„Ég hef alltaf vitað að ég væri mikill markaskorari“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2023 10:00 Bryndís Arna Níelsdóttir bregður á leik með skotskóna. Vísir/Hulda Margrét Valskonan Bryndís Arna Níelsdóttir er langmarkahæsti leikmaður Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir fyrstu ellefu umferðirnar. Hún hefur skorað níu mörk eða fjórum mörkum meira en þær sem skipa annað sætið á listanum yfir markahæstu menn. Bryndís Arna er að blómstra á sínu öðru tímabili hjá Hlíðarenda en hvað er að skila öllum þessum mörkum. „Ég hef verið að æfa þetta mjög mikið og svo er ég með þessa leikmenn við hliðina á mér í Val sem eru að aðstoða mig. Þær eiga jafnmikið kredit fyrir þessi mörk og ég. Ég er mjög ánægð með alla í liðinu,“ sagði Bryndís Arna Níelsdóttir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Erfitt í fyrra Bryndís segir að það sé munur á henni í ár og í fyrra þegar hún steig sína frumraun með Valsliðinu. „Jú klárlega. Ég var að glíma við meiðsli í fyrra og svo vorum við bara með hörku framherja í Cyeru [Hintzen] og Elínu Mettu [Jensen] þegar ég kom til baka. Þá var svolítið erfitt að brjótast inn í liðið,“ sagði Bryndís Arna. „Ég setti mér það markmið fyrir þetta tímabil að ætla að komast inn í þetta byrjunarlið, fara hjálpa liðinu, skora mörk, gefa stoðsendingar og mér finnst það hafa heppnast vel,“ sagði Bryndís. Vildi vera framherji númer eitt, tvö og þrjú „Cyera fór út og Elín Metta hætti. Ég vildi bara vera framherji númer eitt, tvö og þrjú. Ég vil alltaf vaxa og dafna í mínum leik og það hjálpar að vera með þessu Valsliði og vera með Pétur sem þjálfara,“ sagði Bryndís en hvernig er Pétur sem þjálfari. „Hann er mjög góður þjálfari og við sjáum það bara á árangri Valsliðins undanfarin ár. Liðið varð Íslands- og bikarmeistari í fyrra og hann er mjög góður þjálfari og að kenna mér mjög margt,“ sagði Bryndís. Alltaf að tala um þegar hann var í Feyenoord Pétur Pétursson er náttúrulega algjör goðsögn sem leikmaður og einn allra besti framherji Íslandssögunnar. Minnir hann stelpurnar stundum á það. „Ó já. Á hverri einustu æfingu þá er hann að tala um þegar hann var í Feyenoord. Hann er mjög fyndinn og mjög góð týpa. Það er mjög skemmtilegt að hafa hann,“ sagði Bryndís. Hún er búin að skora níu sinnum í ellefu leikjum en er markauppskera sumarsins til þessa framar hennar vonum. „Nei ég hef alltaf vitað að ég væri mikill markaskorari og er góð í því. Ég hef skorað mikið af mörkum í gegnum tíðina og þetta var aldrei að fara að breytast í ár. Bara að skora mörk og leggja upp mörk fyrir liðsfélagana mín. Það var alltaf markmiðið og meðan við erum að vinna þá er ég mjög sátt,“ sagði Bryndís. Bryndís talar líka um Fanndísi Friðriksdóttur og mikilvægi hennar í viðtalinu. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Bryndís Arna: Hann er mjög fyndinn og mjög góð týpa Besta deild kvenna Valur Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Bryndís Arna er að blómstra á sínu öðru tímabili hjá Hlíðarenda en hvað er að skila öllum þessum mörkum. „Ég hef verið að æfa þetta mjög mikið og svo er ég með þessa leikmenn við hliðina á mér í Val sem eru að aðstoða mig. Þær eiga jafnmikið kredit fyrir þessi mörk og ég. Ég er mjög ánægð með alla í liðinu,“ sagði Bryndís Arna Níelsdóttir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Erfitt í fyrra Bryndís segir að það sé munur á henni í ár og í fyrra þegar hún steig sína frumraun með Valsliðinu. „Jú klárlega. Ég var að glíma við meiðsli í fyrra og svo vorum við bara með hörku framherja í Cyeru [Hintzen] og Elínu Mettu [Jensen] þegar ég kom til baka. Þá var svolítið erfitt að brjótast inn í liðið,“ sagði Bryndís Arna. „Ég setti mér það markmið fyrir þetta tímabil að ætla að komast inn í þetta byrjunarlið, fara hjálpa liðinu, skora mörk, gefa stoðsendingar og mér finnst það hafa heppnast vel,“ sagði Bryndís. Vildi vera framherji númer eitt, tvö og þrjú „Cyera fór út og Elín Metta hætti. Ég vildi bara vera framherji númer eitt, tvö og þrjú. Ég vil alltaf vaxa og dafna í mínum leik og það hjálpar að vera með þessu Valsliði og vera með Pétur sem þjálfara,“ sagði Bryndís en hvernig er Pétur sem þjálfari. „Hann er mjög góður þjálfari og við sjáum það bara á árangri Valsliðins undanfarin ár. Liðið varð Íslands- og bikarmeistari í fyrra og hann er mjög góður þjálfari og að kenna mér mjög margt,“ sagði Bryndís. Alltaf að tala um þegar hann var í Feyenoord Pétur Pétursson er náttúrulega algjör goðsögn sem leikmaður og einn allra besti framherji Íslandssögunnar. Minnir hann stelpurnar stundum á það. „Ó já. Á hverri einustu æfingu þá er hann að tala um þegar hann var í Feyenoord. Hann er mjög fyndinn og mjög góð týpa. Það er mjög skemmtilegt að hafa hann,“ sagði Bryndís. Hún er búin að skora níu sinnum í ellefu leikjum en er markauppskera sumarsins til þessa framar hennar vonum. „Nei ég hef alltaf vitað að ég væri mikill markaskorari og er góð í því. Ég hef skorað mikið af mörkum í gegnum tíðina og þetta var aldrei að fara að breytast í ár. Bara að skora mörk og leggja upp mörk fyrir liðsfélagana mín. Það var alltaf markmiðið og meðan við erum að vinna þá er ég mjög sátt,“ sagði Bryndís. Bryndís talar líka um Fanndísi Friðriksdóttur og mikilvægi hennar í viðtalinu. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Bryndís Arna: Hann er mjög fyndinn og mjög góð týpa
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann