„Meirihlutanum finnst þetta ekki nógu mikilvægt“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. júlí 2023 13:00 Björn Leví telur ólíklegt að nefndin komi saman fyrr en í ágúst. Vísir/Vilhelm Þrír nefndarmenn fjárlaganefndar þingsins hafa kallað eftir því að nefndin komi saman til að ræða bæði Lindarhvolsmálið og Íslandsbankasöluna. Einn þeirra telur ólíklegt að nefndin verði kölluð saman. Engin viðbrögð hafi borist frá meirihluta nefndarinnar. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi hennar í fjárlaganefnd fór fram á það um helgina að nefndin komi saman í þessari viku til að taka fyrir upplýsingabeiðnir stjórnvalda vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Þá hefur Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og áheyrnafulltrúi í nefndinni, farið fram á að Bjarkey Olsen, formaður nefndarinnar óski eftir upplýsingum um hvort Bankasýslan hafi greitt út söluþóknanir sem ákveðið var að halda eftir þegar útboðsferlið var tekið til rannsóknar. „[Nefndin þarf að ræða] bæði Íslandsbankamálið og Lindarhvolsmálið, sem hafa verið umfjöllunarefni í fjárlaganefnd og við höfum kallað eftir að nefndin verði kölluð saman vegna. Það er ekki komið neitt svar við því í rauninni þannig að við klórum okkur aðeins í hausnum og veltum því fyrir okkur hvort þetta sé ekki nógu mikilvægt,“ segir Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni. Nefndarfundur í fyrsta lagi 10. ágúst Bæði hann og Eyjólfur Ármannsson, fulltrúi Flokks Fólksins í nefndinni, hafi tekið undir kröfu Jóhanns um að nefndin komi saman. Ekkert hafi þó heyrst frá öðrum nefndarmönnum sem eru í meirihluta. „Það komu hins vegar svör út af fyrirspurnum sem við höfum verið með vegna þessara mála. Við höfum óskað eftir því að það séu sendar fyrirspurnir í gegn um nefndina. Til þess að það sé hægt að senda þær út formlega þarf að kalla saman nefndarfund. Því hefur einfaldlega verið hafnað að því leyti til að það er sagt að þetta sé ekki nægilega mikilvægt.“ Ekki má kalla nefndir þingsins saman frá 1. júlí til 10. ágúst nema brýn nauðsyn sé. Hann gerir ráð fyrir að nefndin verði kölluð saman eftir það. „Það verður að vera. Þingskaparlögin eru þannig að það þarf að kalla saman nefndina þegar fjórðungur nefndarmanna biður um það. Eins fljótt og verða má en það er þá fyrsti dagurinn, fyrst að meirihlutanum finnst þetta ekki nógu mikilvægt, sem má og það er 10. ágúst,“ sagði Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Bjarkey Olsen formanni fjárlaganefndar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Alþingi Píratar Íslandsbanki Starfsemi Lindarhvols Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir „Það þýðir bara að ríkisstjórnin er sprungin“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman. Þingflokksformaður Miðflokksins segir neitun stjórnarflokkanna þess efnis til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. 10. júlí 2023 11:00 Fer fram á að fjárlaganefnd sé kölluð saman Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd Alþingis, fer fram á að nefndin komi saman í næstu viku til að taka fyrir upplýsingabeiðnir stjórnvalda vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. 8. júlí 2023 14:20 Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8. júlí 2023 11:09 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Sjá meira
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi hennar í fjárlaganefnd fór fram á það um helgina að nefndin komi saman í þessari viku til að taka fyrir upplýsingabeiðnir stjórnvalda vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Þá hefur Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og áheyrnafulltrúi í nefndinni, farið fram á að Bjarkey Olsen, formaður nefndarinnar óski eftir upplýsingum um hvort Bankasýslan hafi greitt út söluþóknanir sem ákveðið var að halda eftir þegar útboðsferlið var tekið til rannsóknar. „[Nefndin þarf að ræða] bæði Íslandsbankamálið og Lindarhvolsmálið, sem hafa verið umfjöllunarefni í fjárlaganefnd og við höfum kallað eftir að nefndin verði kölluð saman vegna. Það er ekki komið neitt svar við því í rauninni þannig að við klórum okkur aðeins í hausnum og veltum því fyrir okkur hvort þetta sé ekki nógu mikilvægt,“ segir Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni. Nefndarfundur í fyrsta lagi 10. ágúst Bæði hann og Eyjólfur Ármannsson, fulltrúi Flokks Fólksins í nefndinni, hafi tekið undir kröfu Jóhanns um að nefndin komi saman. Ekkert hafi þó heyrst frá öðrum nefndarmönnum sem eru í meirihluta. „Það komu hins vegar svör út af fyrirspurnum sem við höfum verið með vegna þessara mála. Við höfum óskað eftir því að það séu sendar fyrirspurnir í gegn um nefndina. Til þess að það sé hægt að senda þær út formlega þarf að kalla saman nefndarfund. Því hefur einfaldlega verið hafnað að því leyti til að það er sagt að þetta sé ekki nægilega mikilvægt.“ Ekki má kalla nefndir þingsins saman frá 1. júlí til 10. ágúst nema brýn nauðsyn sé. Hann gerir ráð fyrir að nefndin verði kölluð saman eftir það. „Það verður að vera. Þingskaparlögin eru þannig að það þarf að kalla saman nefndina þegar fjórðungur nefndarmanna biður um það. Eins fljótt og verða má en það er þá fyrsti dagurinn, fyrst að meirihlutanum finnst þetta ekki nógu mikilvægt, sem má og það er 10. ágúst,“ sagði Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Bjarkey Olsen formanni fjárlaganefndar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Alþingi Píratar Íslandsbanki Starfsemi Lindarhvols Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir „Það þýðir bara að ríkisstjórnin er sprungin“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman. Þingflokksformaður Miðflokksins segir neitun stjórnarflokkanna þess efnis til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. 10. júlí 2023 11:00 Fer fram á að fjárlaganefnd sé kölluð saman Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd Alþingis, fer fram á að nefndin komi saman í næstu viku til að taka fyrir upplýsingabeiðnir stjórnvalda vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. 8. júlí 2023 14:20 Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8. júlí 2023 11:09 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Sjá meira
„Það þýðir bara að ríkisstjórnin er sprungin“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman. Þingflokksformaður Miðflokksins segir neitun stjórnarflokkanna þess efnis til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. 10. júlí 2023 11:00
Fer fram á að fjárlaganefnd sé kölluð saman Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd Alþingis, fer fram á að nefndin komi saman í næstu viku til að taka fyrir upplýsingabeiðnir stjórnvalda vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. 8. júlí 2023 14:20
Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8. júlí 2023 11:09
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels