Fer ekki til Suður-Afríku vegna handtökuskipunar Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2023 11:29 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. EPA/ALEXANDER KAZAKOV Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlar ekki til Suður-Afríku á fund BRICS-ríkjanna svokölluðu. Ef Pútín færi ætti hann á hættu að vera handtekinn fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Í yfirlýsingu frá ríkisstjórn Suður-Afríku segir að samkomulag hafi náðst um að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra myndi fara í stað Pútíns til Johannesburg. BRICS hét upprunalega BRIC og var nokkurs konar efnahagsbandalag Braislíu, Rússlands, Indlands og Kína. Suður Afríka bættist svo í hópinn árið 2010 og nafnið varð BRICS. Leiðtogar ríkjanna funda árlega og verður fundur í Suður-Afríku í næsta mánuði. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu í mars út handtökuskipun á hendur Pútíns fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Hann er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt til Rússlands en handtökuskipun var einnig gefin á hendur Maríu Alekseyevna Lvova-Belova, nokkurskonar umboðskonu barna í Rússlandi. Fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt og þau ættleidd til rússneskra fjölskyldna eða komið fyrir á rússneskum stofnunum. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðernishreinsunar. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Pútín hefur opinberlega lýst því yfir að hann styðji þessar ættleiðingar. Suður-Afríka er eitt þeirra 123 ríkja sem hefur skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins og því ætti Pútín að vera handtekinn við komuna þangað, lögum samkvæmt. Yfirvöld Suður-Afríku hafa þó litið undan í sambærilegu máli þegar Omar al-Bashir, þáverandi forseti Súdans, heimsótti landið árið 2015. Hann var einnig eftirlýstur fyrir stríðsglæpi. „Stríðsyfirlýsing“ að handtaka Pútín Lýðræðisbandalagið, stærsti stjórnarflokkur Suður-Afríku, höfðaði nýverið mál til að þvinga ríkisstjórn landsins til að handtaka Pútín ef hann myndi stíga þar niður fæti. BBC sagði frá því í gær að Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, væri alfarið andvígur því, samkvæmt dómsskjölum. Forsetinn lýsti því yfir að erfitt yrði fyrir Suður-Afríku að handtaka Pútín, þar sem yfirvöld í Rússlandi hefðu gert ljóst að slík handtaka væri í raun stríðsyfirlýsing gegn Rússlandi. Þá sagði hann að þar sem Suður-Afríka væri eitt þeirra Afríkuríkja sem væri að reyna að koma á friði milli Rússlands og Úkraínu og það að handtaka Pútín myndi koma niður á þeirri viðleitni. Rússland Suður-Afríka Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vildarvinir Pútín og Kadyrov settir yfir Danone og Baltika Stjórnvöld í Rússlandi settu í gær Yakub Zakriev, landbúnaðarráðherra Téténíu, yfir Danone Russia og Taimuraz Bolloev, vin Vladimir Pútín Rússlandsforseta, yfir Baltika Breweries. 19. júlí 2023 10:13 Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20 „Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. 19. júlí 2023 08:21 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Í yfirlýsingu frá ríkisstjórn Suður-Afríku segir að samkomulag hafi náðst um að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra myndi fara í stað Pútíns til Johannesburg. BRICS hét upprunalega BRIC og var nokkurs konar efnahagsbandalag Braislíu, Rússlands, Indlands og Kína. Suður Afríka bættist svo í hópinn árið 2010 og nafnið varð BRICS. Leiðtogar ríkjanna funda árlega og verður fundur í Suður-Afríku í næsta mánuði. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu í mars út handtökuskipun á hendur Pútíns fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Hann er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt til Rússlands en handtökuskipun var einnig gefin á hendur Maríu Alekseyevna Lvova-Belova, nokkurskonar umboðskonu barna í Rússlandi. Fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt og þau ættleidd til rússneskra fjölskyldna eða komið fyrir á rússneskum stofnunum. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðernishreinsunar. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Pútín hefur opinberlega lýst því yfir að hann styðji þessar ættleiðingar. Suður-Afríka er eitt þeirra 123 ríkja sem hefur skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins og því ætti Pútín að vera handtekinn við komuna þangað, lögum samkvæmt. Yfirvöld Suður-Afríku hafa þó litið undan í sambærilegu máli þegar Omar al-Bashir, þáverandi forseti Súdans, heimsótti landið árið 2015. Hann var einnig eftirlýstur fyrir stríðsglæpi. „Stríðsyfirlýsing“ að handtaka Pútín Lýðræðisbandalagið, stærsti stjórnarflokkur Suður-Afríku, höfðaði nýverið mál til að þvinga ríkisstjórn landsins til að handtaka Pútín ef hann myndi stíga þar niður fæti. BBC sagði frá því í gær að Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, væri alfarið andvígur því, samkvæmt dómsskjölum. Forsetinn lýsti því yfir að erfitt yrði fyrir Suður-Afríku að handtaka Pútín, þar sem yfirvöld í Rússlandi hefðu gert ljóst að slík handtaka væri í raun stríðsyfirlýsing gegn Rússlandi. Þá sagði hann að þar sem Suður-Afríka væri eitt þeirra Afríkuríkja sem væri að reyna að koma á friði milli Rússlands og Úkraínu og það að handtaka Pútín myndi koma niður á þeirri viðleitni.
Rússland Suður-Afríka Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vildarvinir Pútín og Kadyrov settir yfir Danone og Baltika Stjórnvöld í Rússlandi settu í gær Yakub Zakriev, landbúnaðarráðherra Téténíu, yfir Danone Russia og Taimuraz Bolloev, vin Vladimir Pútín Rússlandsforseta, yfir Baltika Breweries. 19. júlí 2023 10:13 Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20 „Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. 19. júlí 2023 08:21 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Vildarvinir Pútín og Kadyrov settir yfir Danone og Baltika Stjórnvöld í Rússlandi settu í gær Yakub Zakriev, landbúnaðarráðherra Téténíu, yfir Danone Russia og Taimuraz Bolloev, vin Vladimir Pútín Rússlandsforseta, yfir Baltika Breweries. 19. júlí 2023 10:13
Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20
„Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. 19. júlí 2023 08:21