„Gaman og gefandi að keyra löglegan kappakstur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 15. júlí 2023 22:11 Hákon Gunnar Hákonarson er einn þeirra á bak við GoKart á Akureyri. Vísir/Arnar Í fyrsta sinn í fimm ár er hægt að fara í GoKart á Íslandi. Eigandi leigunnar segir það afar gefandi að geta boðið fólki upp á löglegan kappakstur. Eina GoKart-leiga landsins er staðsett á svæði bílaklúbbs Akureyrar við Hlíðarfjallsveg. Í blíðskaparveðrinu sem hefur blessað Akureyringa fyrri hluta sumars hafa viðtökurnar verið ansi góðar að sögn Hákonar Gunnars Hákonarsonar, eins eigenda leigunnar. „Þetta hefur gengið mjög vel. Í júní var rosa gott veður. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og héðan fer enginn ósáttur. Það er bara gott að koma til Akureyrar og fara í GoKart,“ segir Hákon. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hákon opnar GoKart-leigu en hann var einnig einn þeirra á bak við leigu sem starfrækt var við skautasvellið á Akureyri árin 1996 og 97. Brautin er nokkuð stór. Vísir/Arnar „Ákváðum tveir úr þessum hóp að það væri bráðnauðsynlegt að opna þetta aftur í bænum. Við vorum í þessum bransa í gamla daga og höfum áhuga á kappakstri. Þetta er leiðin að koma því út til fólks, það er alltaf gaman og gefandi að keyra löglegan kappakstur,“ segir Hákon. Þegar fréttastofu bar að garði hafði rignt um morguninn og þá ekki hægt að keyra. GoKart-leigan er starfrækt á lóð Bílaklúbbs Akureyrar. Þar fara tilvonandi ökumenn einnig í ökuskóla þrjú.Vísir/Arnar „Það er ekki hægt að keyra á sléttum dekkjum á blautu yfirborði, það er ekkert grip. Það er bara lokað þegar það er blautt. Við tökum stöðuna oft á dag og opnum um leið og mögulegt er,“ segir Hákon. Bílar Akureyri Tengdar fréttir Opna GoKart-braut á Akureyri í sumar Opnuð verður GoKart-braut á Akureyri 1. júní í ár. Um er að ræða einu braut sinnar tegundar á landinu en GoKart hefur ekki verið í boði á Íslandi síðan árið 2018 þegar brautin í Garðabæ lokaði. Einn þeirra á bak við nýju brautina segir GoKart vera mikilvægt svo krakkar fái tilfinningu fyrir akstri áður en þeir fá bílpróf. 2. apríl 2023 09:50 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent
Eina GoKart-leiga landsins er staðsett á svæði bílaklúbbs Akureyrar við Hlíðarfjallsveg. Í blíðskaparveðrinu sem hefur blessað Akureyringa fyrri hluta sumars hafa viðtökurnar verið ansi góðar að sögn Hákonar Gunnars Hákonarsonar, eins eigenda leigunnar. „Þetta hefur gengið mjög vel. Í júní var rosa gott veður. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og héðan fer enginn ósáttur. Það er bara gott að koma til Akureyrar og fara í GoKart,“ segir Hákon. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hákon opnar GoKart-leigu en hann var einnig einn þeirra á bak við leigu sem starfrækt var við skautasvellið á Akureyri árin 1996 og 97. Brautin er nokkuð stór. Vísir/Arnar „Ákváðum tveir úr þessum hóp að það væri bráðnauðsynlegt að opna þetta aftur í bænum. Við vorum í þessum bransa í gamla daga og höfum áhuga á kappakstri. Þetta er leiðin að koma því út til fólks, það er alltaf gaman og gefandi að keyra löglegan kappakstur,“ segir Hákon. Þegar fréttastofu bar að garði hafði rignt um morguninn og þá ekki hægt að keyra. GoKart-leigan er starfrækt á lóð Bílaklúbbs Akureyrar. Þar fara tilvonandi ökumenn einnig í ökuskóla þrjú.Vísir/Arnar „Það er ekki hægt að keyra á sléttum dekkjum á blautu yfirborði, það er ekkert grip. Það er bara lokað þegar það er blautt. Við tökum stöðuna oft á dag og opnum um leið og mögulegt er,“ segir Hákon.
Bílar Akureyri Tengdar fréttir Opna GoKart-braut á Akureyri í sumar Opnuð verður GoKart-braut á Akureyri 1. júní í ár. Um er að ræða einu braut sinnar tegundar á landinu en GoKart hefur ekki verið í boði á Íslandi síðan árið 2018 þegar brautin í Garðabæ lokaði. Einn þeirra á bak við nýju brautina segir GoKart vera mikilvægt svo krakkar fái tilfinningu fyrir akstri áður en þeir fá bílpróf. 2. apríl 2023 09:50 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent
Opna GoKart-braut á Akureyri í sumar Opnuð verður GoKart-braut á Akureyri 1. júní í ár. Um er að ræða einu braut sinnar tegundar á landinu en GoKart hefur ekki verið í boði á Íslandi síðan árið 2018 þegar brautin í Garðabæ lokaði. Einn þeirra á bak við nýju brautina segir GoKart vera mikilvægt svo krakkar fái tilfinningu fyrir akstri áður en þeir fá bílpróf. 2. apríl 2023 09:50