Mikill aldursmunur geti valdið vandamálum Máni Snær Þorláksson skrifar 11. júlí 2023 11:48 Theodór Francis mætti í Bítið í morgun og ræddi um mikinn aldursmun í parasamböndum. Bylgjan Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi, segir að mikill aldursmunur geti valdið vandamálum. Honum finnst mikill aldursmunur í parasamböndum alveg dásamlegur því slíkt gefur honum svo mikla atvinnu. „Ég get örugglega keypt mér sumarbústaðinn sem mér er búið að langa í lengi bara út af aldursmuni í parasamböndum,“ segir Theodór í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Varðandi það hvers vegna aldursmunur í samböndum getur valdið vandamálum segir Theodór: „Það sem er fyrst og fremst vandi í aldursmuni í parasamböndum er það að fólk er yfirleitt á svo ótrúlega ólíkum stað. Það hefur ólíkar skoðanir, ólíkar upplifanir.“ Sem dæmi um þetta nefnir Theodór að hann hafi farið í afmæli um daginn. Þar hafi annar þeirra sem hélt upp á afmælið verið aðeins yngri en hann. „Mikið óskaplega var þetta leiðinleg tónlist,“ segir hann um tónlistina í afmælinu. „Ekki eitt lag með Bubba, ekkert með Villa Vill.“ „Ég er ekki að segja að þetta geti ekki gengið“ Thedór talar í viðtalinu um það að þroskast en hann segir að það sé haugalygi að fólk þroskist með aldrinum. „Við eldumst með aldrinum, við þroskumst við að lenda í alls konar áskorunum. Flest lendum við í áskorunum í lífinu og þar af leiðandi þroskumst við og það breytir okkur,“ segir hann. „Það er oft þannig að þegar þú ert búinn að fara í gegnum ótrúlega mikið þá finnst þér ekkert ótrúlega alvarlegt þó að kötturinn þinn týnist í tvo daga.“ Þá sé yngra fólk bráðlátara og detti alls konar í hug. „Eins og að skreppa með litlum fyrirvara einhvert.“ Theodór ræðir einnig um börn fólks í samböndum með miklum aldursmuni, eldri einstaklingar eigi yfirleitt eldri börn og öfugt. „Þegar börnin þín eru á aldri við nýja makann þá erum við bara komin í alls konar hringiðu,“ segir hann. „Ég er ekki að segja að þetta geti ekki gengið, alls ekki. Flest sambönd geta gengið ef menn setja í þau vinnu en það er samt svolítil áskorun.“ Ástin og lífið Bítið Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira
„Ég get örugglega keypt mér sumarbústaðinn sem mér er búið að langa í lengi bara út af aldursmuni í parasamböndum,“ segir Theodór í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Varðandi það hvers vegna aldursmunur í samböndum getur valdið vandamálum segir Theodór: „Það sem er fyrst og fremst vandi í aldursmuni í parasamböndum er það að fólk er yfirleitt á svo ótrúlega ólíkum stað. Það hefur ólíkar skoðanir, ólíkar upplifanir.“ Sem dæmi um þetta nefnir Theodór að hann hafi farið í afmæli um daginn. Þar hafi annar þeirra sem hélt upp á afmælið verið aðeins yngri en hann. „Mikið óskaplega var þetta leiðinleg tónlist,“ segir hann um tónlistina í afmælinu. „Ekki eitt lag með Bubba, ekkert með Villa Vill.“ „Ég er ekki að segja að þetta geti ekki gengið“ Thedór talar í viðtalinu um það að þroskast en hann segir að það sé haugalygi að fólk þroskist með aldrinum. „Við eldumst með aldrinum, við þroskumst við að lenda í alls konar áskorunum. Flest lendum við í áskorunum í lífinu og þar af leiðandi þroskumst við og það breytir okkur,“ segir hann. „Það er oft þannig að þegar þú ert búinn að fara í gegnum ótrúlega mikið þá finnst þér ekkert ótrúlega alvarlegt þó að kötturinn þinn týnist í tvo daga.“ Þá sé yngra fólk bráðlátara og detti alls konar í hug. „Eins og að skreppa með litlum fyrirvara einhvert.“ Theodór ræðir einnig um börn fólks í samböndum með miklum aldursmuni, eldri einstaklingar eigi yfirleitt eldri börn og öfugt. „Þegar börnin þín eru á aldri við nýja makann þá erum við bara komin í alls konar hringiðu,“ segir hann. „Ég er ekki að segja að þetta geti ekki gengið, alls ekki. Flest sambönd geta gengið ef menn setja í þau vinnu en það er samt svolítil áskorun.“
Ástin og lífið Bítið Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira