Hvimleitt vandamál í sundlauginni á Laugum: „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Máni Snær Þorláksson skrifar 18. júlí 2023 16:32 Magnús Már Þorvaldsson þurfti að loka sundlauginni í dag vegna andaskítsins. Hún hefur þó verið opnuð aftur núna. Facebook/Aðsend Loka þurfti sundlauginni á Laugum í Þingeyjarsveit í dag og í gær sökum þess hve mikill andaskítur var í lauginni. Magnús Már Þorvaldsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja á Laugum segir að óhætt sé að halda því fram að um hvimleitt vandamál sé að ræða. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem endur taka upp á því að skíta í sundlaugina á Laugum. „Við höfum svo sem lent í þessu nokkrum sinnum áður. Til að mynda í Covid-lokuninni, þá voru endur sem virtu ekki lokun sundlaugarinnar og syntu á henni með tilheyrandi skít,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu. Þetta gerist einnig gjarnan á útmánuðum á vorin þegar andarungarnir eru litlir. Þá lendi þau í vandræðum með endurnar í lauginni og skítinn frá þeim. „En ég get sko sagt þér það að ég hef aldrei séð neitt þessu líkt eins og þetta var í fyrramorgun. Laugin var bara beinlínis útötuð í andaskít.“ Einn sundlaugargestur sagði við Magnús að líklega væri um að ræða stokkendur, þær skíti mikið. „Það hef ég aldeilis fengið að upplifa, þetta er fáránlegt,“ segir hann. „Það er eitt að vera með útisundlaug og það fýkur yfir laugina sandur og annað sem sest niður á botninn, það er enginn sem kippir sér upp við það, það vita það allir. En þetta er ógeðslegt því þegar þú ferð í gegnum þetta þá þyrlast þetta upp og þú ert að synda í skít, þetta er bara ógeð.“ „Þetta er bara ógeð,“ segir forstöðumaðurinn um skítinn.Facebook Endurnar komi líklega aftur í nótt Til að kljást við andaskítinn og annað sem ekki á heima í sundlauginni er notast við ryksuguróbot sem þrífur laugina. Þegar Magnús mætti í gær og sá allan andaskítinn skellti hann róbotinum í laugina. Það tók þó dágóða stund fyrir róbotinn að klára að þrífa laugina. Klukkan hálf þrjú var hægt að opna laugina á ný. Það er þó ljóst að endurnar létu aftur til skarar skríða í nótt því þegar Magnús mætti í morgun var laugin aftur full af andaskít. Aftur þurfti að kalla út róbotinn til vinnu en í þetta skipti dugði það ekki. „Róbotinn okkar reyndist vera bilaður,“ segir Magnús sem þurfti þá að fá annan róbot að láni frá sundlaug Grenivíkur. Klukkan 15:30 í dag var róbotinn frá Grenivík búinn að þrífa laugina og þá var hægt að opna hana aftur. Gert er þó ráð fyrir að þetta ferli hefjist aftur á morgun, miðað við það hve vel öndunum líkar við sundlaugina á Laugum. „Þetta er ákaflega hvimleitt. Það er spurning hvaða leiðir eru færar til þess að verjast þessu. Af því við fáum þær pottþétt aftur til okkar í nótt.“ Fuglahræða og næturvakt hjá róbotinum dugi ekki Gripið hefur verið til þeirra ráða að setja upp fuglahræðu sem klædd er appelsínugulum vinnubúningi til að halda öndunum frá lauginni. Það virðist þó vera sem endurnar kippi sér lítið upp við það. Það hefur þó sýnt sig að það að hafa róbotinn í gangi á næturnar geti fælt endurnar. Þessi fuglahræða virðist ekki duga til að hræða endurnar á Laugum.Facebook „En það virtist ekki duga í nótt. Þegar ég kom hérna klukkan sjö í morgun voru þær bara að synda hér í rólegheitum á sundlauginni eins og hún væri tjörnin þeirra,“ segir Magnús. Endurnar hafi svo flogið í burtu um leið og þær gerðu sér grein fyrir því að forstöðumaðurinn væri mættur á svæðið. Magnús segir að það hafi hvarflað að honum að vakta sundlaugina yfir nóttina. Þá líst honum vel á þá hugmynd að hafa sundlaugina opna á næturnar til að fæla endurnar frá. „Ég held við ættum bara að fara að skoða það að vera með næturopnun, að minnsta kosti á þeim tíma sem þær eru líklegar til að sitja hérna og skíta í laugina okkar.“ Þingeyjarsveit Sundlaugar Fuglar Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Sjá meira
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem endur taka upp á því að skíta í sundlaugina á Laugum. „Við höfum svo sem lent í þessu nokkrum sinnum áður. Til að mynda í Covid-lokuninni, þá voru endur sem virtu ekki lokun sundlaugarinnar og syntu á henni með tilheyrandi skít,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu. Þetta gerist einnig gjarnan á útmánuðum á vorin þegar andarungarnir eru litlir. Þá lendi þau í vandræðum með endurnar í lauginni og skítinn frá þeim. „En ég get sko sagt þér það að ég hef aldrei séð neitt þessu líkt eins og þetta var í fyrramorgun. Laugin var bara beinlínis útötuð í andaskít.“ Einn sundlaugargestur sagði við Magnús að líklega væri um að ræða stokkendur, þær skíti mikið. „Það hef ég aldeilis fengið að upplifa, þetta er fáránlegt,“ segir hann. „Það er eitt að vera með útisundlaug og það fýkur yfir laugina sandur og annað sem sest niður á botninn, það er enginn sem kippir sér upp við það, það vita það allir. En þetta er ógeðslegt því þegar þú ferð í gegnum þetta þá þyrlast þetta upp og þú ert að synda í skít, þetta er bara ógeð.“ „Þetta er bara ógeð,“ segir forstöðumaðurinn um skítinn.Facebook Endurnar komi líklega aftur í nótt Til að kljást við andaskítinn og annað sem ekki á heima í sundlauginni er notast við ryksuguróbot sem þrífur laugina. Þegar Magnús mætti í gær og sá allan andaskítinn skellti hann róbotinum í laugina. Það tók þó dágóða stund fyrir róbotinn að klára að þrífa laugina. Klukkan hálf þrjú var hægt að opna laugina á ný. Það er þó ljóst að endurnar létu aftur til skarar skríða í nótt því þegar Magnús mætti í morgun var laugin aftur full af andaskít. Aftur þurfti að kalla út róbotinn til vinnu en í þetta skipti dugði það ekki. „Róbotinn okkar reyndist vera bilaður,“ segir Magnús sem þurfti þá að fá annan róbot að láni frá sundlaug Grenivíkur. Klukkan 15:30 í dag var róbotinn frá Grenivík búinn að þrífa laugina og þá var hægt að opna hana aftur. Gert er þó ráð fyrir að þetta ferli hefjist aftur á morgun, miðað við það hve vel öndunum líkar við sundlaugina á Laugum. „Þetta er ákaflega hvimleitt. Það er spurning hvaða leiðir eru færar til þess að verjast þessu. Af því við fáum þær pottþétt aftur til okkar í nótt.“ Fuglahræða og næturvakt hjá róbotinum dugi ekki Gripið hefur verið til þeirra ráða að setja upp fuglahræðu sem klædd er appelsínugulum vinnubúningi til að halda öndunum frá lauginni. Það virðist þó vera sem endurnar kippi sér lítið upp við það. Það hefur þó sýnt sig að það að hafa róbotinn í gangi á næturnar geti fælt endurnar. Þessi fuglahræða virðist ekki duga til að hræða endurnar á Laugum.Facebook „En það virtist ekki duga í nótt. Þegar ég kom hérna klukkan sjö í morgun voru þær bara að synda hér í rólegheitum á sundlauginni eins og hún væri tjörnin þeirra,“ segir Magnús. Endurnar hafi svo flogið í burtu um leið og þær gerðu sér grein fyrir því að forstöðumaðurinn væri mættur á svæðið. Magnús segir að það hafi hvarflað að honum að vakta sundlaugina yfir nóttina. Þá líst honum vel á þá hugmynd að hafa sundlaugina opna á næturnar til að fæla endurnar frá. „Ég held við ættum bara að fara að skoða það að vera með næturopnun, að minnsta kosti á þeim tíma sem þær eru líklegar til að sitja hérna og skíta í laugina okkar.“
Þingeyjarsveit Sundlaugar Fuglar Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels