Skemmtiferðaskip slitnaði frá bryggju í miklum vindi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 18. júlí 2023 09:01 Hafnaryfirvöld hafa hafið rannsókn á atvikinu. Skjáskot/Youtube Norska skemmtiferðaskipið Norwegian Prima losnaði frá bryggju í Zeebrugge í Belgíu vegna vinds. Skipið var að koma frá Íslandi. Þann 15. júlí síðastliðinn slitnaði hið risavaxna norska skemmtiferðaskip frá bryggjunni í Zeebrugge og landgangurinn féll í sjóinn. Enginn slasaðist í atvikinu sem hefur þó vakið nokkurn óhug. Skipið tekur rúmlega 3.000 farþega og 1.500 manns starfa um borð. Skipið sigldi frá Reykjavíkurhöfn þann 6. júlí og hafði komið við í bæði Noregi og Hollandi áður en það kom til Belgíu. Vindur var mikill í höfninni þennan dag, 11 til 34 kílómetrar á klukkustund, og gekk á með sterkum hviðum. Um klukkan 14:45 reið yfir svo sterk hviða að landfestingarnar slitnuðu. Eftir það fauk 143 þúsund tonna skipið frá bryggjunni og þurftu dráttarbátar að koma til að koma því aftur að. Flestir farþegar voru í landi þegar skemmtiferðaskipið rifnaði frá bryggjunni. Sækja þurfti nýja landganga þar sem hinir sukku til botns í höfninni. Skipið sigldi úr höfn um kvöldið en hafnarstjórn í Zeebrugge hefur hafið rannsókn á málinu. Ekki einsdæmi Norwegian Prima er ekki eina skemmtiferðaskipið sem hefur slitnað frá bryggju undanfarið því að í febrúar kom það sama fyrir skipið MSC Musica í borginni Rio de Janeiro í Brasilíu. Það skip, sem skráð er í Panama, er einnig mjög stórt. Tekur 2.500 farþega og tæplega 1.000 starfsfólk. Vindhviðurnar náðu þá 40 kílómetrum á klukkustund. Samkvæmt fréttavefnum Cruisehive kemur það ítrekað fyrir að skemmtiferðaskip hætti við að leggja við bryggju í miklum vindi. Sérstaklega í höfnum þar sem pláss er lítið og jafn vel ekki hægt að setja út landganga heldur þarf að flytja farþega í land með bátum. Stór skemmtiferðaskip eru viðkvæmari fyrir vindi og geta hæglega rekið frá bryggjunni eða á hana. Belgía Noregur Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Sjá meira
Þann 15. júlí síðastliðinn slitnaði hið risavaxna norska skemmtiferðaskip frá bryggjunni í Zeebrugge og landgangurinn féll í sjóinn. Enginn slasaðist í atvikinu sem hefur þó vakið nokkurn óhug. Skipið tekur rúmlega 3.000 farþega og 1.500 manns starfa um borð. Skipið sigldi frá Reykjavíkurhöfn þann 6. júlí og hafði komið við í bæði Noregi og Hollandi áður en það kom til Belgíu. Vindur var mikill í höfninni þennan dag, 11 til 34 kílómetrar á klukkustund, og gekk á með sterkum hviðum. Um klukkan 14:45 reið yfir svo sterk hviða að landfestingarnar slitnuðu. Eftir það fauk 143 þúsund tonna skipið frá bryggjunni og þurftu dráttarbátar að koma til að koma því aftur að. Flestir farþegar voru í landi þegar skemmtiferðaskipið rifnaði frá bryggjunni. Sækja þurfti nýja landganga þar sem hinir sukku til botns í höfninni. Skipið sigldi úr höfn um kvöldið en hafnarstjórn í Zeebrugge hefur hafið rannsókn á málinu. Ekki einsdæmi Norwegian Prima er ekki eina skemmtiferðaskipið sem hefur slitnað frá bryggju undanfarið því að í febrúar kom það sama fyrir skipið MSC Musica í borginni Rio de Janeiro í Brasilíu. Það skip, sem skráð er í Panama, er einnig mjög stórt. Tekur 2.500 farþega og tæplega 1.000 starfsfólk. Vindhviðurnar náðu þá 40 kílómetrum á klukkustund. Samkvæmt fréttavefnum Cruisehive kemur það ítrekað fyrir að skemmtiferðaskip hætti við að leggja við bryggju í miklum vindi. Sérstaklega í höfnum þar sem pláss er lítið og jafn vel ekki hægt að setja út landganga heldur þarf að flytja farþega í land með bátum. Stór skemmtiferðaskip eru viðkvæmari fyrir vindi og geta hæglega rekið frá bryggjunni eða á hana.
Belgía Noregur Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Sjá meira