„Ég vona að ég muni deyja í miðju lagi“ Máni Snær Þorláksson skrifar 13. júlí 2023 14:09 Dolly Parton er hún tilkynnti að ný plata væri á leiðinni. Getty/Mike Marsland Tónlistarkonan Dolly Parton hefur engan áhuga á því að setjast í helgan stein þrátt fyrir að vera orðin sjötíu og sjö ára gömul. Hún gaf nýlega út nýtt lag og von er á nýrri plötu frá henni á næstunni. Ferill Dolly Parton hófst á sjötta áratugi síðustu aldar en hún er engu að síður ennþá í fullu fjöri. Á síðasta ári var hún tilnefnd sem meðlimur í heiðurshöll tónlistarmanna (e. Rock & Roll Hall of Fame). Upphaflega afþakkaði hún tilnefninguna en að lokum sagði hún já og var þá tekin inn. Dolly ætlar einmitt að halla sér meira út í rokkið á nýjustu plötunni sinni sem ber heitið Rockstar. Á plötunni verða góðir gestir með Dolly en þar má helst nefna Elton John, Miley Cyrus, Lizzo og Bítlana Paul McCartney og Ringo Starr. Fyrsta lagið af plötunni er komið út og má sjá það hér fyrir neðan. Í viðtali á útvarpsstöðinni Greatest Hits í Bretlandi útskýrir Dolly að upphaflega hafi hún gert lagið með Paul en þá hugsað að hún ætti að tékka á Ringo líka. „Ég hugsaði: „Vá, fáum Ringo til að gera trommurnar sem við gerðum upp á nýtt.“ Því við vorum þegar búin að taka þær upp.“ Í viðtalinu segir Dolly líka að hún ætli sér ekki að hætta að vinna. „Ég er búinn að vera að þessu í sextíu ár núna, ég byrjaði þegar ég var tíu ára,“ segir hún. „Ég myndi aldrei setjast í helgan stein! Ég vona að ég muni deyja í miðju lagi á sviði einn daginn - og vonandi lagi sem ég skrifaði - það er þannig sem ég vona að ég fari. Ég hef ekki mikið val þegar kemur að því en þangað til ætla ég að slá járnið á meðan það er heitt.“ Hollywood Tónlist Bandaríkin Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Sjá meira
Ferill Dolly Parton hófst á sjötta áratugi síðustu aldar en hún er engu að síður ennþá í fullu fjöri. Á síðasta ári var hún tilnefnd sem meðlimur í heiðurshöll tónlistarmanna (e. Rock & Roll Hall of Fame). Upphaflega afþakkaði hún tilnefninguna en að lokum sagði hún já og var þá tekin inn. Dolly ætlar einmitt að halla sér meira út í rokkið á nýjustu plötunni sinni sem ber heitið Rockstar. Á plötunni verða góðir gestir með Dolly en þar má helst nefna Elton John, Miley Cyrus, Lizzo og Bítlana Paul McCartney og Ringo Starr. Fyrsta lagið af plötunni er komið út og má sjá það hér fyrir neðan. Í viðtali á útvarpsstöðinni Greatest Hits í Bretlandi útskýrir Dolly að upphaflega hafi hún gert lagið með Paul en þá hugsað að hún ætti að tékka á Ringo líka. „Ég hugsaði: „Vá, fáum Ringo til að gera trommurnar sem við gerðum upp á nýtt.“ Því við vorum þegar búin að taka þær upp.“ Í viðtalinu segir Dolly líka að hún ætli sér ekki að hætta að vinna. „Ég er búinn að vera að þessu í sextíu ár núna, ég byrjaði þegar ég var tíu ára,“ segir hún. „Ég myndi aldrei setjast í helgan stein! Ég vona að ég muni deyja í miðju lagi á sviði einn daginn - og vonandi lagi sem ég skrifaði - það er þannig sem ég vona að ég fari. Ég hef ekki mikið val þegar kemur að því en þangað til ætla ég að slá járnið á meðan það er heitt.“
Hollywood Tónlist Bandaríkin Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Sjá meira