Hægri flokkar með forskot en sósíalistar sækja á Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2023 11:37 Turnarnir tveir. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og leiðtogi Sósíalistaflokksins (t.v.) tekur í hönd Alberto Núñez Feijóo, leiðtoga Lýðflokksins. Flokkar þeirra eru þeir stærstu í spænskum stjónrmálum. Vísir/EPA Tveir stærstu hægri flokkarnir á Spáni eru með forskot á vinstri flokkana þegar rúmar tvær vikur eru til þingkosninga. Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra heldur þó áfram að saxa á forskot Lýðflokksins. Sánchez, leiðtogi Sósíalistaflokksins (PSOE) og oddviti minnhlutastjórnar vinstri flokka, boðaði óvænt til skyndikosninga sem fara fram 23. júlí. Skoðanakannanir hafa sýnt klárt forskot Lýðflokksins (PP), stærsta hægri og stjórnarandstöðuflokks landsins. Fyrsta daglega skoðanakönnun dagblaðsins El País og SER-útvarpsstöðvarinnar í aðdraganda kosninganna sem birtist í dag sýnir Lýðflokkinn enn sem stærsta flokkinn. Hann fengi 31,3 prósent atkvæða gegn 29,5 prósentum sósíalista. Hægrijaðarflokkurinn Vox fengi 14,8 prósent en Sumar, nýtt kosningabandalag mýgrauts vinstriflokka, fengi 13,4 prósent. Sameinaðar getum við, samstarfsflokkur sósíalista, rann inn í kosningabandalagið fyrir kosningarnar nú. Þrátt fyrir forskotið þýddu úrslit af þessu tagi að hægri flokkarnir hefðu ekki þingstyrk til þess að mynda ríkisstjórn. Gengju Lýðflokkurinn og Vox í eina sæng hefðu þeir saman 169 þingsæti samkvæmt könnuninni. Þeir þyrftu þá að reiða sig á að minnsta kosti einn smærri flokk til að mynda ríkisstjórn með þingmeirihluta á bak við sig. Sósíalistar halda áfram að draga á Lýðflokkinn sem hefur þurft að verjast gagnrýni á samstarf sitt við Vox í héraðsstjórnum víða um Spán eftir héraðskosningar í maí. Samsteypustjórn sósíalista og Sumar vantar sextán þingmenn upp á til þess að halda velli samkvæmt könnuninni. Pólitískur óstöðugleiki Erfitt hefur reynst að mynda stöðugar meirihlutastjórnir á Spáni í hátt í áratug. Lýðflokkurinn, plagaður af einu stærsta spillingar- og hneykslismáli í spænskri stjórnmálasögu, missti hreinan meirihluta sinn á þingi í kosningum árið 2015. Þrátefli leiddi til þess að kosið var aftur árið 2016 og myndaði Rajoy þá minnihlutastjórn. Sú stjórn tórði til 2018 en þá lýsti meirihluti þingmanna vantrausti á stjórn Rajoy í kjölfar þess að gjaldkeri Lýðflokksins var dæmdur í 33 ára fangelsi í spillingarmálinu. Sánchez tók þá við sem forsætisráðherra. Kjósa þurfti til þings í tvígang árið 2019 þar sem ekki tókst að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Núverandi ríkisstjórn hefur setið frá því eftir seinni þingkosningarnar í nóvember 2019. Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Sánchez, leiðtogi Sósíalistaflokksins (PSOE) og oddviti minnhlutastjórnar vinstri flokka, boðaði óvænt til skyndikosninga sem fara fram 23. júlí. Skoðanakannanir hafa sýnt klárt forskot Lýðflokksins (PP), stærsta hægri og stjórnarandstöðuflokks landsins. Fyrsta daglega skoðanakönnun dagblaðsins El País og SER-útvarpsstöðvarinnar í aðdraganda kosninganna sem birtist í dag sýnir Lýðflokkinn enn sem stærsta flokkinn. Hann fengi 31,3 prósent atkvæða gegn 29,5 prósentum sósíalista. Hægrijaðarflokkurinn Vox fengi 14,8 prósent en Sumar, nýtt kosningabandalag mýgrauts vinstriflokka, fengi 13,4 prósent. Sameinaðar getum við, samstarfsflokkur sósíalista, rann inn í kosningabandalagið fyrir kosningarnar nú. Þrátt fyrir forskotið þýddu úrslit af þessu tagi að hægri flokkarnir hefðu ekki þingstyrk til þess að mynda ríkisstjórn. Gengju Lýðflokkurinn og Vox í eina sæng hefðu þeir saman 169 þingsæti samkvæmt könnuninni. Þeir þyrftu þá að reiða sig á að minnsta kosti einn smærri flokk til að mynda ríkisstjórn með þingmeirihluta á bak við sig. Sósíalistar halda áfram að draga á Lýðflokkinn sem hefur þurft að verjast gagnrýni á samstarf sitt við Vox í héraðsstjórnum víða um Spán eftir héraðskosningar í maí. Samsteypustjórn sósíalista og Sumar vantar sextán þingmenn upp á til þess að halda velli samkvæmt könnuninni. Pólitískur óstöðugleiki Erfitt hefur reynst að mynda stöðugar meirihlutastjórnir á Spáni í hátt í áratug. Lýðflokkurinn, plagaður af einu stærsta spillingar- og hneykslismáli í spænskri stjórnmálasögu, missti hreinan meirihluta sinn á þingi í kosningum árið 2015. Þrátefli leiddi til þess að kosið var aftur árið 2016 og myndaði Rajoy þá minnihlutastjórn. Sú stjórn tórði til 2018 en þá lýsti meirihluti þingmanna vantrausti á stjórn Rajoy í kjölfar þess að gjaldkeri Lýðflokksins var dæmdur í 33 ára fangelsi í spillingarmálinu. Sánchez tók þá við sem forsætisráðherra. Kjósa þurfti til þings í tvígang árið 2019 þar sem ekki tókst að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Núverandi ríkisstjórn hefur setið frá því eftir seinni þingkosningarnar í nóvember 2019.
Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira