Rauðar viðvaranir og skógareldar í Suður-Evrópu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. júlí 2023 22:48 Frá eyjunni La Palma þar sem íbúar hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda. EPA Ekkert lát virðist ætla að verða á hitabylgjum sem ganga nú yfir Suður-Evrópu. Á Ítalíu, Spáni og Grikklandi er hitanum lýst sem óbærilegum og íbúar hafa þurft að flýja heimili sín vegna skógarelda. Á Kanaríeyjunni La Palma á Spáni hafa að minnsta kosti tvö þúsund manns þurft að flýja heimili vegna skógarelda. Eldurinn kviknaði snemma á laugardagsmorgun og dreifðist fljótlega í átt að byggð. Íbúar í bæjunum Tijarafe og Puntagorda, á norðurhluta eyjunnar, fengu þau tilmæli að yfirgefa heimili sín en ekki liggur fyrir hve margir hafi flúið. Hitinn hefur á mörgum stöðum náð yfir 40 gráður á selsíus og búist er við því að hitinn verði áfram svipaður í næstu viku. Sem dæmi er spáð 48 gráðum á Sardiníu, samkvæmt ítölskum miðlum. Líkur eru því á að hitamet verði slegið en mesti hiti sem mælst hefur í álfunni er 48,8 gráður á Sikiley í ágúst árið 2021. Kæling í Tórínó á Norður-Ítalíu.AP Sérfæðingar telja að hitinn muni ná hámarki milli 19. og 23. júlí. Ríkisstjórn Ítalíu hefur gefið út rauðar viðvaranir vegna hitans og ráðlagt fólki að forðast beint sólarljós milli klukkan ellefu og sex á daginn. Þá er því beint til fólks að gæta sérstaklega að öldruðum eða öðrum sem gætu verið sérlega viðkvæmir fyrir sólinni. Krakkar kæla sig niður í Milanó á Ítalíu.Ap Í samtali við BBC segir fararstjórinn Felicity Hinton, sem stödd er í Rómarborg, að hitinn geri það að verkum að það sé martraðakennt að skoða borgina. „Það er alltaf heitt í Róm en núna hefur hitinn haldist stöðugur mjög lengi,“ sagði hún. „Ég og kollegar mínir erum mjög stressaðir. Fólk hefur verið að falla í yfirlið í ferðum og það eru sjúkrabílar úti um allt.“ Hitabylgja gengur nú yfir Grikkland sömuleiðis.ap Veður Loftslagsmál Ítalía Spánn Grikkland Gróðureldar Hitabylgja í Evrópu 2023 Tengdar fréttir Hitametin orðin of mörg til að telja upp Lamandi hitabylgja ríður nú yfir Evrópu. Veðurfræðingur segir loftlagsbreytingar valda fleiri bylgjum sem standi lengur en áður. Hitinn úti í heimi nú sé forsmekkurinn að því sem koma skal. 14. júlí 2023 22:37 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Á Kanaríeyjunni La Palma á Spáni hafa að minnsta kosti tvö þúsund manns þurft að flýja heimili vegna skógarelda. Eldurinn kviknaði snemma á laugardagsmorgun og dreifðist fljótlega í átt að byggð. Íbúar í bæjunum Tijarafe og Puntagorda, á norðurhluta eyjunnar, fengu þau tilmæli að yfirgefa heimili sín en ekki liggur fyrir hve margir hafi flúið. Hitinn hefur á mörgum stöðum náð yfir 40 gráður á selsíus og búist er við því að hitinn verði áfram svipaður í næstu viku. Sem dæmi er spáð 48 gráðum á Sardiníu, samkvæmt ítölskum miðlum. Líkur eru því á að hitamet verði slegið en mesti hiti sem mælst hefur í álfunni er 48,8 gráður á Sikiley í ágúst árið 2021. Kæling í Tórínó á Norður-Ítalíu.AP Sérfæðingar telja að hitinn muni ná hámarki milli 19. og 23. júlí. Ríkisstjórn Ítalíu hefur gefið út rauðar viðvaranir vegna hitans og ráðlagt fólki að forðast beint sólarljós milli klukkan ellefu og sex á daginn. Þá er því beint til fólks að gæta sérstaklega að öldruðum eða öðrum sem gætu verið sérlega viðkvæmir fyrir sólinni. Krakkar kæla sig niður í Milanó á Ítalíu.Ap Í samtali við BBC segir fararstjórinn Felicity Hinton, sem stödd er í Rómarborg, að hitinn geri það að verkum að það sé martraðakennt að skoða borgina. „Það er alltaf heitt í Róm en núna hefur hitinn haldist stöðugur mjög lengi,“ sagði hún. „Ég og kollegar mínir erum mjög stressaðir. Fólk hefur verið að falla í yfirlið í ferðum og það eru sjúkrabílar úti um allt.“ Hitabylgja gengur nú yfir Grikkland sömuleiðis.ap
Veður Loftslagsmál Ítalía Spánn Grikkland Gróðureldar Hitabylgja í Evrópu 2023 Tengdar fréttir Hitametin orðin of mörg til að telja upp Lamandi hitabylgja ríður nú yfir Evrópu. Veðurfræðingur segir loftlagsbreytingar valda fleiri bylgjum sem standi lengur en áður. Hitinn úti í heimi nú sé forsmekkurinn að því sem koma skal. 14. júlí 2023 22:37 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Hitametin orðin of mörg til að telja upp Lamandi hitabylgja ríður nú yfir Evrópu. Veðurfræðingur segir loftlagsbreytingar valda fleiri bylgjum sem standi lengur en áður. Hitinn úti í heimi nú sé forsmekkurinn að því sem koma skal. 14. júlí 2023 22:37