði á Reykjanesi, á breiðu og útdreifðu svæði með miðju í Fagradalsfjalli og eftir því sem svæðið sem verður fyrir áhrifum af landrisi stækkar því meira verður rúmmálið á þeim vökva sem er að koma inn og valda landrisinu.“ Sé miðað við það sé hugsanlega nægt kvikumagn undir jörð til þess að búa til tiltölulega stórt hraungos. „Þá stærra en þau sem komu upp 2021 og 2022. En hversu stórt það verður er erfiðara að segja til um.“ Aðrar sviðsmyndir mögulegar en 2021 og 2022 Þorvaldur segir að sama skapi erfitt að segja til um hvar gos muni koma upp. Miðað við hvar jarðskjálftar finnist á Reykjanesi, í beinni línu af gígaröðinni sem myndaðist 2022, muni líklega gjósa þar í grenndinni „Jörð gæti þess vegna opnast rétt norðan við Fagradalsklasann og þá svona inn af Þráinsskildi, sem væri aðeins öðruvísi sviðsmynd en við sáum í 2021 og 2022 gosinu. Því ef gossprungan opnast svona norðarlega hefur hún flæðiaðgang í norðurátt, niður í áttina Keflavíkurveginum.“ Að þínu fræðilega mati, hversu líklegt telurðu að eldgos geti orðið? „Mér finnst líkurnar alltaf vera að aukast, eftir því sem að hrynan heldur áfram. Þannig ég tel það séu verulegar líkur á eldgosi í þessu tilfelli, sérstaklega þegar maður tekur tillit til þess að skjálftarnir hafa eitthvað verið að grynnka. En það er erfiðara að segja til um hvort það sé eftir einhverja daga eða einhverjar klukkustundir.“ Ekki bendi neitt til þess enn sem komið er að kvikan sé komin það grunnt að það styttist í gos. Einhver tími sé í það. „En ef þetta heldur sem horfir þá held ég að þetta endi í eldgosi,“ segir Þorvaldur sem bætir því við að sérfræðingar læri eitthvað nýtt af hverju gosi. „Svo bara vonum við að þetta verði bara lítið og pent gos, sem leyfir okkur að fylgjast vel með.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Þorvaldur segir erfitt að segja til um magn kviku á Reykjanesinu þar sem jörð hefur nötrað í dag. Þá sé enn erfiðara að segja til um hve nákvæmlega stórt gosið verður og hvenær hugsanlega gýs, þó meiri líkur séu á því en minni. „En ef við tökum dæmi í þessu tilfelli, þá erum við að tala um að það hefur orðið landris á tiltölulega stóru svæði á Reykjanesi, á breiðu og útdreifðu svæði með miðju í Fagradalsfjalli og eftir því sem svæðið sem verður fyrir áhrifum af landrisi stækkar því meira verður rúmmálið á þeim vökva sem er að koma inn og valda landrisinu.“ Sé miðað við það sé hugsanlega nægt kvikumagn undir jörð til þess að búa til tiltölulega stórt hraungos. „Þá stærra en þau sem komu upp 2021 og 2022. En hversu stórt það verður er erfiðara að segja til um.“ Aðrar sviðsmyndir mögulegar en 2021 og 2022 Þorvaldur segir að sama skapi erfitt að segja til um hvar gos muni koma upp. Miðað við hvar jarðskjálftar finnist á Reykjanesi, í beinni línu af gígaröðinni sem myndaðist 2022, muni líklega gjósa þar í grenndinni „Jörð gæti þess vegna opnast rétt norðan við Fagradalsklasann og þá svona inn af Þráinsskildi, sem væri aðeins öðruvísi sviðsmynd en við sáum í 2021 og 2022 gosinu. Því ef gossprungan opnast svona norðarlega hefur hún flæðiaðgang í norðurátt, niður í áttina Keflavíkurveginum.“ Að þínu fræðilega mati, hversu líklegt telurðu að eldgos geti orðið? „Mér finnst líkurnar alltaf vera að aukast, eftir því sem að hrynan heldur áfram. Þannig ég tel það séu verulegar líkur á eldgosi í þessu tilfelli, sérstaklega þegar maður tekur tillit til þess að skjálftarnir hafa eitthvað verið að grynnka. En það er erfiðara að segja til um hvort það sé eftir einhverja daga eða einhverjar klukkustundir.“ Ekki bendi neitt til þess enn sem komið er að kvikan sé komin það grunnt að það styttist í gos. Einhver tími sé í það. „En ef þetta heldur sem horfir þá held ég að þetta endi í eldgosi,“ segir Þorvaldur sem bætir því við að sérfræðingar læri eitthvað nýtt af hverju gosi. „Svo bara vonum við að þetta verði bara lítið og pent gos, sem leyfir okkur að fylgjast vel með.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira