„Við erum ekki Amazon“ Samúel Karl Ólason skrifar 12. júlí 2023 15:00 Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands. EPA/CLEMENS BILAN Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur hvatt ráðamenn í Úkraínu til að sýna meira þakklæti á opinberum vettvangi fyrir vopnasendingar. Þegar honum barst beiðni frá Úkraínu um vopn í fyrra, svaraði hann með því að segja: „Við erum ekki Amazon“. Vopn og hergögn fyrir tugi milljarða dala hafa verið send til Úkraínu Í samtali við blaðamenn í morgun sagðist Wallace hafa ráðlagt ráðamönnum í Úkraínu að hafa í huga að þeir þurfi að sannfæra marga stjórnmálamenn sem hafi efasemdir um vopnasendingar til Úkraínu að þær séu þess virði. Wallace hafði þá verið spurður hvort það að Úkraínumönnum hafi ekki verið veittur tímarammi fyrir inngöngu í Atlantshafsbandalagið myndi koma niður á baráttuanda úkraínskra hermanna. Wallace sagðist ekki telja að svo væri. Þá lýsti hann því að Úkraínumenn væru stundum ágengir. Hann sagðist hafa sagt Úkraínumönnum að þeir væru oft að reyna að sannfæra ráðamenn annarra ríkja að ganga á vopnabúr þeirra. Jafnvel þó Úkraínumenn stæðu í göfugri baráttu gegn Rússum og að þeir væru ekki eingöngu að verja eigin frelsi heldur líka frelsi annarra í Evrópu, væru menn sem hefðu efasemdir og sýna þyrfti þeim að hergagnasendingarnar væru þess virði. „Hvort sem þér líkar það eða ekki, þá er það raunveruleikinn,“ sagði Wallace. Vísaði til bandarískra þingmanna Vísaði hann til þingmanna í Bandaríkjunum sem hefðu lýst yfir efasemdum og sagt að þeir hefðu gefið Úkraínumönnum vopn fyrir tugi millarða dala og sagt að þeir væru ekki Amazon. „Ég sagði þetta sjálfur við Úkraínumenn í fyrra, þegar ég keyrði í ellefu klukkustundir til að taka við lista. Ég sagði; „Ég er ekki Amazon“.“ Amazon rekur meðal annars umfangsmikla netverslun þar sem seldar vörur eru oft sendar heim til kaupenda. Bretar hafa veitt Úkraínumönnum umfangsmikinn stuðning frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í fyrra. Meðal annars voru Bretar fyrstir til að taka þá ákvörðun að senda vestræna skriðdreka til Úkraínu. AP fréttaveitan hefur eftir Max Blain, talsmanni Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hafi ítrekað ítrekað þakklæti sitt og þjóðar sinnar til bresku þjóðarinnar vegna stuðningsins sem Úkraínumenn hafa fengið. Blain sagði að breska þjóðin myndi áfram standa við bakið á Úkraínumönnum. Sunak sjálfur sagði svo í kjölfarið að hann hefði fullan skilning á því að Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, gerði allt sem hann gæti til að vernda þjóð sína og reyna að binda enda á innrás Rússa. Bretland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. 12. júlí 2023 08:37 Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. 11. júlí 2023 19:35 Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59 Ungverjar einnig hlynntir aðild Svía að NATO Yfirvöld í Ungverjalandi ætla að styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið en utanríkisráðherra landsins sagði í morgun að samþykkt innngöngu Svía væri nú eingöngu tæknilegs eðlis. Tyrkir og Ungverjar voru þeir einu sem settu sig á móti inngöngu Svía en Peter Szijjarto, áðurnefndur utanríkisráðherra, sagði í síðustu viku að Ungverjar myndu fylgja Tyrkjum, skiptu þeir síðarnefndu um skoðun. 11. júlí 2023 10:27 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Vopn og hergögn fyrir tugi milljarða dala hafa verið send til Úkraínu Í samtali við blaðamenn í morgun sagðist Wallace hafa ráðlagt ráðamönnum í Úkraínu að hafa í huga að þeir þurfi að sannfæra marga stjórnmálamenn sem hafi efasemdir um vopnasendingar til Úkraínu að þær séu þess virði. Wallace hafði þá verið spurður hvort það að Úkraínumönnum hafi ekki verið veittur tímarammi fyrir inngöngu í Atlantshafsbandalagið myndi koma niður á baráttuanda úkraínskra hermanna. Wallace sagðist ekki telja að svo væri. Þá lýsti hann því að Úkraínumenn væru stundum ágengir. Hann sagðist hafa sagt Úkraínumönnum að þeir væru oft að reyna að sannfæra ráðamenn annarra ríkja að ganga á vopnabúr þeirra. Jafnvel þó Úkraínumenn stæðu í göfugri baráttu gegn Rússum og að þeir væru ekki eingöngu að verja eigin frelsi heldur líka frelsi annarra í Evrópu, væru menn sem hefðu efasemdir og sýna þyrfti þeim að hergagnasendingarnar væru þess virði. „Hvort sem þér líkar það eða ekki, þá er það raunveruleikinn,“ sagði Wallace. Vísaði til bandarískra þingmanna Vísaði hann til þingmanna í Bandaríkjunum sem hefðu lýst yfir efasemdum og sagt að þeir hefðu gefið Úkraínumönnum vopn fyrir tugi millarða dala og sagt að þeir væru ekki Amazon. „Ég sagði þetta sjálfur við Úkraínumenn í fyrra, þegar ég keyrði í ellefu klukkustundir til að taka við lista. Ég sagði; „Ég er ekki Amazon“.“ Amazon rekur meðal annars umfangsmikla netverslun þar sem seldar vörur eru oft sendar heim til kaupenda. Bretar hafa veitt Úkraínumönnum umfangsmikinn stuðning frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í fyrra. Meðal annars voru Bretar fyrstir til að taka þá ákvörðun að senda vestræna skriðdreka til Úkraínu. AP fréttaveitan hefur eftir Max Blain, talsmanni Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hafi ítrekað ítrekað þakklæti sitt og þjóðar sinnar til bresku þjóðarinnar vegna stuðningsins sem Úkraínumenn hafa fengið. Blain sagði að breska þjóðin myndi áfram standa við bakið á Úkraínumönnum. Sunak sjálfur sagði svo í kjölfarið að hann hefði fullan skilning á því að Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, gerði allt sem hann gæti til að vernda þjóð sína og reyna að binda enda á innrás Rússa.
Bretland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. 12. júlí 2023 08:37 Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. 11. júlí 2023 19:35 Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59 Ungverjar einnig hlynntir aðild Svía að NATO Yfirvöld í Ungverjalandi ætla að styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið en utanríkisráðherra landsins sagði í morgun að samþykkt innngöngu Svía væri nú eingöngu tæknilegs eðlis. Tyrkir og Ungverjar voru þeir einu sem settu sig á móti inngöngu Svía en Peter Szijjarto, áðurnefndur utanríkisráðherra, sagði í síðustu viku að Ungverjar myndu fylgja Tyrkjum, skiptu þeir síðarnefndu um skoðun. 11. júlí 2023 10:27 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. 12. júlí 2023 08:37
Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. 11. júlí 2023 19:35
Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59
Ungverjar einnig hlynntir aðild Svía að NATO Yfirvöld í Ungverjalandi ætla að styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið en utanríkisráðherra landsins sagði í morgun að samþykkt innngöngu Svía væri nú eingöngu tæknilegs eðlis. Tyrkir og Ungverjar voru þeir einu sem settu sig á móti inngöngu Svía en Peter Szijjarto, áðurnefndur utanríkisráðherra, sagði í síðustu viku að Ungverjar myndu fylgja Tyrkjum, skiptu þeir síðarnefndu um skoðun. 11. júlí 2023 10:27