Farþegar þurftu að horfa upp á grindhvaladráp Kristinn Haukur Guðnason skrifar 18. júlí 2023 13:46 Farþegarnir voru í losti eftir að hafa orðið vitni að drápunum. EPA Breska skemmtiferðaskipafélagið Ambassador Cruise Lines hefur beðið farþega sína afsökunar fyrir að láta þá verða vitni að grindhvaladrápi. Meirihluti farþeganna var í uppnámi eftir atvikið. „Við urðum fyrir miklum vonbrigðum með það að veiðin hafi verið á sama tíma og skipið okkar var við bryggju. Við mótmælum harðlega þessari tímaskekkju og höfum unnið með góðgerðasamtökunum ORCA til að læra af og vernda höfrunga og önnur smáhveli í bresku og evrópsku hafsvæði síðan árið 2021,“ segir í yfirlýsingu Ambassador. Grindhvalir eru litlir tannhvalir skyldir höfrungum.EPA Skip þeirra, Ambition sem tekur 1.000 farþega, var í Þórshöfn í Færeyjum þegar 40 grindhvalir voru reknir upp í fjöru og þeim slátrað. En hvölunum er smalað á bátum í hjörð upp að landi þar sem þeir eru dregnir með krókum og skornir með sveðjum. Sjórinn og fjaran verða rauðlituð af blóði við aðfarirnar. „Við erum gríðarlega vonsvikin að þetta skuli hafa gerst eftir margra vikna uppbyggilegt samtal við færeysku ríkisstjórnina og ferðamálastofu Færeyja um málið,“ sagði Christian Verhounig, stjórnarformaður Ambassador við breska blaðið Independent. „Við höldum áfram að fræða farþega okkar og starfsfólk og hvetjum þau til þess að hvorki kaupa né borða hvala eða höfrungakjöt og að þau samþykki ekki hvalveiðar né höfrungaveiðar.“ Mikil fækkun Færeyingar veiða um 800 grindhvali á ári og segja veiðarnar sjálfbærar. Það sé löng hefð að veiða grindhvali í eyjunum. Grindhvölum hefur hins vegar fækkað úr 780 þúsund í 350 þúsund í norðaustur Atlantshafi frá árinu 1989 til 2015. Dýraverndunarsinnar í Berlín mótmæla færeysku grindhvaladrápi.EPA Dýraverndunarsamtök hafa hvatt skemmtiferðaskipa fyrirtæki að sniðganga Færeyjar vegna grindhvaladrápa. Með því að heimsækja eyjarnar sé verið að styðja við iðjuna. Færeyjar Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
„Við urðum fyrir miklum vonbrigðum með það að veiðin hafi verið á sama tíma og skipið okkar var við bryggju. Við mótmælum harðlega þessari tímaskekkju og höfum unnið með góðgerðasamtökunum ORCA til að læra af og vernda höfrunga og önnur smáhveli í bresku og evrópsku hafsvæði síðan árið 2021,“ segir í yfirlýsingu Ambassador. Grindhvalir eru litlir tannhvalir skyldir höfrungum.EPA Skip þeirra, Ambition sem tekur 1.000 farþega, var í Þórshöfn í Færeyjum þegar 40 grindhvalir voru reknir upp í fjöru og þeim slátrað. En hvölunum er smalað á bátum í hjörð upp að landi þar sem þeir eru dregnir með krókum og skornir með sveðjum. Sjórinn og fjaran verða rauðlituð af blóði við aðfarirnar. „Við erum gríðarlega vonsvikin að þetta skuli hafa gerst eftir margra vikna uppbyggilegt samtal við færeysku ríkisstjórnina og ferðamálastofu Færeyja um málið,“ sagði Christian Verhounig, stjórnarformaður Ambassador við breska blaðið Independent. „Við höldum áfram að fræða farþega okkar og starfsfólk og hvetjum þau til þess að hvorki kaupa né borða hvala eða höfrungakjöt og að þau samþykki ekki hvalveiðar né höfrungaveiðar.“ Mikil fækkun Færeyingar veiða um 800 grindhvali á ári og segja veiðarnar sjálfbærar. Það sé löng hefð að veiða grindhvali í eyjunum. Grindhvölum hefur hins vegar fækkað úr 780 þúsund í 350 þúsund í norðaustur Atlantshafi frá árinu 1989 til 2015. Dýraverndunarsinnar í Berlín mótmæla færeysku grindhvaladrápi.EPA Dýraverndunarsamtök hafa hvatt skemmtiferðaskipa fyrirtæki að sniðganga Færeyjar vegna grindhvaladrápa. Með því að heimsækja eyjarnar sé verið að styðja við iðjuna.
Færeyjar Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira