Svona verður skurðarhnífnum beitt á heimsleikunum í CrossFit í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2023 10:01 Anníe Mist Þórisdóttir er á fullu að undirbúa sig fyrir heimsleikana en hún æfir heima á Íslandi. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir vita hér með hvað þau þurfa að gera til að fá að keppa á lokadegi heimsleikanna í haust. CrossFit samtökin hafa nú sent öllum keppendum póst þar sem kemur fram hvernig niðurskurðurinn verður á heimsmeistaramótinu. Þar kom meðal annars fram að aðeins tuttugu efstu í karla- og kvennaflokki fá að keppa á lokadegi heimsleikanna sem er sunnudagurinn 6. ágúst. Alls mæta fjörutíu konur og fjörutíu karlar til leiks en þau unnu sér öll þátttökurétt með frábærri frammistöðu í undanúrslitamótunum. Niðurskurðurinn hefst strax eftir tvo fyrstu keppnisdagana sem eru fimmtudagur og föstudagur. Eftir þá verður skorið niður um tíu keppendur og aðeins þrjátíu efstu fá því að keppa á laugardeginum 5. ágúst. Eftir hann verður síðan aftur skorið niður um tíu keppendur. Það hefur verið niðurskurður á ellefu af sautján heimsleikum sögunnar en enginn þeirra var þó eins umdeildur og sá árið 2019. Þá var skorið niður í tíu keppendur í lokin og það áður en margar af hinum hefðbundnu CrossFit æfingum voru á dagskrá. Það þótti mörgum mjög ósanngjarnt en ein af fórnarlömbunum var einmitt Anníe Mist Þórisdóttir. Árið 2019 var líka mjög sérstakt því þá komust 141 karl og 129 kona í úrslitin og síðan var skorið mjög grimmt niður alla keppnina. Það var enginn niðurskurður á árunum 2015 til 2019 en það þrengir augljóslega að möguleikum mótshaldara þegar keppendur eru svo margir. Það fylgir sögunni að þeir keppendur sem detta út eftir niðurskurð er ekki vísað í burtu. Þeir mega vera áfram á svæðinu, fylgjast með og hvetja hina keppendurna. Breki Þórðarson og Bergrós Björnsdóttir hafa líka tryggt sér sæti á leikunum, Breki mun keppa í aðlöguðum flokki á meðan að Bergrós keppir í flokki 16-17 ára stúlkna. Það er enginn niðurskurður í þeim flokkum enda mun færri sem komust á heimsleikana í þeim. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
CrossFit samtökin hafa nú sent öllum keppendum póst þar sem kemur fram hvernig niðurskurðurinn verður á heimsmeistaramótinu. Þar kom meðal annars fram að aðeins tuttugu efstu í karla- og kvennaflokki fá að keppa á lokadegi heimsleikanna sem er sunnudagurinn 6. ágúst. Alls mæta fjörutíu konur og fjörutíu karlar til leiks en þau unnu sér öll þátttökurétt með frábærri frammistöðu í undanúrslitamótunum. Niðurskurðurinn hefst strax eftir tvo fyrstu keppnisdagana sem eru fimmtudagur og föstudagur. Eftir þá verður skorið niður um tíu keppendur og aðeins þrjátíu efstu fá því að keppa á laugardeginum 5. ágúst. Eftir hann verður síðan aftur skorið niður um tíu keppendur. Það hefur verið niðurskurður á ellefu af sautján heimsleikum sögunnar en enginn þeirra var þó eins umdeildur og sá árið 2019. Þá var skorið niður í tíu keppendur í lokin og það áður en margar af hinum hefðbundnu CrossFit æfingum voru á dagskrá. Það þótti mörgum mjög ósanngjarnt en ein af fórnarlömbunum var einmitt Anníe Mist Þórisdóttir. Árið 2019 var líka mjög sérstakt því þá komust 141 karl og 129 kona í úrslitin og síðan var skorið mjög grimmt niður alla keppnina. Það var enginn niðurskurður á árunum 2015 til 2019 en það þrengir augljóslega að möguleikum mótshaldara þegar keppendur eru svo margir. Það fylgir sögunni að þeir keppendur sem detta út eftir niðurskurð er ekki vísað í burtu. Þeir mega vera áfram á svæðinu, fylgjast með og hvetja hina keppendurna. Breki Þórðarson og Bergrós Björnsdóttir hafa líka tryggt sér sæti á leikunum, Breki mun keppa í aðlöguðum flokki á meðan að Bergrós keppir í flokki 16-17 ára stúlkna. Það er enginn niðurskurður í þeim flokkum enda mun færri sem komust á heimsleikana í þeim. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira