Háskólabíó verður aðalbíóhús RIFF Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. júlí 2023 19:23 Bíógestir munu fá tækifæri að fara aftur í Háskólabíó í haust. Háskólabíó verður aðalbíóhús kvikmyndahátíðarinnar RIFF sem fram fer í haust. Bíóhúsið verður skreytt að innan í samstarfi við Góða Hirðirinn. Nýlega var greint frá því að bíósýningum í Háskólabíói yrði hætt og að síðasta sýningin hafi verið þann 30. júní síðastliðinn. Fyrsta myndin var sýnd í húsinu árið 1961 og því á það rúmlega sextíu ára sögu sem kvikmyndahús. Sena, sem rekið hafði bíóið frá árinu 2007, taldi reksturinn ekki standa lengur undir sér. Kvikmyndaunnendum mun hins vegar gefast tækifæri til að sjá kvikmyndir á nýjan leik í Háskólabíói, um tíma að minnsta kosti. En RIFF hefur samið um að Háskólabíó verði aðalbíóhús hátíðarinnar. Hún fer fram frá 28. september til 8. október næstkomandi. Frá opnunarhátíðinni árið 2022. Samkvæmt tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar er von á fjölda erlendra gesta og efnt verður til umræðna af ýmsu tagi. Þá verður sett upp ljósmyndasýning sem tengist tuttugu ára sögu RIFF í anddyrinu og haldnir tónleikar. Auk Háskólabíós verður dagskrá í Norræna húsinu, á öðrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. „Fyrir hátíðina verður húsið skreytt upp á nýtt að innan og allt gert til að gera móttökur sem hlýjastar fyrir gesti RIFF en það verður gert í samstarfi við Góða Hirðirinn í samræmi við umhverfisvæna stefnu hátíðarinnar,“ segir í tilkynningunni. Frá opnunarhátíðinni árið 2022. Hrönn Marínósdóttir stjórnandi RIFF á opnunarhátíðinni árið 2022. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra á opnunarhátíðinni árið 2022. RIFF Kvikmyndahús Reykjavík Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Frábær lausn fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Nýlega var greint frá því að bíósýningum í Háskólabíói yrði hætt og að síðasta sýningin hafi verið þann 30. júní síðastliðinn. Fyrsta myndin var sýnd í húsinu árið 1961 og því á það rúmlega sextíu ára sögu sem kvikmyndahús. Sena, sem rekið hafði bíóið frá árinu 2007, taldi reksturinn ekki standa lengur undir sér. Kvikmyndaunnendum mun hins vegar gefast tækifæri til að sjá kvikmyndir á nýjan leik í Háskólabíói, um tíma að minnsta kosti. En RIFF hefur samið um að Háskólabíó verði aðalbíóhús hátíðarinnar. Hún fer fram frá 28. september til 8. október næstkomandi. Frá opnunarhátíðinni árið 2022. Samkvæmt tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar er von á fjölda erlendra gesta og efnt verður til umræðna af ýmsu tagi. Þá verður sett upp ljósmyndasýning sem tengist tuttugu ára sögu RIFF í anddyrinu og haldnir tónleikar. Auk Háskólabíós verður dagskrá í Norræna húsinu, á öðrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. „Fyrir hátíðina verður húsið skreytt upp á nýtt að innan og allt gert til að gera móttökur sem hlýjastar fyrir gesti RIFF en það verður gert í samstarfi við Góða Hirðirinn í samræmi við umhverfisvæna stefnu hátíðarinnar,“ segir í tilkynningunni. Frá opnunarhátíðinni árið 2022. Hrönn Marínósdóttir stjórnandi RIFF á opnunarhátíðinni árið 2022. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra á opnunarhátíðinni árið 2022.
RIFF Kvikmyndahús Reykjavík Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Frábær lausn fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira