Fer fram á að fjárlaganefnd sé kölluð saman Eiður Þór Árnason skrifar 8. júlí 2023 14:20 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd Alþingis, fer fram á að nefndin komi saman í næstu viku til að taka fyrir upplýsingabeiðnir stjórnvalda vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur áður óskað eftir því að nefndin fái afhent samskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Bankasýslu ríkisins í aðdraganda sölunnar um kaup starfsmanna á bréfum í bankanum. Þá hefur Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í nefndinni, farið fram á að formaður fjárlaganefndar óski eftir upplýsingum um það hvort Bankasýslan hafi greitt út söluþóknanir sem ákveðið var að halda eftir þegar útboðsferlið var tekið til rannsóknar. Að sögn Jóhanns þarf ósk frá fjórðungi nefndarmanna til að formanni fjárlaganefndar sé skylt að boða til fundar og á hann von á því að aðrir fulltrúar minnihlutans muni fljótlega taka undir hana. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar óskuðu í dag eftir því að þing verði kallað saman, meðal annars til að ræða upplýsingar sem hafi birst um sölumeðferð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Málið yrði tekið fyrir í ágúst Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Vinstri grænna, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að ekki yrði orðið við ósk Þorbjargar fyrr en málið yrði fyrst tekið fyrir á nefndarfundi í ágúst eftir sumarfrí. Einungis væri hægt að boða til fundar í þingleyfi ef brýna nauðsyn bæri til. Jóhann Páll telur að slíkt tilefni sé nú til staðar. „Fyrir liggur að framin voru alvarleg og kerfislæg lögbrot við söluna á Íslandsbanka. Eðli málsins er slíkt, og þeir almannahagsmunir sem eru undir, að það hlýtur að teljast brýn nauðsyn (sbr. orðalag í 3. mgr. 10. gr. þingskapalaga) að nefndin fundi og afli upplýsinga um það sem gengið hefur á. Eftirlitshlutverk þingnefnda verður ekki tekið úr sambandi þótt Alþingi sé í sumarhléi,“ segir í erindi Jóhanns til fjárlaganefndar. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Tengdar fréttir Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska strax eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Gert sé ráð fyrir að þeir hefjist aftur í ágúst og einungis hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. 8. júlí 2023 10:38 Leita á náðir stjórnarþingmanna ef Katrín svarar ekki kallinu Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna fimm hafa sent kröfu á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um að þing verði kallað saman á næstu dögum. Þingflokksformaður Viðreisnar segir að verði forsætisráðherra ekki við beiðni stjórnarandstöðunnar muni hún leitast eftir að fá meirihluta þingmanna til að fara fram á slíkt. 8. júlí 2023 12:09 Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8. júlí 2023 11:09 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Hann hefur áður óskað eftir því að nefndin fái afhent samskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Bankasýslu ríkisins í aðdraganda sölunnar um kaup starfsmanna á bréfum í bankanum. Þá hefur Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í nefndinni, farið fram á að formaður fjárlaganefndar óski eftir upplýsingum um það hvort Bankasýslan hafi greitt út söluþóknanir sem ákveðið var að halda eftir þegar útboðsferlið var tekið til rannsóknar. Að sögn Jóhanns þarf ósk frá fjórðungi nefndarmanna til að formanni fjárlaganefndar sé skylt að boða til fundar og á hann von á því að aðrir fulltrúar minnihlutans muni fljótlega taka undir hana. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar óskuðu í dag eftir því að þing verði kallað saman, meðal annars til að ræða upplýsingar sem hafi birst um sölumeðferð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Málið yrði tekið fyrir í ágúst Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Vinstri grænna, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að ekki yrði orðið við ósk Þorbjargar fyrr en málið yrði fyrst tekið fyrir á nefndarfundi í ágúst eftir sumarfrí. Einungis væri hægt að boða til fundar í þingleyfi ef brýna nauðsyn bæri til. Jóhann Páll telur að slíkt tilefni sé nú til staðar. „Fyrir liggur að framin voru alvarleg og kerfislæg lögbrot við söluna á Íslandsbanka. Eðli málsins er slíkt, og þeir almannahagsmunir sem eru undir, að það hlýtur að teljast brýn nauðsyn (sbr. orðalag í 3. mgr. 10. gr. þingskapalaga) að nefndin fundi og afli upplýsinga um það sem gengið hefur á. Eftirlitshlutverk þingnefnda verður ekki tekið úr sambandi þótt Alþingi sé í sumarhléi,“ segir í erindi Jóhanns til fjárlaganefndar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Tengdar fréttir Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska strax eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Gert sé ráð fyrir að þeir hefjist aftur í ágúst og einungis hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. 8. júlí 2023 10:38 Leita á náðir stjórnarþingmanna ef Katrín svarar ekki kallinu Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna fimm hafa sent kröfu á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um að þing verði kallað saman á næstu dögum. Þingflokksformaður Viðreisnar segir að verði forsætisráðherra ekki við beiðni stjórnarandstöðunnar muni hún leitast eftir að fá meirihluta þingmanna til að fara fram á slíkt. 8. júlí 2023 12:09 Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8. júlí 2023 11:09 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska strax eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Gert sé ráð fyrir að þeir hefjist aftur í ágúst og einungis hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. 8. júlí 2023 10:38
Leita á náðir stjórnarþingmanna ef Katrín svarar ekki kallinu Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna fimm hafa sent kröfu á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um að þing verði kallað saman á næstu dögum. Þingflokksformaður Viðreisnar segir að verði forsætisráðherra ekki við beiðni stjórnarandstöðunnar muni hún leitast eftir að fá meirihluta þingmanna til að fara fram á slíkt. 8. júlí 2023 12:09
Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8. júlí 2023 11:09