„Þetta er minn póstur og Birgir getur haldið sínum krumlum af honum“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 6. júlí 2023 19:18 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata birti greinargerðina í morgun en hún segir hana eiga erindi við almenning. Vísir/Dúi Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. Eftir að nýr ríkisendurskoðandi var skipaður tók hann málið yfir en Sigurður skilaði forseta Alþingis greinargerð um hans skoðun á málinu sem forsetinn hefur staðið í vegi fyrir að yrði birt. Um þá ákvörðun hafa staðið deilur mánuðum saman. Þingflokksformaður Pírata ákvað síðan í dag að birta greinargerðina. Hún segir ýmislegt athugunarvert að finna í skýrslunni. „Í fyrsta lagi bendir settur ríkisendurskoðandi á að greiddir hafi verið reikningar upp á rúma tíu milljarða án þess að einhverjar skýringar hafi verið gefnar á þessum greiðslum af hálfi Lindarhvols og það er auðvitað stórlega athugavert að skila inn slíkum bókhaldsgögnum sérstaklega þegar um er að ræða almannafé,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Margvíslegar athugasemdir um Klakka Þá séu margvíslegar athugasemdir að finna um verðmat á eignum. Meðal annars á Klakka sem hefur verið einna helst í umræðunni. „Settur ríkisendurskoðandi lítur svo á að eignin hafi verið seld á um helmingi andvirði síns sem er auðvitað líka mjög athugunarvert mál og þar fyrir utan finnst mér auðvitað líka aðalatriðið í þessu vera algjör skortur á gagnsæi,“ segir Þórhildur Sunna. Hún gat ekki tjáð sig um það hvort lögbrot hefðu verið fram að svo stöddu, greinargerðina þyrfti að skoða ítarlegar. Mikilvægt væri að skoða málið vel til að hægt verði að draga lærdóm af því og ef draga þyrfti einhvern til ábyrgðar. Píratar líklega brotið trúnað Birgir Ármannson, forseti Alþingis, telur líklegt að Píratar hafi brotið trúnað með að birta greinargerðina opinberlega. „Við eigum eftir að fara yfir það hér innanhús ég þarf að ráðfæra mig við embættismenn þingsins og síðan þurfi að ræða þetta í forsætisnefnd hvaða afleiðingar þetta hefur en mér sýnist að staðan sé sú að þetta sé ekki í samræmi við reglur þingsins um meðferð trúnaðarupplýsinga,“ segir Birgir. Ég bara vona að Birgir ætli ekki að fara setja fordæmi fyrir því að láta þingmenn sæta ábyrgðar á því hvað þeir gera við póst sem berst þeim í sín pósthólf. Þetta er minn póstur og Birgir getur bara haldið sínum krumlum af honum,“ segir Þórhildur Sunna. Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Píratar Tengdar fréttir Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindarhvols Þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að hann leggi fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram koma í nýbirtri Lindarhvolsskýrslu. 6. júlí 2023 16:02 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Eftir að nýr ríkisendurskoðandi var skipaður tók hann málið yfir en Sigurður skilaði forseta Alþingis greinargerð um hans skoðun á málinu sem forsetinn hefur staðið í vegi fyrir að yrði birt. Um þá ákvörðun hafa staðið deilur mánuðum saman. Þingflokksformaður Pírata ákvað síðan í dag að birta greinargerðina. Hún segir ýmislegt athugunarvert að finna í skýrslunni. „Í fyrsta lagi bendir settur ríkisendurskoðandi á að greiddir hafi verið reikningar upp á rúma tíu milljarða án þess að einhverjar skýringar hafi verið gefnar á þessum greiðslum af hálfi Lindarhvols og það er auðvitað stórlega athugavert að skila inn slíkum bókhaldsgögnum sérstaklega þegar um er að ræða almannafé,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Margvíslegar athugasemdir um Klakka Þá séu margvíslegar athugasemdir að finna um verðmat á eignum. Meðal annars á Klakka sem hefur verið einna helst í umræðunni. „Settur ríkisendurskoðandi lítur svo á að eignin hafi verið seld á um helmingi andvirði síns sem er auðvitað líka mjög athugunarvert mál og þar fyrir utan finnst mér auðvitað líka aðalatriðið í þessu vera algjör skortur á gagnsæi,“ segir Þórhildur Sunna. Hún gat ekki tjáð sig um það hvort lögbrot hefðu verið fram að svo stöddu, greinargerðina þyrfti að skoða ítarlegar. Mikilvægt væri að skoða málið vel til að hægt verði að draga lærdóm af því og ef draga þyrfti einhvern til ábyrgðar. Píratar líklega brotið trúnað Birgir Ármannson, forseti Alþingis, telur líklegt að Píratar hafi brotið trúnað með að birta greinargerðina opinberlega. „Við eigum eftir að fara yfir það hér innanhús ég þarf að ráðfæra mig við embættismenn þingsins og síðan þurfi að ræða þetta í forsætisnefnd hvaða afleiðingar þetta hefur en mér sýnist að staðan sé sú að þetta sé ekki í samræmi við reglur þingsins um meðferð trúnaðarupplýsinga,“ segir Birgir. Ég bara vona að Birgir ætli ekki að fara setja fordæmi fyrir því að láta þingmenn sæta ábyrgðar á því hvað þeir gera við póst sem berst þeim í sín pósthólf. Þetta er minn póstur og Birgir getur bara haldið sínum krumlum af honum,“ segir Þórhildur Sunna.
Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Píratar Tengdar fréttir Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindarhvols Þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að hann leggi fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram koma í nýbirtri Lindarhvolsskýrslu. 6. júlí 2023 16:02 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindarhvols Þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að hann leggi fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram koma í nýbirtri Lindarhvolsskýrslu. 6. júlí 2023 16:02