Ekkert samkomulag í höfn en ákveðin skref tekin fram á við Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júlí 2023 09:34 Kerry og Nicholas Burns, sendiherra Bandaríkjanna í Kína, mæta til fundar í gær. AP/Ng Han Guan Ekkert samkomulag náðist í viðræðum erindreka Bandaríkjanna og Kína um loftslagsmál sem staðið hafa yfir í Pekíng. John Kerry, sérlegur sendifulltrúi Bandaríkjaforseta í loftslagsmálum, sagðist hins vegar fagna því að viðræður væru hafnar á ný. Kerry fundaði ekki með Xi Jinping, forseta Kína, en síðarnefndi sagði í ræðu í gær að Kína myndi nota eigin aðferðir til að glíma við loftslagsvandann og gera það samkvæmt eigin tímaáætlun. Kerry brást við með því að segja að Bandaríkin væru ekki að leggja Kína né öðrum línurnar, heldur væru það vísindalegar niðurstöður sem kölluðu á aðgerðir. Kerry var afar diplómatískur og benti á að Bandaríkin og Evrópu ættu einnig í vandræðum með að hætta notkun jarðefnaeldsneyta. „Þetta er erfitt viðfangsefni,“ sagði hann. „Við viðurkennum það.“ Framtíð loftslagmála er að stórum hluta í höndum Bandaríkjanna og Kína en Kínverjar eru ábyrgir fyrir þriðjungi allrar losunar og Bandaríkjamenn eiga stærsta hluta hennar sögulega séð. Ef takast á að forða heimsbyggðinni frá verstu áhrifum loftslagsbreytinga verða ríkin að taka sig verulega á. Stefnt hefur að því að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður en öll hlýnun umfram það er talin munu skapa aðstæður sem maðurinn mun eiga afar erfitt með að aðlagast. Hlýnunin hefur þegar náð 1,2 gráðum. I m in Beijing meeting with high-level leadership to explore the possibilities of renewing cooperation on reducing emissions and other critical pathways to addressing the climate crisis. pic.twitter.com/hR8M0mFO4m— Special Presidential Envoy John Kerry (@ClimateEnvoy) July 18, 2023 Kínverjar hafa sannarlega gripið til aðgerða og ráðist í viðameiri framkvæmdir við endurnýjanlega orkugjafa en nokkurt annað ríki. Á sama tíma hafa hins vegar einnig risið fjöldi nýrra kolaknúinna orkuvera en kol eru „óhreinasti“ orkugjafinn þegar kemur að loftslagsmálum. Sérfræðingar segja jákvætt að Bandaríkin og Kína eigi nú aftur í viðræðum um loftslagsmál og ekki síður að þær snúist um endurnýjanlega orkugjafa og mögulegar lausnir ekki síður en að setja þrýsting á Kína að hraða áætlunum sínum um að hætta notkun kola. Kínverjar hafa sagst munu ná hámarkslosun fyrir 2030 og hætta losun fyrir 2060. Kerry hefur lagt áherslu á að loftslagsviðræðurnar eigi að vera aðskildar viðræðum um önnur og „pólitískari“ mál, enda sé um að ræða ógn við alla heimsbyggðina. Wang Yi, æðsti embættismaður Kína í utanríkismálum, segir hins vegar ekki hægt að aðskilja þær frá samskiptum Kína og Bandaríkjanna almennt. Wang segir Bandaríkin þurfa að fylgja „sanngjarnri, raunhæfri og jákvæðri“ stefnu gagnvart Kína. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið. Bandaríkin Kína Loftslagsmál Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Sjá meira
Kerry fundaði ekki með Xi Jinping, forseta Kína, en síðarnefndi sagði í ræðu í gær að Kína myndi nota eigin aðferðir til að glíma við loftslagsvandann og gera það samkvæmt eigin tímaáætlun. Kerry brást við með því að segja að Bandaríkin væru ekki að leggja Kína né öðrum línurnar, heldur væru það vísindalegar niðurstöður sem kölluðu á aðgerðir. Kerry var afar diplómatískur og benti á að Bandaríkin og Evrópu ættu einnig í vandræðum með að hætta notkun jarðefnaeldsneyta. „Þetta er erfitt viðfangsefni,“ sagði hann. „Við viðurkennum það.“ Framtíð loftslagmála er að stórum hluta í höndum Bandaríkjanna og Kína en Kínverjar eru ábyrgir fyrir þriðjungi allrar losunar og Bandaríkjamenn eiga stærsta hluta hennar sögulega séð. Ef takast á að forða heimsbyggðinni frá verstu áhrifum loftslagsbreytinga verða ríkin að taka sig verulega á. Stefnt hefur að því að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður en öll hlýnun umfram það er talin munu skapa aðstæður sem maðurinn mun eiga afar erfitt með að aðlagast. Hlýnunin hefur þegar náð 1,2 gráðum. I m in Beijing meeting with high-level leadership to explore the possibilities of renewing cooperation on reducing emissions and other critical pathways to addressing the climate crisis. pic.twitter.com/hR8M0mFO4m— Special Presidential Envoy John Kerry (@ClimateEnvoy) July 18, 2023 Kínverjar hafa sannarlega gripið til aðgerða og ráðist í viðameiri framkvæmdir við endurnýjanlega orkugjafa en nokkurt annað ríki. Á sama tíma hafa hins vegar einnig risið fjöldi nýrra kolaknúinna orkuvera en kol eru „óhreinasti“ orkugjafinn þegar kemur að loftslagsmálum. Sérfræðingar segja jákvætt að Bandaríkin og Kína eigi nú aftur í viðræðum um loftslagsmál og ekki síður að þær snúist um endurnýjanlega orkugjafa og mögulegar lausnir ekki síður en að setja þrýsting á Kína að hraða áætlunum sínum um að hætta notkun kola. Kínverjar hafa sagst munu ná hámarkslosun fyrir 2030 og hætta losun fyrir 2060. Kerry hefur lagt áherslu á að loftslagsviðræðurnar eigi að vera aðskildar viðræðum um önnur og „pólitískari“ mál, enda sé um að ræða ógn við alla heimsbyggðina. Wang Yi, æðsti embættismaður Kína í utanríkismálum, segir hins vegar ekki hægt að aðskilja þær frá samskiptum Kína og Bandaríkjanna almennt. Wang segir Bandaríkin þurfa að fylgja „sanngjarnri, raunhæfri og jákvæðri“ stefnu gagnvart Kína. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið.
Bandaríkin Kína Loftslagsmál Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Sjá meira