Siðleysi að sumri til Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 8. júlí 2023 07:00 Ég sit hér úti í garði það sér mig ekki nokkur. Sólin leikur um mig og jörðin skelfur! Það er loksins komið sumar sem við öll höfuð þráð lengi sérstaklega sunnan heiða. En vegna sorglegra siðlausra mála undanfarna daga er ég ekki að njóta sólarinnar. Hvernig má það vera að hægt sé að selja eign á uppboði fyrir 3 milljónir sem var keypt á 40 milljónir og er nú metin á tæpar 60? Hvernig má það vera að einstaklingur sem virðist ekki hafa skilið hvernig íslenskt regluverk virkar og à greinilega um sárt að binda fær ekki leiðsögn og aðstoð við hæfi. Hvernig má það vera að íslenskur útgerðarmaður suður með sjó sér ekki siðleysið í gjörningnum? Siðlaust en líklega löglegt og það má! Nú 15 árum eftir hrun finnum við kalt vatn renna milli skinns og hörunds þegar Íslandsbankamálið er skoðað. Þeir sem báru ábyrgð hafa að vísu tekið pokann sinn en ekki tómhentir. Hvernig má það vera að stofnun sem þarf að greiða himinháa sekt vegna eigin mistaka getur greitt fólki tugi milljóna fyrir að ganga út og axla enga ábyrgð ? Í dag þarf að greiða fyrir hvert viðvik sem þessi stofnun framkvæmir, jafnvel símtal kostar og rukkað er fyrir yfirlit í heimabanka sem ekki er beðið um. Svo skipta reikningar um nöfn reglulega og ávöxtun innlánsreikninga breytist stöðugt þannig að venjulegu fólki er gert erfitt um vik að reyna að fá sem skásta ávöxtun á sitt sparifé. Í bankahruninu var það almenningur sem tapaði og þurfti að borga brúsann. Þeir sem stýrðu bönkum og þessir sem báru svo mikla ábyrgð að laun þeirra voru margföld á við okkur hin sem vinnum líka ábyrgðarmikil störf jafnvel þar sem mannslíf eru í húfi en ekki peningar. En hver var í raun þeirra ábyrgð og kunnu þeir að axla hana? Nú að lokum þegar jörðin skelfur sem aldrei fyrr og við bíðum eftir eldgosi þá skelfur hið háa Alþingi vegna skýrslu um Lindarhvolsmálið sem er ekki lengur leyndó en fullkomnar siðleysið þetta sumar. Hvernig má það vera að við höfum ekkert lært og spilling og siðleysi fái ennþá að líðast ? Ég reyni að kenna börnum mínum að gera gott og leggja sig fram um að verða góðir þjóðfélagsþegnar. En þegar ég þarf að útskýra ofangreind mál verð ég orðlaus og það gerist sjaldan. Bið þess að okkur gefist gæfa til að kenna komandi kynslóðum að breyta betur og hlúa að okkar minnstu bræðrum þó þeir hafi kannski ekki fæðst hérlendis en kjósa að búa hér. Kennum þeim líka að taka ekki fé sem aðrir eiga og fremja siðlaus brot að sumri til. Njótið sólar og sumars. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Starfsemi Lindarhvols Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Ég sit hér úti í garði það sér mig ekki nokkur. Sólin leikur um mig og jörðin skelfur! Það er loksins komið sumar sem við öll höfuð þráð lengi sérstaklega sunnan heiða. En vegna sorglegra siðlausra mála undanfarna daga er ég ekki að njóta sólarinnar. Hvernig má það vera að hægt sé að selja eign á uppboði fyrir 3 milljónir sem var keypt á 40 milljónir og er nú metin á tæpar 60? Hvernig má það vera að einstaklingur sem virðist ekki hafa skilið hvernig íslenskt regluverk virkar og à greinilega um sárt að binda fær ekki leiðsögn og aðstoð við hæfi. Hvernig má það vera að íslenskur útgerðarmaður suður með sjó sér ekki siðleysið í gjörningnum? Siðlaust en líklega löglegt og það má! Nú 15 árum eftir hrun finnum við kalt vatn renna milli skinns og hörunds þegar Íslandsbankamálið er skoðað. Þeir sem báru ábyrgð hafa að vísu tekið pokann sinn en ekki tómhentir. Hvernig má það vera að stofnun sem þarf að greiða himinháa sekt vegna eigin mistaka getur greitt fólki tugi milljóna fyrir að ganga út og axla enga ábyrgð ? Í dag þarf að greiða fyrir hvert viðvik sem þessi stofnun framkvæmir, jafnvel símtal kostar og rukkað er fyrir yfirlit í heimabanka sem ekki er beðið um. Svo skipta reikningar um nöfn reglulega og ávöxtun innlánsreikninga breytist stöðugt þannig að venjulegu fólki er gert erfitt um vik að reyna að fá sem skásta ávöxtun á sitt sparifé. Í bankahruninu var það almenningur sem tapaði og þurfti að borga brúsann. Þeir sem stýrðu bönkum og þessir sem báru svo mikla ábyrgð að laun þeirra voru margföld á við okkur hin sem vinnum líka ábyrgðarmikil störf jafnvel þar sem mannslíf eru í húfi en ekki peningar. En hver var í raun þeirra ábyrgð og kunnu þeir að axla hana? Nú að lokum þegar jörðin skelfur sem aldrei fyrr og við bíðum eftir eldgosi þá skelfur hið háa Alþingi vegna skýrslu um Lindarhvolsmálið sem er ekki lengur leyndó en fullkomnar siðleysið þetta sumar. Hvernig má það vera að við höfum ekkert lært og spilling og siðleysi fái ennþá að líðast ? Ég reyni að kenna börnum mínum að gera gott og leggja sig fram um að verða góðir þjóðfélagsþegnar. En þegar ég þarf að útskýra ofangreind mál verð ég orðlaus og það gerist sjaldan. Bið þess að okkur gefist gæfa til að kenna komandi kynslóðum að breyta betur og hlúa að okkar minnstu bræðrum þó þeir hafi kannski ekki fæðst hérlendis en kjósa að búa hér. Kennum þeim líka að taka ekki fé sem aðrir eiga og fremja siðlaus brot að sumri til. Njótið sólar og sumars. Höfundur er læknir.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar