Skipverja og hundi bjargað eftir marga mánuði á sjó Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. júlí 2023 23:25 Tim Shaddock og Bella lifðu af á engu nema regnvatni og hráum fisk. Sky Áströlskum skipverja og hundi hans hefur verið bjargað undan ströndum Mexíkó eftir að hafa verið skipreka í tvo mánuði. Þeir lifðu á engu nema regnvatni og hráum fisk. Í umfjöllun Sky fréttastofunnar kemur fram að ástralski skipverjinn, sem heitir Tim Shaddock, hafi haldið af stað frá Mexíkó á litlum seglbáti í apríl. Þaðan ætlaði hann að fara til Frönsku Pólýnesíu í Kyrrahafi og tók tíkina sína Bellu með. Að mánuði liðnum lentu þau Tim og Bella hinsvegar í fárviðri sem olli miklum skemmdum á seglbátnum. Að sama skapi eyðilögðust raftæki um borð svo Tim gat ekki kallað eftir aðstoð. Horfa má á umfjöllun áströlsku Sky sjónvarpsstöðvarinnar um björgun Tim hér að neðan: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=azP9K0bU0rQ">watch on YouTube</a> Gerði allt rétt Einungis er að þakka tjaldþaki bátsins að Tim og Bella komust lífs af en tjaldþakið veitti þeim lágmarksskjól, að því er segir í umfjöllun Sky. Þau rak stjórnlaust á Kyrrahafi um nokkurra vikna skeið þar til síðastliðinn fimmtudag. Þá kom þyrla á vegum túnfisksveiðimanna auga á bát þeirra Tim og Bellu. Að sögn lækna er heilsa Tim merkilega góð eftir raunirnar, en ekki fylgir sögunni hvernig hundinum heilsast. Haft er eftir Tim að hann óski þess helst af öllu að fá að hvíla sig og að fá góðan mat. Hann hafi ekki borðað neitt í allt of langan tíma. Sky sjónvarpsstöðin ræðir jafnframt við Mike Tipton, prófessor við Portsmouth háskóla, sem segir Tim hafa gert allt rétt í sínum aðstæðum. Hann hafi lifað af með heppni en einnig eigin ákvörðunum. Nánast allir sem lifa af skipbrot í heiminum lifa þau af á hlýrri slóðum að sögn prófessorsins. Tim hafi þannig engar áhyggjur þurft að hafa af því að ofkælast. Hann hafi lágmarkað hreyfingar sínar á heitasta tíma dagsins og þannig komið í veg fyrir að verða fyrir of miklu vökvatapi. Ástralía Mexíkó Hundar Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Í umfjöllun Sky fréttastofunnar kemur fram að ástralski skipverjinn, sem heitir Tim Shaddock, hafi haldið af stað frá Mexíkó á litlum seglbáti í apríl. Þaðan ætlaði hann að fara til Frönsku Pólýnesíu í Kyrrahafi og tók tíkina sína Bellu með. Að mánuði liðnum lentu þau Tim og Bella hinsvegar í fárviðri sem olli miklum skemmdum á seglbátnum. Að sama skapi eyðilögðust raftæki um borð svo Tim gat ekki kallað eftir aðstoð. Horfa má á umfjöllun áströlsku Sky sjónvarpsstöðvarinnar um björgun Tim hér að neðan: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=azP9K0bU0rQ">watch on YouTube</a> Gerði allt rétt Einungis er að þakka tjaldþaki bátsins að Tim og Bella komust lífs af en tjaldþakið veitti þeim lágmarksskjól, að því er segir í umfjöllun Sky. Þau rak stjórnlaust á Kyrrahafi um nokkurra vikna skeið þar til síðastliðinn fimmtudag. Þá kom þyrla á vegum túnfisksveiðimanna auga á bát þeirra Tim og Bellu. Að sögn lækna er heilsa Tim merkilega góð eftir raunirnar, en ekki fylgir sögunni hvernig hundinum heilsast. Haft er eftir Tim að hann óski þess helst af öllu að fá að hvíla sig og að fá góðan mat. Hann hafi ekki borðað neitt í allt of langan tíma. Sky sjónvarpsstöðin ræðir jafnframt við Mike Tipton, prófessor við Portsmouth háskóla, sem segir Tim hafa gert allt rétt í sínum aðstæðum. Hann hafi lifað af með heppni en einnig eigin ákvörðunum. Nánast allir sem lifa af skipbrot í heiminum lifa þau af á hlýrri slóðum að sögn prófessorsins. Tim hafi þannig engar áhyggjur þurft að hafa af því að ofkælast. Hann hafi lágmarkað hreyfingar sínar á heitasta tíma dagsins og þannig komið í veg fyrir að verða fyrir of miklu vökvatapi.
Ástralía Mexíkó Hundar Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira