Markvörður Evrópumeistaranna virkilega sár út í Nike Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 09:10 Mary Earps er markvörður og varafyrirliði enska landsliðsins á HM í fótbolta 2023. Getty/Justin Setterfield Knattspyrnuaðdáendur geta ekki fest kaup á búningi eins af lykilmönnum Evrópumeistara kvenna í knattspyrnu. Hún er sár og svekkt með stöðuna. Mary Earps var ein af hetjum enska landsliðsins þegar liðið vann Evrópumeistaratitilinn í fyrra. Earps var valin markvörður mótsins og er áfram aðalmarkvörður enska landsliðsins á heimsmeistaramótinu sem er hafið. "I can t really sugarcoat this so I m not going to try. It s hugely disappointing and hurtful."England's Mary Earps has responded after Nike refused to sell her No. 1 shirt, revealing she even offered to fund the shirt herself.#ENG | #FIFAWWC @Morgie_89— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 20, 2023 Hin þrítuga Earps er ekki aðeins markvörður liðsins heldur er hún einnig varafyrirliði. Það mun þó líklega enginn af stuðningsmönnum enska landsliðsins sjást ganga um í búningi hennar þótt að þeir séu miklir aðdáendur. Ástæðan er að Nike ákvað að framleiða ekki markmannsbúninginn hennar heldur aðeins treyjur útileikmanna enska landsliðsins. „Ég get ekkert fegrað þetta á nokkurn hátt og ég ætla ekki að reyna það. Þetta eru mjög mikil vonbrigði og í raun virkilega sárt fyrir mig,“ sagði Mary Earps við blaðamenn á hóteli enska landsliðsins í Brisbane. „Ég hef verið að berjast fyrir þessu á bak við tjöldin og hef verið að reyna að leita uppi réttu boðleiðirnar,“ sagði Earps. Mary Earps has issued a damning criticism of England s kit manufacturer Nike for not making Women s World Cup goalkeeper kits available for fans to purchase https://t.co/dyvLKdxdyI— The Telegraph (@Telegraph) July 20, 2023 „Það er ástæðan fyrir því að ég hef ekki rætt þetta opinberlega fyrr þó að ég hafi verið oft spurð út í stöðu mála. Ég hef reynt allt til að finna lausn hjá enska sambandinu og hjá Nike. Því miður þá er það orðið morgunljós að það gengur ekki upp. Það verður ekki ásættanleg lausn fyrir unga krakka þarna úti,“ sagði Earps. „Þetta er mjög sárt fyrir mig persónulega og líka að undanfarna tólf mánuði hefur verið mikil aukning í áhuga krakka að reyna fyrir sér í marki. Mín eigin fjölskylda, vinir og ættingjar munu ekki geta klæðst treyjunni minni,“ sagði Earps. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Jafnréttismál Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Mary Earps var ein af hetjum enska landsliðsins þegar liðið vann Evrópumeistaratitilinn í fyrra. Earps var valin markvörður mótsins og er áfram aðalmarkvörður enska landsliðsins á heimsmeistaramótinu sem er hafið. "I can t really sugarcoat this so I m not going to try. It s hugely disappointing and hurtful."England's Mary Earps has responded after Nike refused to sell her No. 1 shirt, revealing she even offered to fund the shirt herself.#ENG | #FIFAWWC @Morgie_89— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 20, 2023 Hin þrítuga Earps er ekki aðeins markvörður liðsins heldur er hún einnig varafyrirliði. Það mun þó líklega enginn af stuðningsmönnum enska landsliðsins sjást ganga um í búningi hennar þótt að þeir séu miklir aðdáendur. Ástæðan er að Nike ákvað að framleiða ekki markmannsbúninginn hennar heldur aðeins treyjur útileikmanna enska landsliðsins. „Ég get ekkert fegrað þetta á nokkurn hátt og ég ætla ekki að reyna það. Þetta eru mjög mikil vonbrigði og í raun virkilega sárt fyrir mig,“ sagði Mary Earps við blaðamenn á hóteli enska landsliðsins í Brisbane. „Ég hef verið að berjast fyrir þessu á bak við tjöldin og hef verið að reyna að leita uppi réttu boðleiðirnar,“ sagði Earps. Mary Earps has issued a damning criticism of England s kit manufacturer Nike for not making Women s World Cup goalkeeper kits available for fans to purchase https://t.co/dyvLKdxdyI— The Telegraph (@Telegraph) July 20, 2023 „Það er ástæðan fyrir því að ég hef ekki rætt þetta opinberlega fyrr þó að ég hafi verið oft spurð út í stöðu mála. Ég hef reynt allt til að finna lausn hjá enska sambandinu og hjá Nike. Því miður þá er það orðið morgunljós að það gengur ekki upp. Það verður ekki ásættanleg lausn fyrir unga krakka þarna úti,“ sagði Earps. „Þetta er mjög sárt fyrir mig persónulega og líka að undanfarna tólf mánuði hefur verið mikil aukning í áhuga krakka að reyna fyrir sér í marki. Mín eigin fjölskylda, vinir og ættingjar munu ekki geta klæðst treyjunni minni,“ sagði Earps.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Jafnréttismál Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira