Madrid og Macron vilja halda kappakstur Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2023 13:30 Mótið á Silverstone-brautinni í Bretlandi var haldin um síðustu helgi. Vísir/Getty Það er eftirsótt að halda Formúlu 1 keppni og nú vill Madrid að keppni varði haldin í spænsku höfuðborginni í framtíðinni. Þá vill Frakklandsforseti sömuleiðis fá formúlusirkusinn oftar til landsins. Spánverjarnir Carlos Sainz og Fernando Alonso eru meðal stjarnanna í Formúlu 1 um þessar mundir og Spánverjar eru æstir að fá annan kappakstur til landsins. Nú þegar er keppt þar á braut við Barcelona og hefur keppni verið haldin í landinu í yfir 100 ár. Nefnd á vegum Madridarborgar á í viðræðum við forráðamenn Formúlu 1 og getur vel farið svo að keppni verði haldinn í höfuðborginni á næstu árum. „Ég veit að við munum skrifa undir samning og ég veit líka hvenær við munum gera það,“ sagði Jose Vicente de los Mozos, forseti nefndarinnar. Samkvæmt útreikningum er talið að keppni í Madrid gæti fært borginni 500 milljónir evra á hverju ári í tekjur. Óljóst er þó hvað yrði um keppnina í Barcelona ef Madrid myndi skrifa undir samning um að halda keppni. Brautin í Barcelona er með samning við Formúlu 1 til ársins 2026 og framkvæmdastjóri Formúlunnar finnst ólíklegt að fleiri keppnir verði haldnar í Evrópu í framtíðinni. Hvað þá í sama landi á sama árinu. „Það yrðu allir ánægðir með það“ Það eru fleiri sem eru æstir í að fá formúlusirkusinn til landsins. Í fyrra var haldið mót á Paul Ricard brautinni í grennd við Marseille í Frakklandi en engin keppni var haldin þar í ár. Nú hefur Emmanuel Macron Frakklandsforseti lýst yfir stuðninig við þá ósk að fá Formúluna aftur til landsins. Möguleiki er á að haldin yrði borgarkeppni í Nice. „Landið okkar þarf að geta haldið Formúlu 1, alveg eins og í öðrum íþróttum þar sem við höldum keppnir á hverju ári. Það yrðu allir ánægðir með það.“ Á næsta ári verða haldnar 24 keppnir í Formúlu 1 sem eru fleiri keppnir en nokkurn tíman áður. Keppt verður í Kína á nýjan leik sem og á Imola. Forráðamenn liðanna í Formúlunni vilja meina að hámarkinu séð náð og segir liðin ekki ráða við fleiri keppnir á einu ári. Akstursíþróttir Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Spánverjarnir Carlos Sainz og Fernando Alonso eru meðal stjarnanna í Formúlu 1 um þessar mundir og Spánverjar eru æstir að fá annan kappakstur til landsins. Nú þegar er keppt þar á braut við Barcelona og hefur keppni verið haldin í landinu í yfir 100 ár. Nefnd á vegum Madridarborgar á í viðræðum við forráðamenn Formúlu 1 og getur vel farið svo að keppni verði haldinn í höfuðborginni á næstu árum. „Ég veit að við munum skrifa undir samning og ég veit líka hvenær við munum gera það,“ sagði Jose Vicente de los Mozos, forseti nefndarinnar. Samkvæmt útreikningum er talið að keppni í Madrid gæti fært borginni 500 milljónir evra á hverju ári í tekjur. Óljóst er þó hvað yrði um keppnina í Barcelona ef Madrid myndi skrifa undir samning um að halda keppni. Brautin í Barcelona er með samning við Formúlu 1 til ársins 2026 og framkvæmdastjóri Formúlunnar finnst ólíklegt að fleiri keppnir verði haldnar í Evrópu í framtíðinni. Hvað þá í sama landi á sama árinu. „Það yrðu allir ánægðir með það“ Það eru fleiri sem eru æstir í að fá formúlusirkusinn til landsins. Í fyrra var haldið mót á Paul Ricard brautinni í grennd við Marseille í Frakklandi en engin keppni var haldin þar í ár. Nú hefur Emmanuel Macron Frakklandsforseti lýst yfir stuðninig við þá ósk að fá Formúluna aftur til landsins. Möguleiki er á að haldin yrði borgarkeppni í Nice. „Landið okkar þarf að geta haldið Formúlu 1, alveg eins og í öðrum íþróttum þar sem við höldum keppnir á hverju ári. Það yrðu allir ánægðir með það.“ Á næsta ári verða haldnar 24 keppnir í Formúlu 1 sem eru fleiri keppnir en nokkurn tíman áður. Keppt verður í Kína á nýjan leik sem og á Imola. Forráðamenn liðanna í Formúlunni vilja meina að hámarkinu séð náð og segir liðin ekki ráða við fleiri keppnir á einu ári.
Akstursíþróttir Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira